Framtíð heimilistölvunnar

Marta Helgadóttir benti réttilega á í bloggi sínu að gamla "desktop" heimilistölvan væri að verða úrelt því kjölturakkarnir ("laptop") hafa tekið við hlutverkinu að mörgu leyti. 

Ég hef verið að hugsa um þetta upp á síðkastið.  Ég vil benda á að heimilistölvan hefur ennþá hlutverk þótt hún eigi ekki skrifborðspláss skilið lengur.

Það er ekki forsvaranlegt að geyma ljósmyndir fjölskyldunnar á kjölturakka því þeir detta í gólfið, þeir týnast og þeim er stolið.  Svo þarf einhver tölva að vera tengd við prentara og skanna, tæki sem maður vill ekki tjóðra kjölturakkana niður með.

Það er líka dýrt að fá risastóra harða diska í kjölturakka. 1000 Gigabyte eru ekki fráleit diskastærð fyrir vél sem á að geyma alla tónlist, ljósmyndir og videosafn fjölskyldunnar.  Að síðustu þarf að vera skipulögð afritataka því fólk sem missir mörg ár af ljósmyndum er mjög óhamingjusamt.

Framtíð "desktop" tölvunnar á heimilinu er að vera "File Server" eins og fyrirtæki hafa haft í bakherbergjunum lengi.  Tölvan þarf ekki skrifborð heldur getur hún staðið inni í eldtraustri og þjófaheldri geymslu.

Heima hjá okkur er millibilsástand eins og hjá fleirum:

Í stofunni er XBOX 360 leikjatölva sem  getur sýnt bíómyndir, ljósmyndir og spilað tónlistina sem er á gömlu heimilistölvunni, en hún stendur ennþá inná skrifstofunni þótt við setjumst sjaldan við hana núorðið.  XBOX tölvan er tengd við netið sem liggur um allt heimilið.   Hún er í raun mjög ódýr PC tölva með engu lyklaborði og úttaki fyrir venjulegt sjónvarp.

Við hjónin erum með sinnhvorn kjölturakkann sem tengist stóru tölvunni þráðlaust og allir geta notið myndanna og tónlistarinnar sem þar er.  Sonurinn er með gamla desktop tölvu inni hjá sér.  Samtals eru fimm tölvur fyrir þrjár manneskjur ef XBOX vélin er talin með.

Sonurinn vill Macintosh kjölturakka og þarmeð fer ein desktop vél á haugana.  Gömlu heimilistölvunni verður fljótlega skipt út fyrir hljóðláta nýja vél með engum skermi en stórum diski og sjálfvirkri afritatöku.  Hún þarf ekki dýrt grafíkkort en það er oft dýrasti hlutinn í nýrri "desktop" vél.  50 þúsund krónur ættu að vera eðlilegt verð fyrir svona "File Server".

"Windows Home Server" er stýrikerfi sem er ætlað sérstaklega fyrir svona "skermlausa" file server vélar.  Með fylgir hugbúnaður til að afrita sjálfkrafa kjölturakkana yfir á stóru vélina þegar þeir standa ónotaðir.  Vafalaust má keyra Linux á svona vél fyrir þá sem eru ævintýragjarnir.

Það má setja sjónvarpsupptökukort í stóru tölvuna til að taka upp úr sjónvarpi og leggja þar með gamla videotækið í stofunni niður.  Sjónvarps loftnetið þarf þá að liggja inn í geymsluna þar sem tölvan stendur.   Eftir það má nota XBOX tölvu tengda við stofusjónvarpið eða bara kjölturakka til að horfa á upptökurnar.

Ég sé fyrir mér að myndlykill frá símanum eða 365 muni fá minna hlutverk eftir því sem tímar líða og fólk venst því að sækja bíómyndir og fréttaþætti yfir netið.


steampunkcasemod222 





























Framtíðartölva úr fortíðinni ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Framtíðin eru heimilis "serverar", eins og til dæmis þessi og fleiri frá Synologi. Á svona serverum er hægt að geyma t.d. myndir, tónlist og skjöl og nálgast frá öllum tölvum heimilisins. Einnig eru USB tengi og hægt að tengja prentarann við, og þar með prenta frá öllum tölvum heimilisins. Þetta tæki er aðeins stærra en sjálfur harðdiskurinn, þannig að það fer ekki mikið fyrir því.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Kári Harðarson

Það er dýrt að vera fátækur. 

Þetta box talar um USB prentara og sjálfvirk BitTorrent download.  Eftir nokkur ár verða þessir möguleikar úreltir.

Það er einmitt hæfileiki PC tölvunnar til að endurnýja sig sem lætur mig vilja kaupa alvöru PC tölvu inn í geymsluna en ekki svona box.  Hvað ef þú vilt keyra öflugri eða fleiri harða diska eða setja af stað sjálfvirka afritatöku niður í bæ, eða tengja eftirlitsmyndavélar sem geyma upptöku síðustu viku á server?  Þá dugar ekkert nema alvöru PC vél.

Af sömu ástæðu vil ég ekki kaupa "Twix" box inn í stofuna því næsta útgáfa af DivX bíómyndum verður ekki spilanleg á boxinu þegar framleiðandinn er farinn á hausinn eða hefur fengið leið á að þjónusta boxið.

Kári Harðarson, 19.1.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þið verðið að kíkja á þessa snilld, "Mamma, hvers vegna er netþjónn á heimilinu?"

Elías Halldór Ágústsson, 19.1.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: Kári Harðarson

Ég er ennþá að flissa eins og fífl.  Þessi barnabók er gimsteinn!

Einhver þyrfti að skrifa nokkrar svona bækur fyrir íslensk börn: 

  • Hvers vegna er gott að skulda peninga?
  • Af hverju vinna mamma og pabbi svona mikið?
  • Hver á bílinn okkar?

  Kári

Kári Harðarson, 19.1.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég fylgdi bara athugasemdinni frá Mörtu Smörtu, næ ekki enn að greina vandamálið samt.

Gaman samt að sjá þig próma geitarkerfi,.

Steingrímur Helgason, 20.1.2008 kl. 01:14

6 Smámynd: gudni.is

Góð grein hjá þér Kári.

Ég er sjálfur með eitt svona PC-desktop-"geimskip" á heimilinu sem er bara orðinn file-server að mestu leiti með 8x 300 GB diskum. Svo nota ég kjölturakka og aðra PC vél til að vinna á svona daglega. Svo tekur 500 GB flakkari sjálfvirkt öryggisafrit af ljósmyndum og mikilvægum gögnum einu sinni í viku. Ég vinn rosalega mikið með ljósmyndir og legg mjög mikið upp úr að eiga alltaf afrit ef eitthvað kemur uppá.
Mér finnst margt fólk vera gífurlega kærulaust þegar kemur að geymslu fjölskyldumynda. Fólk geymir allt inná einni og sömu jafnvel slappri heimilistölvu eða kjölturakka sem getur klikkað hvenær sem er. Það er ekkert smá mál að tapa jafnvel einhverjum árum af fjölskyldumyndum á einu bretti!

Yndisleg þessi barnabók um home-serverinn...

Kv, Guðni

gudni.is, 20.1.2008 kl. 07:44

7 identicon

Flott grein, að vanda, Kári. Ætli ég verði ekki að nota tækifærið og auglýsa eigin færslu. Svipuð pæling og þó.

Hvað afritun ljósmynda varðar, þá held ég að þær ætti maður að geyma á internetinu - á server sem er afritaður og afritið vistað á netþjónabúi. Slík lausn þarf ekki að kosta meira en 300 kr. á mánuði/300gb (Bluehost) að ekki sé talað um ipernity eða flickr.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 09:49

8 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Alltaf verður maður einhvers vísari þegar maður kemur hérna inn.

María Kristjánsdóttir, 20.1.2008 kl. 10:29

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Carlos: Það er skynsamlegt að geyma ljósmyndir á Internetinu. Sjálfur nota ég Picasa2 og kaupi pláss hjá Google fyrir myndirnar mínar. Þá er maður með þær fyrir utan heimilið og þar með möguleiki á að ná í þær ef allt fer á versta veg.

Elías: þetta var skemmtileg lesning

Kári: Ef þú þarft eftirlitskerfi þá mæli ég ekki með PC-tölvunni. Þær eru ekki nógu áreiðanlegar/stöðugar til verksins. Betra að nota sérstakt kerfi, en þar koma orð þín "Það er dýrt að vera fátækur" sennilega sterk inn. Þar fyrir utan vil ég nefna að það er hægt að setja upp sjálfvirka afritatöku inn á servera, því serverar eru bara einhverskonar tölvur þegar öllu er á botninn hvolft. 

"Eftir nokkur ár verða þessir möguleikar úreltir" Þetta gerir þetta bara meira spennandi, vegna þess að það gerir það skemmtilegra að vera tækjafrík, maður fær gott "tækifæri" til að skipta út á nokkura ára fresti.

Takk fyrir skemmtilegan pistil.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.1.2008 kl. 11:45

10 Smámynd: Einar Indriðason

Svatli: þú meinar "PC vél með windows"? 

Einar Indriðason, 20.1.2008 kl. 14:19

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Einar: Það er rétt að það er það lítill áreiðanleiki í PC-tölvu með Windows til þess arna. En sérfræðingar vilja meina að það sé best að nota eftirlitskerfi sem er að mestum hluta ótengt öðrum kerfum. Þetta er m.a. vegna hættu á, vírusum og hættunni á því að óprútnir aðilar geti loggað sig inn á netið þitt. Svo er það spurningin til hvaða formáls þú ætlar að nota eftirlitskerfið. Það er því alls ekki loku fyrir það skotið að hægt sé að nota PC-tölvuna á þann hátt sem Kári lýsir og viðhalda góðu öryggi. En svona hluti verður að sjálfsögðu að skoða á skynsamlegan hátt.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.1.2008 kl. 15:47

12 identicon

Apple var að kynna 1TB netdisk/router fyrir Mac og PC.

Ingvar (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 17:00

13 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Það er ein ástæða fyrir því að ég kann oftast betur við gamaldags borðtölvu en kjölturakkana: þær hafa yfirleitt nothæf lyklaborð. Sjálfur er ég búinn að panta Das Keyboard í afmælisgjöf, þó finnst mér vanta í þau þessa íhvolfu hönnun sem er á upprunalegu IBM PS/2 borðunum og má líka finna á nokkrum borðum sem stældu þau, t.d. Keytronics.

Elías Halldór Ágústsson, 20.1.2008 kl. 18:05

14 Smámynd: Einar Indriðason

Elías... það er til fyrirtæki úti, sem er komið með hönnun og teikningar byggt á M módelinu frá IBM, *clickety click*.  En hvað það heitir, er alveg stolið úr mér.

Eitt er víst, þú færð EKKI mín clickety click lyklaborð!

Einar Indriðason, 20.1.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband