Flækjustig frá 12.öld

Evrópa fékk tugakerfið á 12.öld frá Aröbum (sem fengu það víst frá Indverjum).

Arabíska tölukerfið létti mönnum lífið og gerði flókið mál einfalt.  Hvað er MCMXVIII + MCM ?  Ekki hugmynd.  Ég á auðveldara með að reikna þetta í  tugakerfi: 1918 + 1900 = 3818.

Að vísu flæktist smá óþarfa flækjustig inn þegar Evrópubúar tóku  kerfið í notkun.  Arabar skrifa frá hægri til vinstri enda er þeirra  texti hægrijafnaður:

translations_arabic

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Evrópubúar tóku arabíska talnakerfinu full bókstaflega og hægrijöfnuðu  tölurnar eins og Arabarnir gerðu, þótt þess þyrfti ekki til að nýta sér tölukerfið.

Fyrir vikið þurfum við nú sitt á hvað að vinna með vinstri og hægri  jöfnun.  Ef við hefðum skrifað tölurnar okkar eins og við skrifum textann okkar myndum  við skrifa tölur svona:

56  +     Fimm og sextíu
1011      plús einn, hundrað og þúsund
====
6611      gera sex, sextíu, hundrað og þúsund


Evrópubúar völdu samt að gera dæmið svona eins og arabar, hægri jafnað:

         65 +  Sextíu og fimm
     1101     plús eittþúsund, eitthundrað, og einn
     ====
     1166     gera eitt þúsund, eitthundrað, sextíu og sex.

Fyrir vikið höfum við barist við hægri jöfnun í átta hundruð ár.  Ef dæmið hér að ofan birtist vitlaust jafnað er það vegna þess að ég var að tapa einum slag við hægri jöfnun Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband