Ég hefi séð ljósið!

Ég vann á BSD Unix í Bandaríkjunum en hef notað Windows alfarið síðan 1997.

Það hefur pirrað mig hversu upptekin Windows tölvan mín er af sjálfri sér og mér  hefur fundist það ágerast með árunum.  Vélin verður hægari með tímanum og hún er  alltaf að sækja sér "service packs" eða vírusvarna uppfærslur eða "software  updates" af einhverju tagi.

Í gær fékk ég geisladisk með Ubuntu Linux 7.04 sem ég hafði heyrt að væri góð útgáfa af Linux.

ubuntulogo

 

 

Ég hafði ekki gefið Linux tækifæri í þó nokkurn tíma, svo ég ákvað að prófa.  Það  var kominn tími til að setja Windows upp aftur, eins og þarf reglulega að  gera þegar Windows er annars vegar. Í gegnum árin hef ég sett Linux inn  tímabundið en alltaf sett Windows inn aftur fljótlega á eftir.

Það hjálpaði til að þetta er sú Linux útgáfa sem Dell hefur ákveðið að bjóða með sínum tölvum svo eitthvað hlutu þeir að vera að gera rétt.

Til að gera langa sögu stutta þá var kvöldið viðburðaríkt og í dag byrjar  niðurtalning hjá mér þar til ég kveð Windows XP.

Þetta var fyrsta Linux uppsetning sem gekk algerlega hratt og sársaukalaust  fyrir sig og skildi mig eftir með fyllilega nothæfa vél sem ég gat byrjað að  vinna á.

Hálftíma eftir að ég setti Linux geisladiskinn í tölvuna gat ég:

  • séð skjáinn í réttri upplausn
  • sett geisladisk í og hlustað á tónlist
  • prentað á canon prentarann
  • skannað með hp skannernum
  • komist á netið án þess að stilla neitt
  • farið á vefinn með Firefox
  • opnað Windows netið í vinnunni
  • lesið drifin mín í vinnunni
  • opnað Acrobat PDF skrár
  • unnið með ritvinnsluskjöl, reikniarkir og powerpoint með OpenOffice
  • Séð póstmöppurnar mínar, tengiliði og dagatal frá Outlook Exchange Server

Allt þetta gat ég án þess að þurfa að ná í auka hugbúnað eða vélrita skipanir  eða gera neitt annað en að smella með músinni. Þetta er eins og Macintosh menn  lýsa sínu daglega lífi.

Það næsta sem ég gerði var að ná í forritin Picasa, Google Earth og Skype.  Allt  gekk eins og í sögu, bara nokkrir smellir með músinni.  Ég endaði kvöldið með  því að lesa inn "Bookmarks" listann minn úr gamla vafranum.

Það eina sem ég náði ekki í var vírusvörn :)

Uppsetning á hugbúnaði og allar kerfisstillingar eru betur útfærðar en í Windows  XP. Það er greinilegt að Linux menn hafa notað tímann vel síðan Windows XP kom á  markað á sínum tíma.

Ég áskil mér réttindi til að fara aftur í gamla Windows XP en þetta lítur  óneitanlega vel út.

masthead-home-feisty


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ef Photoshop væri til fyrir Linux, myndi ég aldrei snerta Windows framar, jafnvel fórna leikjunum... Ætli maður fái sér ekki bara OSX næst. :)

Jón Ragnarsson, 16.5.2007 kl. 11:54

2 Smámynd: Einar Indriðason

Til hamingju með skiptin :-)  Nú tekur maður undir með Kela... 2 vikur, og spurning hvort þú munir horfa til baka með söknuði. 

Einar Indriðason, 16.5.2007 kl. 12:07

3 identicon

Til lukku með þetta. Vona að þú verðir ánægður með kerfið. Hef sjálfur ekki notað Windows í 11 ár en verð að viðurkenna að þetta mörgæsadót er pínulítið eins og að ganga í klaustur :)

Kosturinn við klaustrið er hins vegar að það er fjöldi heittrúaðra munka tilbúnir að hjálpa þér ef eitthvað bjátar á.

Annars finnst mér það skemmtilegasta við Linux að ef maður leysir eitthvert vandamál þá situr smá þekking eftir sem gerist ekki þegar ég hjálpa fólki með Windows.

Kveðja, Gaui

Ps. Jón, er gimp, xara og krita ómöguleg forrit í samanburði við Photoshop? (útgáfa 2.3 af gimp er komin)

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:15

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

@Guðjón: Gimp er ágætt svo langt sem það nær, en það vantar enn prent- og litavinnslu í það. Og ég get ekki lifað án adjustment layers. :)

Jón Ragnarsson, 17.5.2007 kl. 01:41

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Kári.

þarf maður ekki vírusvörn. Ég fékk vírus í fyrra sem lyklapétur réð ekki við og þurfti að fá mér aðra vörn frá pctools.com mjög góða en hún kæfir allan hraða í vélinni minni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 17.5.2007 kl. 10:40

6 Smámynd: Kári Harðarson

Sæll Gunnar,

Enn sem komið er þarf ekki vírusvörn.  Vírusar eru skrifaðir fyrir Windows og sömu vírusar geta ekki keyrt á linux.

Það má líkja þessu saman við að kettir fá ekki sömu flensur og mannfólkið :)

Kannski verða til Linux vírusar einhvern tímann, en það er amk. ekki vandamál í dag.

Ég varð greinilega var við að vírusvörnin sem ég setti upp hægði á vélinni.  Það er mikil blessun að vera laus við hana, hún er hálfgerður vírus sjálf

Kári Harðarson, 17.5.2007 kl. 13:54

7 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég kann ekkert á tölvur en er svo forvitin að ég hlóð inn Ubuntu 7.04 til að keyra við hliðina á Windows svona til að prófa. Það er svo skrítið að vélin er mikið sprækari og að auki steinþagnaði og ég nokkuð ánægður með sjálfan mig.  Þetta virðist vera bráðeinfalt. Hér sit ég með nýuppsett Ubuntu og skrifa þér þennan pistil. Eina sem gekk ekki var að ná í Picassa

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 17.5.2007 kl. 22:54

8 Smámynd: Kári Harðarson

Sæll Gunnar,

Ég náði í .DEB skrána hérna :  http://picasa.google.com/linux/download.html

og tvísmellti á hana til að setja Picasa upp, amk. minnir mig að þannig hafi það verið.

Gangi þér vel! 

Kári Harðarson, 18.5.2007 kl. 10:02

9 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Sæll Kári

Þakka þér fyrir hjálpina. Rétt áður en ég fór að sofa í gær tókst mér hlaða inn picasa með hjálp frá þessum tengli http://www.macewan.org/2006/05/26/howto-install-picasa-on-ubuntu-linux  Þetta er mjög spennandi og sjálftraustið eykst mikið. Ég er ákveðin að reyna að klára þetta mál.  Maður lærir svo mikið á því að reyna að leysa vandamálin sjálfur. ég fæ kannski að senda þér línu ef ég er kominn í algjört þrot

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 18.5.2007 kl. 11:00

10 identicon

Góður Kári.  Þarf að fá þig í heimsókn - til að auka tölvuhamingju mína  - - og eiga við þig gáfulegt spjall.   Við erum enn í Löngumýrinni - en erum byrjuð að flytja.

bensi

Bensi (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 23:32

11 Smámynd: halkatla

ummmm hljlómar vel - mig langar í þetta - ég vildi að ég kynni meira á tölvur

halkatla, 19.5.2007 kl. 17:22

12 identicon

Vert að benda ykkur á það að það er líka til önnur stórskemmtilega útgáfa sem heitir Kubuntu. Byggir á sama grunni en notar aðeins annað viðmót ( KDE ). Ég hef allavega frekar viljað notað þá útgáfu þar sem hún er mun líkari Windows í notkun.

Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 16:53

13 identicon

Glæsilegt Kári, og enn glæsilegra hjá Gunnari! Húrra fyrir fólki sem þorir.

Það er alltaf gaman að heyra reynslusögur, einkum og sér í lagi ef þær enda svona vel

Ég vil benda fólki á síðuna http://www.rglug.org (Reykjavik GNU Linux User Group). Þarna eru samankomnir nerðir af bestu sort, sumir ólmir í að hjálpa fólki með sín vandamál. Hægt er að finna upplýsingar á vefnum og eins hægt að skrá sig á póstlistann og spyrja þar spurninga.

kv. Stefán Freyr. 

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband