Vista heillar ekki

Windows Vista er eitt skref enn eftir slóð sem við ættum að hætta að fylgja.

Ég fékk nýja PC vél í vinnunni í þessari viku en hún er samt með Windows XP.  Tölvudeildin á mínum vinnustað hefur ákveðið að kaupa ekki Vista og ég er feginn.

Samt er ég nýungagjarn að eðlisfari og búinn að lesa stafla af greinum um nýja stýrikerfið.  Eftir bið ina eftir arftaka XP veldur Vista vonbrigðum.  Það er engin nýhugsun í Vista, bara meira af því sama.  Engin bylting.

PC Tölvur voru bylting á sínum tíma af því þær voru "Personal", ekki fjölnotenda þar sem margir þurftu að samnýta sömu vél á sama tíma.  

Nú er öldin önnur.  Í stað þess að margir samnýti eina tölvu getur einn maður verið með margar tölvur. 

Ég er með gögn á þremur PC tölvum núna, þar af samnýti ég eina vélina með þrem öðrum.  Of mikill tími fer nú í að afrita gögn á milli vélanna þriggja sem halda allar að þær séu einar í heiminum, millifæra skrár og "Bookmarks" og "Preferences, uppfæra "service packs" og vírusvarnir o.s.frv.

Windows byggði á þeirri hugmynd að PC tölvan væri altari sem er heimsótt af notandanum.  Þessi hugmynd er úrelt.   Núna vil ég tölvur út um allt og ég vil ekki þurfa að þjónusta þær.  Tölvur þurfa að hverfa inn í bakgrunninn og verða viðhaldsfríar.

Ég vil geta valið skjal á gemsanum mínum og sent það á prentara á kaffihúsinu þar sem ég sit. 

Ég bíð eftir "stýrikerfi" sem hefur verið hannað frá grunni á dögum Internetsins.  Windows með sín C drif og registry hlýtur að deyja drottni sínum.  Mig grunar að næsta "stýrikerfið" verði frá Google.

 


mbl.is Vista sagt hamla skilvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ef þú ert í vandræðum með bookmarks á mörgum tölvum er snilld að nota google bookmarks. Setur t.d. upp GMarks (addon) fyrir firefox, eða bara Google toolbar.

 Kemst í öll þín bookmark aftur og aftur:D

Harabanar (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Hefur maðurinn einhverntíma prófað að nota Mac tölvu með OS X stýrikerfi?

Bjarni Bragi Kjartansson, 28.2.2007 kl. 17:19

3 identicon

Hefur maðurinn einhverntíman prófað að ná í live-distro á diski og prófa það í tölvunni sinni til að gá hvort ekki er einmitt til stýrikerfi sem er yngra en internetið? Pabbi er farinn að nota Linux, hann kann alveg jafn lítið á það og hann kunni á Windows, sem er nóg.

Drengur (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 18:19

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gaman að lesa ummæli þín og framtíðarsýn, sem ég vona að ekki líði á löngu þar til verður að veruleika. Veit ekki hvort þú hefur heyrt um ubiquitous computing (skrif þín benda allt eins til þín) en ef ekki þá er ég alveg til í meira spjall um pælingar um málið, er að vinna í M.Sc. verkefni um málið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2007 kl. 21:02

5 Smámynd: Kári Harðarson

Ég hef prófað Linux og Makka en það var áður en OS X kom sem er byggt á Unix og ég er mjög spenntur fyrir.  Ég held að næsta tölva fyrir mitt heimili verði Macintosh.

Ég viðurkenni fúslega að ég er farinn að hlakka til að sjá "ubiquitous computing" færast nær.  Ég hef snýtt og skeint einni PC vél of mikið, er orðinn of gamall fyrir þær.

Mamma mín verður áttatíuogtveggja á þessu ári og virðist ætla að fara á mis við tölvubyltinguna.  Hún myndi missa nokkur ár af ævinni ef hún þyrfti að umbera dyntina í tölvum eins og þær eru í dag, ég hef ekki viljað halda þeim að henni.

Hún þyrfti tölvupóst í flatskjá á ísskápinn og moggavefinn á annan flatskjá við sófaborðið.  Þannig lausnir eru bara ekki í boði ennþá.

Ég er tölvunarfræðingur.  Tölvunarfræði er skemmtileg og gengur út á svo margt annað en að berjast  við sérviskuna í heimilistölvum.  Ég óttast að fólk rugli saman tölvunarfræði og þessum brúnu kössum sem eru alltaf með vesen :)

Bílar voru svona fyrst, menn eyddu helgunum útí bílskúr og allir áttu topplyklasett.

Ný kynslóð af tölvunarfræðingum kemur okkur vonandi út úr þessari PC blindgötu.

Kári Harðarson, 28.2.2007 kl. 21:46

6 identicon

Ok.. Microsoft hefur hannað Windows Vista frá GRUNNI í 15ár. Þetta er ekki annað copy af windows xp heldur alveg GLÆNÝTT fyrirbrigði. Byrjaði með að heita Longhorn en þeir breyttu því í Vista og eru að halda áfram að þróa nýjan Windows Longhorn sem er arftaki af windows server 2003. En allar þessar neikvæðu umræður sem eru á netinu eru ekki marktækar fyrr en þú hefur sjálfur séð og prufað windows vista með þínum eigin augum. Líf þitt á eftir að gjörbreytast og þú munt sjá veröldina í nýju ljósi... Ekki dæma það sem að þú þekkir ekki.

Þeir hönnuðu Vista alveg frá grunni og hönnuðu líka nýja Office 2007 frá grunni. Það eru allar nýjungar sem þú getur hugsað þér í þessu stýrikerfi og tölvan þín verður mun hraðvirkari eftir að hafa sett þetta upp. 

Ásgeir Magg (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 01:12

7 identicon

Láttu eina af vélunum þremur vera "server" vél.  Mappaðu My_Documents á hinum vélunum á þessa server vél og notaður svo "mobsync til að synka vélarnar þrjár.

Þetta hef ég gert í mörg ár og virkar dásamlega eins og svo margt í WIndows.

Egill M (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 08:35

8 identicon

Það segir eitthvað um stöðu Microsoft að Windows Vista er í 35. sæti á listanum yfir mest selda hugbúnaðinn á Amazon.com. Windows XP er hinsvegar í 31. sæti. Þetta fyrirtæki hefur nákvæmlega enga framtíðarsýn. 

Bjarki (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 10:49

9 identicon

Mig grunar að Plan9 gæti verið eitthvað sem þér lítist betur á.  Ég er ekki nægilega fróður um það til að geta útskýrt það fríþenkis en það leysir interfacing mál á mun þægilegri máta.  Hvað sem þú interfacar við þá lítur það allt eins út fyrir stýrikerfinu, svona kannski eins og object af sama klasa eða eitthvað í þá átt. - Ég tek fram að ég þekki þetta ekki nægilega vel, en mig grunar að þetta Plan9 gæti verið næsta skrefið ( eða upptakturinn af því sem koma skal ).  

Sjá: [link]http://en.wikipedia.org/wiki/Plan_9_from_Bell_Labs[/link] 

Arnþór L. Arnarson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband