Ortir þú þetta?

Davíð Þór Jónsson á að hafa spurt upprennandi skáld:  "Ortir þú þetta?".

Skáldið svaraði :  "Já".

Davíð sagði:  "Jahá! ... hefurðu svolítið verið að -- orta?"

Menn þurfa að kunna íslensku til að misnota hana svona vel.

Það minnir mig á kvæði eftir einn af framvörðum íslenskrar hámenningar:

liggur niður hraun og hjarn
heljarvegur langur
fjarskalega leiðingjarn
er lífsins niðurgangur

Og þá er ég kominn að efninu:  Mér er ljúft að tilkynna að höfundur stökunnar að ofan er farinn að blogga hér á Moggablogginu.

Bloggið mitt heitir reyndar í höfuðið á ljóðabók eftir hann. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brissó B. Johannsson

En skemmtileg færsla, og Stormsker, æði!!

Brissó B. Johannsson, 23.10.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband