Verkfræði dauðans

Bang!
James_Bond_kleinman_gunbarrel

 

 

 

 

 

Ég skildi aldrei þessa mynd þegar ég fór í bíó að sjá James Bond.  Ég hélt  alltaf að þarna væri hann að skjóta vesalings ljósmyndara, og að þetta ætti að vera mynd tekin í gegnum ljósmyndalinsu.

stfAperture2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eiga víst að vera riflurnar innan í byssuhlaupi. Orðið riffill er tilkomið út af þessum riflum eða rennum innan í hlaupinu, sbr. riflaðar flauelsbuxur.  Raunverulegt riffilhlaup lítur svona út (skítugt af notkun):

110

 

 

 

 

 

 

 

Tilgangurinn með rákunum er að koma riffilkúlunni á snúning á leiðinni út úr hlaupinu.

Áður en riffillinn var fundinn upp var byssuhlaup bara venjulegt rör.  Það var allur gangur á því hvernig kúlan snerist þegar hún kom út úr hlaupinu og skotin geiguðu, rétt eins og sá sem sparkar bolta getur sparkað snúningsbolta fram hjá markmanni.

Herforingjar lögðu vandamálið fyrir verkfræðinga sem fundu upp á að setja riflurnar í byssuhlaupin.  Kúlan snýst alltaf eins, og hittir á sama stað ef skyttan kann að miða.

 

Æ!
Byssukúlurnar sem eru notaðar í stríði í dag eru hafðar nógu stórar til að særa óvininn en ekki nógu stórar til að drepa hann örugglega.    Í fyrsta lagi þyrfti þá stærri byssukúlur og það þýðir meiri þunga fyrir hermenn að bera í byssubeltum á vígvellinum.   Í öðru lagi er betra að særa óvininn, því þá þurfa félagar hans að hjúkra honum og bera.  Ef maðurinn deyr er hann skilinn eftir og það þýðir minni vinnu fyrir herdeildina.

Menn hafa farið í stríð með litlar, eitraðar byssukúlur en þær voru ekki vinsælar - sennilega útaf ofangreindu.  Sumum fannst þær líka ómekklegar enda eru þær víst bannaðar.

 

Púff!
Púðrið sem var notað í fyrstu byssurnar var óbreytt uppskrift frá Kínverjum, samsett úr kolum, saltpétri og brennisteini.  Í stórum orrustum varð ólíft á vígvöllunum vegna púðurreyks því menn sáu hvorki vini né óvini í reykjarmekkinum.
_42868571_cullodenagainthree

 

 

 

 

 

 

 

Napóleon bað verkfræðinga að leysa þetta vandamál og útkoman var reyklaust púður.
NapoleonBike

 

 

 

 

 

 

 

 

Nútíma byssuskot innihalda því ekki gamla púðrið heldur svokallað "Kordít" sem er skyldara dínamíti en gamla byssupúðrinu.

 

Hviss!
Hins vegar halda flugeldaframleiðendur áfram að nota kínverska byssupúðrið í flugelda. Þess vegna sjá íslendingar ekki handa sinna skil á gamlárskvöld frekar en hermenn Napóleons.

Ef við verðum öllu skotglaðari þurfum við að fara að sérpanta reyklaust púður í þá flugelda sem eru fluttir inn til landsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Eru ekki notaðir alls kyns þungmálmar í framleiðslu flugeldapúðurs, til að fá fram litadýrðina? Hefur einhver rannsakað hversu mikil mengun stafar af flugeldum gamlárskvölds á Íslandi?

Hefur einhver athugað hversu mikið af blýi íslendingar dæla út í lífríkið á hverju ári í formi byssuhagla? Mér hefur skilist að það skipti tugum eða hundruðum tonna.  Mun þetta ekki að lokum eitra alla náttúru þessa lands?

Elías Halldór Ágústsson, 22.11.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: Einar Indriðason

Kári, við þurfum að panta reyklaust púður núna fyrir þessi áramót.  Síðustu áramót voru eins og í mjög slæmri þoku, og mengun fór yfir hættumörk rétt um áramótin.

Elías, við erum það miklir umhverfissóðar í dag, að þessi tonn af byssuhöglum skipta ekki öllu þar um, (og það má skilja orðið "við" hvort heldur sem er, sem Íslendingar, eða jarðarbúar allir).  Stundum langar mig til að einfaldlega ýta á RESET takkann á jörðinni, og leyfa mannkyninu að þróast aftur upp frá einfrumungum. 

Einar Indriðason, 22.11.2007 kl. 12:03

3 identicon

Ruslpóstvörn: Hver er summan af fjórum og sjö?…

óþolandi að þurfa alltaf að fara í stærðfræðipróf ef maður ætlar að gefa komment. Eins gott að ég er í MBA námi og orðinn alveg rosalega klár á Exelinn. Mátti til með að koma að hugmynd minni um að reyna að koma að heimsboycotti á alla þá sem koma að vopnaframleiðslu í heminum og selja vörur til hernaðar. Mér skilst að nokkur fyrirtæki sem starfa á Íslandi framleiði vopn. You may say I'm a dreamer, but I'm not the only one… Big

Birgir Jóakimsson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 14:01

4 Smámynd: Kári Harðarson

Birgir þó!  Það liggur við að ég eyði færslunni þinni.  Ef herirnir væru ekki að borga ekki fyrir tækniþróun, hver myndi þá gera það, og hvað yrði þá um okkur nerdana?

Ég vil ekki kyssa hendina sem skýtur mig.   Ég meina bíta hendina sem fæðir mig...

Kári Harðarson, 22.11.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband