Jolie hvað?

Þarna á að vera kominn listinn yfir kynþokkafyllstu leikkonur allra tíma um allan heim.  Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. 

Það er skrýtið hvernig leikkonur eins og Sophia Lauren, Catherine Deneuve, Marylin Monroe, Jane Mansfield, Grace Kelly, Hedy Lamarr og Audrey Hepburn komast ekki einu sinni ofarlega á þennan lista.

Mig grunar að þeir sem settu þennan lista saman séu fastir á einum stað í tíma og rúmi, með öðrum orðum "heimskir".

hedyFull

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í óspurðum fréttum þá var það Hedy Lamarr á myndinni hér að ofan sem fann upp "Spread Spectrum" radíósenditæknina í seinni heimsstyrjöld og er því óbeint kveikjan að því að þráðlaus net og gemsar virka eins vel og þau gera.

 

PS:  Greta Garbo, Lana Turner, Judy Garland, Ingrid Bergman, Katharine Hepburn, ég get haldið áfram...

 


mbl.is Jolie kynþokkafyllst enn og aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk fyrir þessar hagnýtu upplýsingar. Undirstrika þá vissu mína , að „hefðbundnir“ fjölmiðlar eru á undanhaldi, einfaldlega vegna slakrar fréttamennsku og yfirborðsþynningar, sbr. þessa frétt á mbl.is...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.12.2007 kl. 10:53

2 Smámynd: Kolgrima

Ég næ ekki alveg þessu með speed spectrumið og píanóstrengina - hvað var það sem Hedi Lamarr gerði?

Svo vanta Gretu Garbo á listann! 

Kolgrima, 10.12.2007 kl. 12:11

3 Smámynd: Kári Harðarson

Vandamálið sem Lamarr vildi leysa var hleranir á samskiptum bandamanna.  Hún sagði sem svo að ef skipt væri um útsendingartíðni ótt og títt eftir fyrirfram ákveðnu mynstri, þá yrði ómögulegt fyrir Þjóðverja að hlera útsendingarnar.  Hún lagði til að "lykillinn" yrði pappírsrúlla með götum sem tilgreindi á hvaða tíðni ætti að senda út og hversu lengi áður en skipt yrði um tíðni næst.

Herinn notfærði sér hugmyndina til að dulkóða samskipti en svo kom í ljós að hún hafði fleiri góða kosti.  Ef sterk útsending truflaði samskiptin á einhverri ákveðinni tíðni kom það ekki mikið að sök því sekúndubroti seinna var byrjað að nota nýja tíðni hvort eð var.

Þess vegna nota gemsar og þráðlaus net þessa sömu hugmynd í dag,  fyrst og fremst vegna minni truflanahættu.  Tölvur í tækjunum sjá um að skipta um tíðnina oft á hverri sekúndu enda er enginn pappírsstrimill með götum sjáanlegur. 

Kári Harðarson, 10.12.2007 kl. 12:18

4 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Svona vinsældarkosningar snúast alltaf um þær sem eru í núinu.  Sjáðu lista yfir 500 bestu lög allra tíma hjá Rolling Stones.  Það er ekki eitt klassískt verk á þeim lista.  Og ég verð að segja að Tunglsskinssónatan er nokkuð flottari verk en Brown Sugar með Rolling Stones.  En það er svo náttúrulega mín skoðun.

Hvað varðar fegurð fljóða þá er snótin Lamarr alveg einstaklega falleg, og ekki skemmir nú fyrir hversu gáfuð hún er.  Fegurð og snilli fara einstaklega vel saman.

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 10.12.2007 kl. 12:24

5 Smámynd: Kolgrima

Takk!

Kolgrima, 10.12.2007 kl. 12:26

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hilmar segir það sem ég vildi sagt hafa. Það eru unglingarnir í núinu sem stjórna svona kosningum. Kannski Kári ætti að standa fyrir kosningu meðal þeirra eldri og sjá hvað kæmi út úr því. Annars er Jens Guð mjög duglegur í svona kosningavafstri.

Haukur Nikulásson, 10.12.2007 kl. 16:33

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svo breytist nú smekkur og álit á kynþokka. Það sem þótti kynþokkafullt um miðja síðustu öld gæti fólki á öllum aldri þótt hálfhallærislegt núna. Mennirnir breytast og viðmiðin með.

Þegar Jens Guð gerir sínar skoðanakannanir hefur hann gjarnan þröngan ramma og forðast að blanda saman stílum og tímabilum. Það væri upplagt að gera í svona tilfellum líka og leyfa okkur konunum að vera með. Það eru nefnilega líka til kynþokkafullir karlar - og hafa alltaf verið... 

En ekki vissi ég þetta um Lamarr og radíósenditæknina. Merkilegur fróðleiksmoli.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.12.2007 kl. 16:38

8 Smámynd: Kári Harðarson

Alveg sammála, mismunandi tímar, mismunandi smekkur.

Hins vegar sagði ekki ómerkilegri blaðamaður en frá sjálfu Morgunblaðinu, að þetta væri listi yfir kynþokkafyllstu leikara sem hafa lifað.

Ég er fyrst og fremst hneykslaður á lélegri fréttamennsku.  Mér þykir Angelina Jolie bráðfalleg.

Getum við ætlast til þess að Morgunblaðið taki léttleikann líka föstum tökum?    Það er alltaf hægt að vanda sig.

Kári Harðarson, 10.12.2007 kl. 19:14

9 Smámynd: Þór Sigurðsson

Hvað með Nastassja Aglaia Nakszynski (varst búinn að telja upp mömmu hennar :) ), Audrey Hepburn, flest allar konur sem léku með/á móti Laurel & Hardy, Harold Lloyd, Chaplin.........



Ég held að lélega fréttamenskan felist fyrst og fremst í því að ætla setja einhvern "allra tíma" stimpil á einhverja leikkonu. Hvað með einhverja gullfallega, en fram að þessu ó-"uppgötvaða" leikkonu ? Hvað með leikkonuna sem er það fallegasta sem maður hennar hefur séð (óháð því hvað öðrum finnst um hana) ? Og hvers eiga þær sem eru fallegar, en ekki fá titilinn að gjalda ?



Mér finnst lítið til kroppasýninga koma (þótt þar séu oft fögur fljóð), og enn minna til einhverra ómerkilegra stimpla koma. Stimplar eru til þess eins fallnir að skapa úlfúð, öfund og gera lítið úr fólki.

Þór Sigurðsson, 10.12.2007 kl. 19:28

10 Smámynd: Heimir Tómasson

Bara kvitta fyrir komuna...

Heimir Tómasson, 11.12.2007 kl. 17:58

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála, sammála, sammála! Kynþokki einskorðast ekki við seinustu, hvað, 10-20 ár aldarinnar (?). Kynþokkafullar konur hafa verið til á öllum tímum, líka frá 1900 (eða var það 1901?) til ársins 1980-90.

Mig grunaði ekki að Hedy Lamarr hafi verið svona vel menntuð kona. Mjög fróðlegt.  

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband