Grillið mitt og gjaldmiðlarnir

Ég var mjög ánægður með fyrsta grillið okkar - en það var lítið og
brennarinn í því var allt of nálægt kjötinu.

Allt sem á því var steikt þurfti stöðuga gjörgæslu og varð yfirleitt
brennt að utan og hrátt að innan, og það var ef vel gekk!

Fyrirvaralaust gat gosið upp eldur í því og ég þurfti að rjúka frá
gestunum til að taka bitana af hálf kolaða.

Ég var ótrúlega tregur að kaupa nýtt af því ég hélt að mikill hiti
þýddi gott grill. Ég lét loks tilleiðast í fyrra og við keyptum stórt
"Broil King" grill.

Þetta var bylting.  Lykillinn að góðri grillun er nefnilega ekki að
hafa logsuðuhita eina stundina og slökkva undir þá næstu. Nei,
lykillinn er jafn, hægur hiti.  Ég var ótrúlega tregur að ná þessu.

Mér dettur þetta í hug þegar ég heyri menn monta sig af íslensku
krónunni og hæfileikum hennar.  Hér rýkur efnahagslífið upp og verður
viðbrennt eitt árið og er hrátt í gegn það næsta.  Það getur verið að
íslenskum ráðamönnum finnist þeir vera grillmeistarar þar sem þeir standa
yfir krónunni út á svölum, en þetta er ill meðferð á góðu kjöti.

Kjötið í samlíkingunni er íslendingar.  Ein kynslóð kemur út
"ofsteikt" því hún keypti hús og jarðir meðan þau voru ódýr, næsta
kynslóð verður "hrá" því hún neyðist til að taka á okurvöxtum lán
fyrir húsunum sem kynslóðin á undan byggði.

Ísland er nú land tækifæranna fyrir þá sem eru tækifærissinnaðir. Þeir
sem vilja gera plön fram í tímann tapa í svona árferði.

Ég legg til að okkar velmeinandi grillmeistarar verði neyddir til að
kaupa grill sem heldur hægum jöfnum hita.  Grillið í þeirri samlíkingu
er Evran.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála þér að mörgu leiti og þetta er skemmtileg samlíking hjá þér og ég gæti alveg hugsað mér að taka upp Evru sem gjaldmiðil EN þá værum við nauðbeygðir til að ganga í Evrópusambandið og það er eitthvað sem mér hugnast ekki mv við hvernig það er að þróast þ.e.a.s Allt er bannað nema það sé sérstaklega leyft.

Glanni (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Ebenezer Þórarinn Böðvarsson

Frábær samlíking ;) 

Ebenezer Þórarinn Böðvarsson, 20.2.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband