Frægðin kallar!

Ég mun sjá um þáttinn "Á sumarvegi" á Rás 1, núna á fimmtudaginn, 26.júlí.

Þátturinn verður sendur út kl.1315 og aftur kl.1900 sama dag. 

Clock-RUV

Ég ákvað að misnota ekki tímann til að segja hlustendum hvað betur mætti fara á eyjunni, heldur reyna að vera svolítið skemmtilegur, spila músík og svoleiðis.  Sigríður Pétursdóttir, sem sér um þættina, sagði að minnsta kosti að sér hefði ekki leiðst að lesa handritið hjá mér.

 

 

Mér datt í hug að ef einhver hefði gaman að blogginu hjá mér gæti sá hinn sami viljað kveikja á útvarpinu.

Kveðja, Kári

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kári.

Hvort verður þetta fimmtudaginn 26.júlí eða föstudaginn 27.júlí?

Nema þú eigir við föstudaginn 26.júlí árið 2013, eða jafnvel 2019?

Bestu kveðjur,

Gísli Sverrisson 

Gísli Sverrisson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 20:29

2 Smámynd: Kári Harðarson

Fimmtudag, fyrirgefðu !

Kári Harðarson, 23.7.2007 kl. 22:15

3 identicon

Ljómandi, ég uppgötvaði þetta þegar ég reyndi að setja áminningu í símann. Ég mun sumsé hlusta.

Kveðja, Gísli.

Gísli (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Sigurjón

Ég mun kveikja á viðtækinu og hlusta með athygli við vinnuna.

Sigurjón, 24.7.2007 kl. 21:47

5 identicon

Aldeilis fínt, maður mun koma til með að hlusta á þetta. Svo er bara að bíða eftir sjónvarpsþættinum :)

Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 22:04

6 Smámynd: birna

en skemmtilegt :] ég set headsettið á mig strax ..

birna, 26.7.2007 kl. 10:58

7 identicon

Kári!  Takk fyrir alveg frábæran, umhugsunarverðan og skemmtilegan sumarþátt.  Þú náðir utanum svo heilmargt mikilvægt í þessum stutta þætti.  Og ekki spillir að þú ert með súper fína útvarpsrödd. Vona að þú verðir á dagskránni fljótlega aftur - þetta var svo skemmtilegt. Kveðja Tómas

Tómas Ponzi (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 16:35

8 identicon

Jussi Björling, Jaco Pastorius og Zen & the art - við hljótum að hafa verið skilin að í æsku, ég og þú. Velkominn á útvarpið, þú ert einn af þessum natural útvarpsmönnum.

Lana Kolbrún Eddudóttir (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 20:29

9 Smámynd: Einar Indriðason

Dang, ég missti af þessum þætti. Kári (eða aðrir), ekki hafið þið hljóðskrá með þessum þætti?

Einar Indriðason, 26.7.2007 kl. 21:45

10 identicon

Þátturinn liggur í hálfan mánuð á ruv.is - undir flipanum "rás 1 í beinni og upptökur".

Lana (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 22:20

11 Smámynd: Kári Harðarson

Kærar þakkir, Tómas og Lana.  Gott þykir mér hrósið :)

Kári Harðarson, 26.7.2007 kl. 22:45

12 Smámynd: Einar Indriðason

Lana, takk.  Fann þáttinn á forsíðunni, undir fyrirsögninni "á sumarvegi", og smellti þar á Kára.

Kári, á eftir að hlusta á þáttinn allan, en byrjar vel... "Jónsbræður" ... :)

Einar Indriðason, 27.7.2007 kl. 00:49

13 identicon

Það verður hægt að hlusta á þættina í allt sumar á www.ruv.is/sumarvegur ég gerði sérsamning ;) Vona svo að þú takir mig á orðinu Kári með það sem ég nefndi við þig þegar við kvöddumst

Sigga (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 12:22

14 Smámynd: Jón Ragnarsson

Haha... hvar fannstu þessa mynd? Ég hef ekki séð þetta síðan ég var krakki í sveitinni...

Jón Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 15:52

15 identicon

Þakka fyrir mjög áhugaverðan og skemmtilegan þátt. Þakka einnig RÚV fyrir að hafa þættina algengilega á netinu fyrir okkur sem gleyma stað og stund.

Viðar Þorgeirsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 20:49

16 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Hlustaði áðan á netupptöku, Jussi, Jaco og James! þetta er mannbætandi snilldar kokteill blandaður með hæfilegum skammti af heimspeki og þinni frjóu lífssýn. meira svona, takk  kærlega fyrir mig. 

Bjarni Bragi Kjartansson, 29.7.2007 kl. 18:00

17 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þú ættir kannski að fara í framhaldskólana með þessa starfslýsingu tölvunarfræðings það gæti virkað. Ég var meira að segja farin að gæla við það að fara í tölvunarfræði í HR.

Þóra Guðmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 01:50

18 identicon

Takk fyrir frábært blogg Kári.

 Útvarpsþátturinn var skemmtilegur og bara eitt sem var ekki í lagi...hann var allt of stuttur! Ég vildi heyra meira :)

 Kveðja, Ýrr

p.s. Mæli með tölvunarfræðinni í HR Þóra, endilega skelltu þér!

Ýrr (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 01:17

19 Smámynd: birna

Kári, ertu nú orðinn svo góður með þig eftir útvarpsþáttinn að þú nennir ekki að blogga ? Eða er farið fyrir þér eins og Ármanni Jakobs : http://skrubaf.blogspot.com/2007/08/blogger-bilaur.html

birna, 2.8.2007 kl. 10:38

20 Smámynd: Kári Harðarson

Nei mín kæra, ég er bara í fríi í útlandinu.  Ég skal blogga smá.

Kári Harðarson, 2.8.2007 kl. 14:42

21 Smámynd: Morten Lange

Mjög skemmtilegt og fræðandi hjá þér, Kári. Ég vona svo sannarlega að þú fáir fleiri þannig tækifæri. Fílaði allan þáttinn, en merkilega nóg   (   ) var ég ánægðastur með það að þú fræddir hlustendur um hjólreiðar.   Frábært sem sagt.

Morten Lange, 12.8.2007 kl. 16:58

22 Smámynd: Morten Lange

Hmm. Ætli það væri í lagi fyrir þig að geyma upptökuna á blogginu, og leyfa mönnum að hlusta eftir að búið sé að loka fyrir því hjá  RÚV eftir  nokkrar vikur ?  Ég er búinn  að tryggja mér afrit sjálfur  :-)

Morten Lange, 12.8.2007 kl. 17:01

23 Smámynd: Sigurjón

Ég gleymdi vízt að setja inn athugasemd um þáttinn eftir að hafa hlustað á hann.  Þetta var tær snilld hjá þér Kári!  ,,Að nota heyrnartól er eins og að bora í nefið með borvél", er bara snilldarsetning.  Ég vil taka undir þau orð að þátturinn hafi verið of stuttur og ég vildi gjarna heyra meira frá þér, þrátt fyrir að hafa heyrt margt gott á sínum tíma þegar þú kenndir mér.

Sigurjón, 15.8.2007 kl. 00:16

24 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jón, ég gúgglaði og fanngömlu klukkuna, stillimyndina og RÚV merkið hér: http://www.pembers.freeserve.co.uk/Test-Cards/Non-UK.html#Iceland

Villi Asgeirsson, 21.8.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband