Hefðir

Ef ég setti son minn og eiginkonu í kerru og rúllaði þeim á undan mér  niður Laugaveginn myndi fólk í fyrsta lagi segja að ég væri  stórskrýtinn, svo myndi það hugsa:  af hverju labbar fullfrískt fólkið  ekki sjálft í stað þess að láta hann ýta sér?

pushcart

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef ég sest líka upp í kerruna og læt mótór ýta okkur öllum er þetta  allt í einu ekkert skrýtið lengur...

Mér datt þetta sísona í hug á Laugaveginum í gær.

 100_0003


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Sestu sjálfur í kerruna og láttu fjölskylduna rúlla þér niður Laugaveginn. Þá sést hver er húsbóndinn á þínu heimili.  Ekkert skrýtið við það athæfi.

Júlíus Valsson, 29.4.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Ég keyrði einmitt framhjá þér á Laugarveginum í gær og tók eftir því að þú varst með myndavél um hálsinn. Datt fyrst í hug að þú værir að prófa að upplifa borgina frá sjónarhóli erlenda ferðamannsins. Sé núna að gangan hefur fætt af sér frjóar hugmyndir ;-)

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 30.4.2007 kl. 00:14

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Ég sigldi einu sinni með með manni sem sagðist vanur því að aka með konu sína í bæinn þegar henni datt í hug að rápa á milli verslana við Laugaveginn. Þá sleppti hann henni út utan við þá verslun sem hún fór fyrst í, ók síðan Laugaveg á enda, síðan Hverfisgötu og aftur inn á Laugaveg. Þannig malaði bílinn hring eftir hring því hann nennti ekki að labba með henni. Stundum vildi svo "heppileg til" að hann gat pikkað hana upp á rápi milli verslana og “sparað” henni sporin. Þess skal getið að hvorug voru líkamlega fötluð....
Fyrir svona umferð er því miður verið að réttlæta byggingu mislægra gatnamóta sem svo aftur bitnar á mikilvægari samfélagsþjónustu. Á sama tíma kvarta menn yfir háu eldsneytisverði.  Ég held að það sé komin tími til að hækka verðið.

Magnús Bergsson, 30.4.2007 kl. 02:23

4 Smámynd: Sigurjón

Rétt hjá þér Kári.  Leti er stórt heilbrigðisvandamál sem vert er að leysa.

Sigurjón, 30.4.2007 kl. 11:30

5 Smámynd: birna

Hahaha, skemmtilegt sjónarhorn. Sagt er að íslendingar noti bíla í staðin fyrir úlpu.

birna, 2.5.2007 kl. 11:08

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Sástu nokkuð fjallajeppa á 44"?  Þeir eru alltaf jafn hlægilegir í þessu umhverfi.

Steinarr Kr. , 7.5.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband