Undir þrýstingi

Þegar við bjuggum í Bandaríkjunum eignuðumst við okkar fyrsta hraðsuðupott. Mig grunar að hraðsuðupottar séu sjaldgæfir á íslenskum heimilum og vil því kynna þá aðeins.

Þetta eru venjulegir pottar nema brúnin á pottinum læsist við pottlokið og er með gúmmíkanti. Sérstakur ventill ofan á lokinu kemur í veg fyrir að gufa sleppi út við suðu fyrr en þrýstingurinn er orðinn 15 PSI en það er álíka og í stóru jeppadekki.

15 PSI er ekki mikill þrýstingur, en munar samt því að vatnið sýður ekkki við 100 gráður eins og venjulega, heldur 125 gráður. Fyrir vikið má stytta suðutíma á mat um 70%.

Brún hrísgrjón sem venjulega taka 40 mínútur taka 12 mínútur. Bolognaise spaghettisósa sem hefur gott af því að sjóða í marga klukkutíma verður frábær á kortéri. Mér skilst að vítamín haldist betur í matnum vegna styttri suðutíma en það er ekki ástæðan fyrir því að ég kann að meta hann, heldur er það tímasparnaðurinn.

800px-Pressure_cooker

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir pottar voru fundnir upp í Frakklandi 1679 og voru notaðir til að sjóða niður mat fyrir heri Napóleons. Krukkurnar sem eru seldar undir jólasíldina eru með gúmmíkanti og hespuloki og voru upphaflega hannaðar fyrir niðursuðu. Ég hef ekki prófað að sjóða niður mat enda er ég með frysti, en möguleikinn er til staðar.

glassjars

 

 

 

 

 

 

Ég veit að pottarnir höfðu óorð á sér fyrir að springa fyrir mörgum árum. Nútíma hraðsuðupottar eru mjög öruggir enda eru þeir með öryggisloka og lás sem kemur í veg fyrir að þeir séu opnaðir undir þrýstingi. Það er því ástæðulaust að óttast þá.

Hraðsuðupottur er eitt af því sem ég myndi ekki vilja vera án í eldhúsinu. Við erum nú komin með okkar þriðja. Sá fyrsti var úr áli og við vildum stál. Hann var svo ónothæfur þegar við fengum spanhelluborði svo við keyptum nýjan þegar við fórum til Spánar síðast.  Hann kostaði 40 evrur eða 4 þúsund krónur.

Ég hef séð að þeir fást til sölu hjá Einari Farestveit.

 

PS: Ef einhver vill kaupa gamla stálpottinn má hann senda mér línu á karih@ru.is.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mamma átti svona pott fyrir svona 30-35 árum og notaði hann bara töluvert. Hann var með krana ofan á miðju loki og einhvers konar griptöngum þaðan í sitthvora áttina sem síðan sáu um þrýstinginn. Svo minnir mig að hægt hafi verið að stilla þrýstinginn. Ég veit ekkert hvað varð af pottinum, en þetta er góð græja.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mig er að dreyma... ég smellti á slóðina hjá Farestveit, sá pottinn og verðið sem var 14 þúsund + - nálægt 15 þúsund. Lokaði glugganum. Opnaði svo aftur og þá kostaði potturinn 12.900!

Best að halda þessu áfram í von um að verðið lækki í hvert sinn og stökkva svo á hann þegar hann er kominn í þúsundkall.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Kári Harðarson

Ég sá ódýrari pott á vefnum hjá Farestveit og vildi tengja á hann frekar.

Kári Harðarson, 3.2.2008 kl. 21:27

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið er ég fegin! Ég er þá ekki að verða vitlaus eins og ég hélt. En það þýðir þá að ég fæ hann ekki niður í þúsundkall... sem er verra.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 21:31

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Votta pottgæðin, á einn slíkann sjálfur úr ameríkunni, snilldarverkfæri.

Steingrímur Helgason, 3.2.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en það er svo asskoti gott að geta hangið yfir eldamennskunni og beðið eftir suðunni, hafi maður ekkert annað að gera

Brjánn Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 23:28

7 identicon

Saltkjöt og baunir eða kjötsúpa á klukkustund eða svo!

Eitt sem má gera við glerkrukkurnar er að sjóða niður ávexti - eða leggja þær í áfengi (með sykri). Það er alger losti með búðingum eða ís. 

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 07:03

8 identicon

Leggja þá (ávextina - ekki krukkurnar) nota bene.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 07:04

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Á mínu heimili var svona pottur, eldri miklu, enda var einungis lóð ofaná stútnum, sem lyftist við´´akveðinn þrýsting, þá var náð ,,ríkisþrýstingnum, sem potturinn var gerður til.  Karteflur tóku afar stuttan tíma í suðu og svo var auðvitað um annað sem í hann fór.

 Pottur þessi var úr jánsteypu (pott) og því nokkuð þungur en það kvað frekar vera kostur en hitt á´rafhellum.

Miðbæjaríhaldið.

Bjarni Kjartansson, 4.2.2008 kl. 13:20

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég átti svona pott þegar ég bjó í Tanzaníu, var ráðlagt að kaupa hann og hafa hann með mér, áður en lagt var í hann. Hann kom að góðum notum við að sjóða ólseigt beljukjötið sem var eina fáanlega kjötið á markaðnum í Tabora. Í pottinum góða tók aðeins hálftíma að sjóða kjöt sem annars hefði tekið marga klukkutíma að sjóða. Þess ber að geta að í byggðum landsins er ekkert til sem heitir lærður slátrari, sem hlutar sundur kýrskrokka eftir kúnstarinnar reglum. Það þýðir ekkert að biðja um valin stykki af skepnunni, heldur verður að nægja að hirða þann part sem manni býðst þegar búið er að ráðast að skrokknum af handahófi með stórri sveðju. Þar sem ég er "on the vegetarian side" sá eiginmaðurinn fyrrverandi alfarið um innkaup á kjöti, ég hætti mér ekki inn á þann flugnaumsvermaða hluta markaðarins.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.2.2008 kl. 13:27

11 Smámynd: Kári Harðarson

Mér skilst þessir pottar hafi orðið mjög eftirsóttir á eftirstríðsárunum þegar eldsneyti var af skornum skammti.

Ýmsir framleiðendur fóru þá að fúska við að koma svona pottum á markað og ófáir illa gerðir pottar sprungu.  Þetta varð til þess að þeir fengu óorð á sig.

Kári Harðarson, 4.2.2008 kl. 14:11

12 identicon

Þessi pottur er hinn mesti þarfagripur. Við eigum tvo slíka.

Konan mín keypti þá á Spáni og er frábært að matreiða paellu með þessari græju.

Fyrir 12.000 kall er örugglega hægt að kaupa 2-3 slíka potta á Spáni. 

Ormurinn (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 15:17

13 identicon

Ég hef verið að velta fyrir mér hægsuðupotti, þeir eiga víst að geyma öll næringarefni betur en venjulegir pottar.  Þekki einn sem fékk sér svoleiðis pott og hann setur í hann á morgnana og stillir hann og þegar hann kemur heim á kvöldin þá er allt tilbúið. 

Maddý (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband