Surtr fer sunnan

Hollywood hefur hannað mörg eftirminnileg skrýmsli.  Skrýmslið á myndinni er þó "alvöru" og sennilega banvænna en skrýmslin í bíómyndunum áttu að vera, því þetta er orrustuflugmaður:

 Predato-Planes-2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann er með glóandi glyrnur og horn eins og ári úr djöflabókum miðalda.  Glóðin í augunum er endurkastið frá myndavélum í hjálminum.

Sniðugt hvað raunveruleikinn minnir stundum á gamlar sögusagnir.  Maður vonar bara að þetta sé alger tilviljun en ekki vísun í opinberunarbók Jóhannesar...

 

Heimild: Daily Mail 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...úúú......

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2007 kl. 09:17

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hvar í ósköpunum grefur þú upp svona myndir? Ég mun ekki festa svefn næsta nótt!

Úrsúla Jünemann, 16.11.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Kári Harðarson

Ég gleymdi að geta heimildar, Úrsúla, nú ég er búinn að bæta henni neðst.

Kári Harðarson, 16.11.2007 kl. 13:04

4 Smámynd: Þór Sigurðsson

Þó svo að Däniken hafi alveg óneitanlega skemmtilegar pælingar í bókum sínum, þá hefur hann farið leiðir til að "sanna" mál sitt sem eru ekki nokkrum vísindamanni sæmandi. Það kastar því miður rýrð og vafa á öll hans störf.

Hann má nefnilega eiga það að hann sýnir aðra hlið á peningnum en klerkastéttinni þykir sæmandi, og það eitt myndi ég segja að hefði verið honum til framdráttar, hvort sem svo nokkuð er til í því sem hann segir eða ekki

Þór Sigurðsson, 16.11.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband