Ofbeldi 1 - Lýðræði 0

Í Búrma hefur stríðsherrunum sem halda þjóðinni í gíslingu tekist að berja niður friðsamleg mótmæli með því að myrða búddamúnka.

burma_ss_v_6_boy_monks

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef ekki séð jafn skíra baráttu milli góðs og ills síðan ég sá Star Wars.

Merkilegast finnst mér að Bandaríkjamenn skuli ekki ætla þarna inn til að hjálpa  Aung San Suu Kyi að komast til þeirra valda sem hún er réttkjörin til.

Að vísu liggur Búrma upp að Kína og sennilega best að koma ekki þarna nálægt, en  Írak liggur upp að Íran, og ekki stoppaði það þá í að breiða út frelsi og lýðræði  þar.

Ég vona að það fari að skýrast, hvaða þjóðir mega búast við innrás ef lýðræðið  er ekki nógu gott.

Ég er ennþá svo barnalegur - en mér gengur illa að sætta mig við að "góðu" ríkisstjórnirnar skuli ekki ráða meiru þegar allt kemur til alls.

Að enginn "sterkur pabbi í hverfinu" skuli geta bankað að dyrum á þessu þjóðarheimili ofbeldisins og stöðvað misþyrmingarnar sem þarna fara fram og allir hlusta þöglir á.

Ef Hitler væri að setja helförina í gang í dag, myndi hann komast upp með hana aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hér er heimasíða http://english.dvb.no/ DVP sem er gerð út frá noregi.

Nýtt nafn er komið fram á sjónarsviðið og enn og aftur er það kona sem er í aðalhlutverki í stjórnarandstöðunni í Burma. hér er mynd og grein um hana http://www.vg.no/pub/vgart.hbs?artid=172702  Su Su Nway heitir hún og er 35 ára.

Óskar Þorkelsson, 30.9.2007 kl. 20:04

2 Smámynd: halkatla

enginn gerði neitt þegar talíbanar komust til valda í Afghanistan....  Það er langur listiinn yfir lönd sem þarf að "frelsa" en það er örugglega aldrei raunverulegt markmið "frelsisherja" að koma fólki til bjargar

halkatla, 30.9.2007 kl. 20:12

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Reynslan af innrásum í frelsiskyni gerir mann afhuga slíkum lausnum Kári.  Ég er að komast á þá skoðun að fólkið í viðkomandi löndum verði sjálft að ráða fram úr því að losna við vondar stjórnir. Af hverju er hægt að ætlast til að aðrar þjóðir fórni fólki í svona "frelsun".

Eins og Anna Karen bendir á þá vitum við jafnvel ekki hvort tilgangurinn er frelsun eða það að komast yfir olíuauð eða aðrar auðlindir á svæðinu. Bandaríkjamenn er löngu orðnir ótrúverðugir því þeir hafa ekkert skipt sér af svæðum sem hefðu kannski þurft þess meira með en t.d. Írak.  Þá að sjálfsögðu koma í hugann bæði Darfur í Súdan og Burma.

Það verður þá sífellt erfiðaðra að draga línurnar um það hvenær rétt sé að hefja innrás vegna einhverra einræðistilburða, kúgunar eða óstjórnar.

Haukur Nikulásson, 1.10.2007 kl. 00:25

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skv mínum heimildum þá er massíft verkfall á leiðinni.. ofurstar í hernum hafa lfúið til Thailands og segja ljótar sögur. munkum smalað á vörubíla og þeir myrtir í skóginum fjarri mannabyggðum. Heilu herdeildirnar neita að taka þátt.. greinileg upplausn í landinu og er landið höfuðlaust eftir að sögusagnir segja að æðstu menn séu komnir til Kína.

Tala látinna er talinn minnst 2000 manns.

Óskar Þorkelsson, 1.10.2007 kl. 07:57

5 Smámynd: Einar Indriðason

Afhverju Bandaríkjamenn hafa ekki "hjálpað" Burma?  Mjög, mjög einföld ástæða:  Olía.

(Ef maður á að verða ögn aggressívari, þá er önnur ástæða sú, að það er ekki mikið af áhrifamönnum frá Burma búsettir í USA, samanber síendurtekin not Bandaríkjamanna á neitunarvaldinu í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna á ályktanir gegn Ísrael, meðan Palestína er látin drabbast niður, líkt og ghettóin fyrir gyðingana í Þýskalandi Hitlers á sínum tíma.)

Og þá kemur að öðrum punkti.  "Neitunarvaldið".  Hvernig má það vera að það er nóg að ein þjóð af 5 geti sagt "nei" hægri vinstri, og þá stoppar allt?  Ég er ekki bara að meina BNA, heldur rússa og kínverja líka?  Hefði ekki verið aðeins gáfulegra að það hefði þurft amk 2 "nei"?  Eða jafnvel 3?

Einar Indriðason, 1.10.2007 kl. 08:22

6 identicon

Villimennirnir sem fara með stjórn í Búrma eiga hálfa milljón manns undir vopnum. Og vopnin þeirra eru í vandaðri kantinum þegar miðað er t.d. við ruslið sem Írakar áttu 2003. Þeir eyða hátt í 20% af þjóðarframleiðslu í varnarmál á meðan Evrópuþjóðir eyða í kringum 2% og við Íslendingar 0% (þangað til nýju fjárlögin verða kynnt).

Landslag og landfræðileg staðsetning kallar á töluverðar mannfórnir fyrir þá sem hafa áhuga á því að frelsa landsmenn undan harðstjórninni.

Hinsvegar tel ég Íslendingum vart stætt á því að gagnrýna nokkurn fyrir að ráðast ekki inn í landið. Varnarmálaráðherra landsins hefur nefnilega lýst því yfir að Íslendingar ætli ekki einusinni að verja land sitt sjálfir. En það hlýtur að teljast hápunktur aumingjaskapar.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 11:14

7 identicon

Það er nú samt mikil samkeppni í villimannaflokknum, bara spurning, um hvað er fjallað.  Það er mikið fjallað um búrma, en

Villimennirnir í lögregluríkinu Bandaríkin voru að misþyrma og handleggsbrjóta 16 ára stúlku í mötuneyti fyrir að missa köku á gólfið

http://forum.bodybuilding.com/showthread.php?p=82528203

hér er hægt að skoða myndband sem samnemendur tóku upp á gsm síma

http://abclocal.go.com/kabc/story?section=...&id=5677461

einnig eru þeir duglegir við að "tasera" (viðbjóðsleg rafbyssupynting) allskyns fólk fyrir engar sakir, t.d. dó gömul kona í hjólastól eftir 10x taseringu (hún hlýddi ekki skipunum lögreglu um að standa upp)

Gullvagninn (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 13:06

8 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Hefur ekki sagan sýnt sig að ef að ef einhvers konar óréttlæti/stríð á sér einungis stað innan einhvers lands þá skiptum við okkur ekki af því. En ef órléttætið eða stríðið dreifist yfir á önnur lönd sem hafa með hagsmuni einhverja ríkja að gera þá sé fyrst eitthvað aðhafast. Sbr. þetta má taka Sovétríkin sem dæmi þar sem Stalín myrti tugi milljónir manna í sínu eigin landi án þess að önnur ríki hafi skipt sér af.

Egill M. Friðriksson, 1.10.2007 kl. 15:27

9 identicon

Þetta eftirfarandi var skrifa 1875 af manni sem var þekktur sem Abdu'l-Bahá. Hér er hann að tala um heimsstjórn líkt og sameinuðu þjóðirnar eru og lýsir ennfremur þeim mekanisma sem til þarf til að halda friðinn, þ.e. einskonar alþjóðalögreglu:

Time and again down the centuries, the German state has subdued the French; over and over, the kingdom of France has governed German land. Is it permissible that in our day 600,000 helpless creatures should be offered up as a sacrifice to such nominal and temporary uses and results? No, by the Lord God! Even a child can see the evil of it. Yet the pursuit of passion and desire will wrap the eyes in a thousand veils that rise out of the heart to blind the sight and the insight as well.

Desire and self come in the door

And blot out virtue, bright before,

And a hundred veils will rise

From the heart, to blind the eyes.

True civilization will unfurl its banner in the midmost heart of the world whenever a certain number of its distinguished and high-minded sovereigns -- the shining exemplars of devotion and determination -- shall, for the good and happiness of all mankind, arise, with firm resolve and clear vision, to establish the Cause of Universal Peace. They must make the Cause of Peace the object of general consultation, and seek by every means in their power to establish a Union of the nations of the world. They must conclude a binding treaty and establish a covenant, the provisions of which shall be sound, inviolable and definite. They must proclaim it to all the world and obtain for it the sanction of all the human race. This supreme and noble undertaking -- the real source of the peace and well-being of all the world -- should be regarded as sacred by all that dwell on earth. All the forces of humanity must be mobilized to ensure the stability and permanence of this Most Great Covenant. In this all-embracing Pact the limits and frontiers of each and every nation should be clearly fixed, the  65  principles underlying the relations of governments towards one another definitely laid down, and all international agreements and obligations ascertained. In like manner, the size of the armaments of every government should be strictly limited, for if the preparations for war and the military forces of any nation should be allowed to increase, they will arouse the suspicion of others. The fundamental principle underlying this solemn Pact should be so fixed that if any government later violate any one of its provisions, all the governments on earth should arise to reduce it to utter submission, nay the human race as a whole should resolve, with every power at its disposal, to destroy that government. Should this greatest of all remedies be applied to the sick body of the world, it will assuredly recover from its ills and will remain eternally safe and secure.

    (Abdu'l-Baha, The Secret of Divine Civilization, p. 64)

 

. (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 01:09

10 identicon

Talan 65 er ekki hluti af textanum þetta er bara blaðsíðutal.

. (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 01:17

11 Smámynd: Kári Harðarson

Hann skrifar: 

The fundamental principle underlying this solemn Pact should be so fixed that if any government later violate any one of its provisions, all the governments on earth should arise to reduce it to utter submission, nay the human race as a whole should resolve, with every power at its disposal, to destroy that government.

Þetta er alveg rétt.  Ef sameinuðu þjóðirnar eru ekki sameinaðri en svo að þær leggi á sig að refsa löndum eins og Burma þá vantar mikið upp á að tilgangi þeirra sé náð.

Kári Harðarson, 4.10.2007 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband