Að evra eða evra ekki

Danskur vinur minn hafði gaman af því að sjá vaxtastigið hérna
eins og það er auglýst af bönkunum í Fréttablaðinu.

Hann sagði strax:  "Kannski við hjónin ættum að taka milljón og setja
í reikning hjá íslenskum banka. Við getum ekki tapað á því.  Þótt
verðbólgan ykkar fari af stað þá eru lánin samt verðtryggð".

Þetta eru skiljanleg viðbrögð.  Hann sá strax hagnaðarvonina, eins og
svo margir aðrir útlendingar hafa gert.  Svo er ísland líka vestrænt
lýðræðisþjóðfélag svo ekki er áhættan mikil. Ekki fer landinn að
flaska á því að borga skuldirnar?

Viðhorf vinar míns og annara útlendinga með sparifé í handraðanum er
ástæðan fyrir því að gengi krónunnar helst í 69kr/$ í stað 158kr/$
eins og Economist telur að hún ætti að verðleggjast á.

Við höfum skipt út gamla óvini okkar, verðbólgunni fyrir nýjan óvin,
lánabólguna.  Þegar íslendingar treysta sér ekki til að borga af
fleiri lánum munu útlendingar hætta að kaupa krónuna og hún mun
falla, verðbólgan fer aftur af stað í sinni upphaflegu mynd.

Ef við tökum upp Evruna munum við þurfa að taka timburmennina út
strax, svo það er skiljanlegt að margir hagsmunaaðilar vilji ekki sjá
það gerast.  

Ég vona að lesandinn geri sér grein fyrir að ólíkir aðilar hafa
ólíka hagsmuni í þessu máli.

Best er illu aflokið:  Ég vil að íslendingar taki upp evruna, til þess
að milliliðir hætti að maka krókinn í lánaveitingum og þjóðin læri að
spara og semja um mannsæmandi laun í stað þess að velta stöðugt stærri
vandamálapakka inn í framtíðina.

Ef íslendingar tækju upp evruna núna kæmi í ljós að við gætum ekki
sparað af því við erum láglaunaland í reynd.   Amerísku þættirnir
"Friends" og "Seinfeld" sýna fólk borða úti á veitingastöðum daglega.
Ameríkanar geta í raun og veru leyft sér þetta, þetta er ekki
kvikmyndabrella.

Ég sæi í anda venjulega íslendinga leyfa sér þetta hér heima.  Eins og
stendur eru fínu veitingastaðirnir í Reykjavík fyrst og fremst
heimsóttir af milliliðunum sem selja okkur lánin og matinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband