Tollurinn

Tollurinn er miđaldafyrirbćri.

Ţar sitja fullorđnir menn á launum viđ ađ ákveđa hvort tangerínur séu í sama flokki og mandarínur og hvort klementínur megi líka vera međ.

Ţegar ég bjó erlendis notađi ég internetiđ iđulega til ađ panta vörur. 

Sendingarkostnađur var 15$ og tollar og vörugjöld engin.  Ef mér líkađi ekki varan gat ég skilađ henni fyrir eitthvađ lágt "restocking fee".  Samt pantađi ég iđulega vörur frá öđrum fylkjum sem voru lengra frá mér en Ísland er frá Evrópu.

Ég ţori ekki ađ panta vörur frá Íslandi ţví ég upplifi tollinn sem eitt stórt lotterí.  Í hvađa afgreiđslumanni skyldi bókin / skórnir / varahluturinn lenda og hvađa verđ enda ég međ?

Ef tolla og vörugjaldakerfi yrđi einfaldađ myndu störf viđ tilgangslausa iđju sparast og neytendur fćru ađ ţora ađ panta beint.  Ţađ vćri hugsanlega ţađ ađhald sem heildsalar og smásalar ţurfa.  Eins og stađan er í dag eru ţeir eins og innvígđir ćđstu prestar sem kunna ađ lesa tollskrána og hafa kunnáttu til ađ eiga viđ tollinn.

Ég hef haft ţessa skođun í mörg ár en festi hana fyrst á blađ núna.  Kannski er ţađ vegna ţess ađ ég hef á tilfinningunni ađ Ísland sé loksins ađ losna úr viđjum framsóknar ísaldar og ţví ţá ekki ađ kíkja á öll málin sem hafa setiđ í maganum á manni í gegnum árin.

Ríkiđ flćkist svo oft fyrir í stađinn fyrir ađ hjálpa til.  Af hverju er innflutningur á nýsjálensku lambakjöti nćstum ţví bannađur en innflutningur á pólsku mannakjöti leyfđur?  Ég hef ekkert á móti erlendum verkamönnum en eigum viđ ekki ađ fara ađ ákveđa okkur hvort hér sé opiđ land eđa lokađ?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband