Gangandi vegfarendur verði skyldaðir til að hafa hjálma

Reglulega kemur upp sú umræða að gera hjálma að skyldubúnaði fyrir alla sem vilja hjóla.

Í framhaldi af því datt mér í hug að fara skrefinu lengra og krefjast þess að allir sem eru utandyra án þess að vera í bíl séu með hjálm.

Ég er viss um að umferðarráð getur fundið rök þess efnis að þeir sem eru fótgangandi og verða fyrir bíl skaðast minna þannig.

Þetta lið sem er nógu ruglað til að vera gangandi utan dyra hlýtur að þurfa að láta hafa vit fyrir sér?

890924-001.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég tek fram að ég er að reyna að vera kaldhæðinn.  Plís, þið sem sitjið og setjið reglur:  Látið hjólafólk í friði.  Það vantar hjólaleiðir og gagnkvæma virðingu, ekki reglur af þessu tagi.

Hjálmar gefa falska öryggistilfinningu því þeir láta bílstjóra halda að hjólafólkið sé eitthvað betur varið, og þess vegna megi keyra hraðar og nær því en ella.

Það væri nær að merkja vegkant með óbrotinni línu svo bílar komi ekki nálægt þeim sem hjólar þar án þess að brjóta lög -- og fylgja svo þeim lögum.

Hér er önnur regla sem gæti líka minnkað slys:  Lágmark 10 ára fangelsi fyrir þann sem ekur á hjólandi eða gangandi.  Þá lækkar slysatíðnin sennilega meira, og ég þarf ekki að líta út eins og fífl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ökumenn og farþegar í bílum eru í mestri hættu gagnvart alvarlegum höfuðáverkum þannig að rökréttast væri að innleiða hjálmaskyldu fyrst hjá þeim hópi áður en kemur að hjólreiðamönnum (eða gangandi).

http://3.bp.blogspot.com/_kSNVKrktKUQ/ShMeZocTyhI/AAAAAAAADf4/ytRdFLZdKF0/s1600/Motoring%2BHelmet%2B1.jpg

Bjarki (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:37

2 Smámynd: Morten Lange

Góðir punktar, Kári og Bjarki.

Landssamtök hjólreiðamanna hafga borið fram mjög ítarleg rök í þessum efnum   og sent sem hluti af umsögn við drög að nýjum umferðarlögum sem núna eru í vinnslu í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. 

Sjá til dæmis hér : 

http://lhm.is/content/view/332/125/

Morten Lange, 5.1.2010 kl. 16:53

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Auðvitað eiga börn sem hafa ekki náð valdi á hjólinu sínu að vera með hjálm. En að öðru leiti er ég gjörsamlega sammála ykkur hér á undan.

Úrsúla Jünemann, 5.1.2010 kl. 18:46

4 Smámynd: Morten Lange

Gott að við séum sammála í meginatriðum, Úrsúla :-)

Og _kannski_ er ágætt að börn sem hafa ekki lært alminnilega að hjóla sé með hjálm. En eiga þá foreldrar að kaupa ( eða leiga :-)  hjálma fyrir þetta stutta tímabíl sem tekur að læra á hjólinu ?   Kannski væri betra að kenna þeim hraðar og betur að hjóla.  Tryggja fyrst að þau séu með jafvægisskuyn, og hafa tilfinningu fyrir likami sínum. Sleppa hjálpardekkin, og foreldrar komi með og hvetji til þess að mikið sé hjólað, byggja undir að það sé skemmtilegt og veiti frelsi, velliðan og heilsu. 

Ég hef ekki mikla trú á að þú hafir góð rök með hágæða rökstuðningi á reiðum höndum ( ne í skúffu, eða aðgengileg á netinu eða fengið hjá sérfræðpingum) til að styðja þessa fullyrðingu, um "nauðsýn" þess að venjulegt fólk, þótt ungt sé þurfi að nota hjálm á reiðhjóli. Ókostirinr með svona boðskap eru áfram mun fleri en kostirnir.

Hef grandskoðað málið og lesið stór hluti þeirra rannsókna sem mest er vitnað í eða eru af einhverjum gæðum. Plús rætt við nokkrum af helstu sérfræðinga heims á þessu sviði.

Morten Lange, 5.1.2010 kl. 19:53

6 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Reglur um hámarkshraða ökutækja gefa líka falska öryggistilfinningu. Fólk heldur að ef það ekur á löglegum hraða að þá sé bara allt í lagi. Nei aldeilis ekki, afnemum lög um hámarkshraða ökutækja.

Finnur Hrafn Jónsson, 5.1.2010 kl. 21:20

7 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ég hjóla ekki það hratt að ástæða sé til að hafa hjálm,finnst mér.Mikilvægara er að hafa bremsur rétt stilltar ,en ég lenti illa í því fyrir nokkrum árum að bremsurnar  voru of stífar að framan og steyptist ég fram fyrir mig.Það mætti allaveganna vera jafn mikill áróður fyrir rétt stilltum bremsum,eins og hjálmanotkun.

Hörður Halldórsson, 6.1.2010 kl. 08:43

8 identicon

Kári

Ef þú ert fífl þá lítur þú út eins og fífl.  Ef þú hjólar hjálmlaus þá lítur þú alveg örugglega út eins og fífl.   Því það gera engir aðrir en fífl. 

Ég hjóla a.m.k á sumrin og þá hef ég orðið var við að eina alvarlega hættan sem að mér stafar er frá öðrum hjólreiðamönnum.  Margir hjólreiðamenn virðast ekki virða neinar reglur og valda sjálfum sér og öðrum hættu  Bílstjórar eru tillitssamir,  en þeir geta sáralítið gert í stöðunni þegar hjólreiðamenn skjótast e.t.v. út á milli bíla og oft á tíðum er það mesta mildi að ekki verður slys.   Hjólreiðamenn eru m.ö.o.  ekki undanþegnir varúðarskyldu og því að fara að almennum umferðarlögum.   Og slys á hjólreiðamönnum verða sjaldnast ökumönnum bifreiða að kenna heldur eru þau yfirleitt vegna tillitsleysi og óaðgæslu hjólreiðamanna.  Og menn sem eru svo yfirkomnir af hroka að þeir telja sig hafna yfir það að nota öryggistæki og telja að öll slys séu öðrum að kenna.  Ja,  kannski er hausinn á þeim ekki þess virði að vera varinn. 

Kannski er þetta innlegg eins og helgispjöll í hóp þeirra sem telja sig vita allt,  geta allt og mega allt.  En þetta þarf að koma fram. 

Kveðja

 Steinar Frímannsson

Steinar Frímannsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 12:15

9 Smámynd: Kári Harðarson

Mitt umræðuefni var ekki: "Eru  hjólreiðamenn fífl" heldur "á að lögleiða hjólahjálma"?

Það var heldur ekki "ég er of merkilegur til að nota hjálm". Þú gerir mér upp skoðanir, flest slys eru fólki sjálfum að kenna, og það á að nota öryggistæki.  Hins vegar á ekki að lögleiða hjálma til þess að geta sagst hafa gert eitthvað í öryggismálum hjólafólks.

Ég er sammála því að fullt af hjólamönnum hjóla eins og fífl.

Ég hjóla alltaf með hjálm sjálfur, en lykilorðið þarna er "þarf ekki".  Ég vel að gera það.

Ég nota "fíflalegt" um hjálmana því þeir eru fíflalegir, þeir eru afkáralega hannaðir.  Ég á ekki við að það sé fíflalegt að nota þá.  Ég lýsi hérmeð eftir nýrri línu af hjólahjálmum sem líkjast ekki "Transformers" leikföngum.

Svo veit ég um fullt af fíflum sem líta ekki út eins og fífl :)

Kári Harðarson, 6.1.2010 kl. 13:05

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tískan í noregi og svíþjóð er að nota ísbandíhjálma.. flottir, þægilegir og líta ekki út eins og fíflaleg leikföng.. og umfram allt, eru frekar góðir hjálmar

Óskar Þorkelsson, 8.1.2010 kl. 19:35

11 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Ég fór til Hollands fyrir ári síðan. Aldrei á ævinni séð jafn mikið af hjólum. Út um allt var fólk að hjóla. Hjólastæðin við lestarstöðvarnar eru hrikalega stór og stútfull af hjólum.

Og enginn með hjálm.

Ætli hjólaþjóðir á borð við Dani og Hollendinga geti kennt okkur Íslendingum eitthvað? Hmmmm?

Annars held ég að maður eigi að vera stanslaust í kevlarvesti, svampkúlu og með hjálm. Þá kemur eflaust ekkert fyrir mann.

En annars ætti að banna lífið. Því allir sem lifa, deyja. Þar af leiðandi er lífið stórhættulegt og ætti að banna það og setja þungar sektir og refsingar við því að njóta þess. Lífsins, þe. 

Sigurjón Sveinsson, 15.1.2010 kl. 13:16

12 Smámynd: Kári Harðarson

Danir gera grín að svíum, segja að þegar þeir eru einir heima og enginn sér til þeirra gangi þeir með hnéhlífar og hjálma :)

Kári Harðarson, 15.1.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband