Ég fann Trek hjól í Vesturbænum...

Ég fann stórt silfurlitað Trek reiðhjól hjá Hótel Sögu föstudagskvöldið 16.maí.  Þetta er dýrt og fínt hjól, með dempara að framan, vökva- bremsum, dáldið mikið rispað.  Hringdu í síma 862 9108 ef þú kannast við gripinn.

Ég hringdi í lögregluna en skiptiborðið fyrir tapað fundið er lokað um helgar.  Svo setti ég upp tilkynningu í Melabúðina, og ég kom við á bensínstöð á Melunum en þar sagði afgreiðslumaðurinn að einhver hefði komið og spurt eftir fínu Trek hjóli.  Hann hafði ekki skilið eftir nafnið sitt svo ekki gat ég hringt í hann.

Síðast hringdi ég í Örninn sem selur Trek og sagði þeim stellnúmerið -- sem er grafið í reiðhjól undir fótsveifaröxlinum -- það var ekki á skrá.

Ég hef lært af þessari uppákomu að ef ég vil að fólk skili mér eigum mínum er ágætt að merkja þær.  Ég tók mig til og merkti hjólið mitt með nafni og símanúmeri.  Ég legg til að aðrir hjólakappar geri slíkt hið sama.

Ég hef hringt áður í lögregluna þegar svona lagað kom upp á, spurt hvort einhver saknaði hjóls með ákveðnu stellnúmeri.  "Við skráum ekki stellnúmer, komdu bara með hjólið og við setjum það í geymsluna".  Ég spurði af hverju stellnúmer á óskilahjólum væru ekki skráð.  Það stóð ekki á svari: "Þau eru svo mörg".

Lögreglan getur því ekki hringt í eigendur ef hjólin þeirra komast í leitirnar, menn verða að mæta reglulega og róta í gegnum hundrað hjól í kös.  Ég skil ekki af hverju lögreglan reynir ekki að koma hjólum til eigenda sinna.  Í bænum mínum í Bandaríkjunum afhenti lögreglan sérstök skilti með númeri sem hægt var að setja á hjólin, eins og bílnúmer.   Sennilegasta skýringin er að lögreglan selur hjólin á uppboði á endanum svo hún tapar á því að vinna vinnuna samviskusamlega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það væri ekki flókið að skrá nafn kaupanda og þannig væri hægt að fletta upp eiganda hjólsins, þegar löggan fær þau til sín. En annars græðir löggan á uppboðunum og ekki hennar hagur að skila hjólunum. Spurning hvort það sé skilgreint hlutverk lögreglunnar, að græða frekar en skila.

Brjánn Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég minnist þess að þegar ég var með hjól í noregi þá var spurt frá heimilistryggingunni hvort að ég ætti hjól og ég var beðin um að skrá stellnúmerinn eins og þú bendir á Kári.. síðn gerðist það að hjólinu frá syni mínum var stolið og þá var það fyrsta sem lögreglan spurði um hvað væri stellnúmerið.. 2 dögum síðar fékk ég hjólið aftur....

Óskar Þorkelsson, 18.5.2008 kl. 10:40

3 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Bíddu, eru stellnúmerin ekki jafnmörg hjólunum ? 

Já en það er líklega einfaldara að byggja stórar skemmur til að geyma hjólin í heldur en hafa eina skrá í tölvunni sem geymir stellnúmerin. Á svo finnandinn að hafa farartæki til að flytja hjólin á löggustöðina eða er löggan svona vel mönnuð að hafa tíma til að ná í óskilahluti út um allan bæ?

PS. Það þarf ekki að gera hjálpsemi og heiðarleika að vandamáli!

Hansína Hafsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 10:50

4 identicon

Góð ábending með stellnúmer og merkningar hjóla. Ótrúlegt athugunarleysi hjá löggunni.

Held þó að það sé bundið í lög að uppboðspeningar og sektir renni beint í ríkissjóð en ekki til löggunnar til að tryggja að lögreglan lendi ekki í þeirri óþægilegu aðstöðu að vera sökuð um hlutdrægni og sektagleði.

Skúli (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Bíddu ... græðir lögreglan á uppboðunum?  Það er hneyksli! Ávísun á spillingu.

Ágóði uppboðanna ætti auðvitað að ganga til Saving Iceland. Þá færi fólk að fá hjólin sín aftur. 

Elías Halldór Ágústsson, 18.5.2008 kl. 13:17

6 Smámynd: Kári Harðarson

Ég veit ekki hvert peningarnir renna.  Kannski fær lögreglan ekkert af þeim.  Hvernig mælir annars lögreglan árangur í starfi?  Fjöldi sekta?  Fjöldi hjóla sem komust aftur til eigenda?  Fjöldi meðlima í kórnum?  Það hlýtur að vera erfitt að setja sér markmið í þannig starfi, ekki er það ársreikingurinn.

Kári Harðarson, 18.5.2008 kl. 15:27

7 identicon

Þegar hjóli mínu var stolið og ég fór til lögreglunnar til að athuga hvort það hefði fundist, kærðu þeir sig ekkert um stell-númerið. Ég þurfti hins vegar að lýsa því, tegund, gerð, lit og einkennum og síðan var flett upp í tölvukerfi og mér sagt að ekkert hjól í óskilum hjá þeim passaði við lýsinguna.  Ég fékk ekki að fara og leita í hjólageymslu Lögreglunnar.

Þegar ég var í námi í Þýskalandi, lenti ég í því einu sinni að þrír lögregluþjónar stoppuðu mig, sem og alla hjólreiðamenn á hjólreiðastíg nokkrum, og báðu um að fá að sjá stellnúmerið.  Síðan kallaði einn lögregluþjónn númerið upp í talstöð og fékk að vita að það væri ekki á skrá yfir stolin hjól.  Lögreglan leitaði sem sagt kerfisbundið að stolnum hjólum.  Ég sé ekki fyrir mér að slík vinna væri á forgangslista Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.   

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 17:13

8 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég keypti mér nýtt reiðhjól í fyrra og það kom mér á óvart að stellnúmerið var ekki skráð á kvittunina. Það væri hægur leikur að gera þetta strax við búðarborðið og safna upplýsingunum þannig.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:28

9 identicon

Hjólinu mínu var stolið í um daginn af stúdentagörðunum. Það er einmitt Trek hjól en er silfurlitað og blátt líka. Mig langaði að athuga hvort að þetta hjól sem þú hefur undir höndum sé nokkuð blátt og silfrað?

Benedikt (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:54

10 identicon

Hér í Noregi er það Falck sem býður upp á þá þjónustu að skrá hjólið. Ef þú ekki ert með hjólið skráð hjá "Falck sykkelregister" færð þú ekkert greitt frá tryggingunum ef hjólinu er stolið. Það kostar 210 NOK fyrir 5 ár að skrá hjólið, gott mál :)

Jóhann

Jóhann Ólafsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:25

11 identicon

Mér finnst líklegasta skýringin á áhugleysi lögreglunnar, að hjól eru flokkuð með leikföngum hér á landi, að því er virðist. Maður sendir ekki eftir lögreglunni ef leikfangi manns sé stolið, nema á þvi standi Range Rover, Landcruiser, Cheyenne eða Hummer.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband