Sjónvarp sl. viku

Ég gerði það að gamni mínu að taka sjónvarpsdagskrá sl. viku og lita íslenskt efni blátt, bandarískt efni rautt og breskt efni grænt.  Annað er svart.

Tilgangur sjónvarpsins er að gera bláa dagskrárefnið.   Grænu, svörtu og rauðu dagskrána getur hvaða stöð sem er sent út, hún þarf ekki einu sinni að vera staðsett á Íslandi.

Ég get ekki séð að sjónvarpið sé að uppfyllta neitt sérstakt menningalegt hlutverk út frá þessari dagskrárlýsingu.  Helstu bláu liðirnir eru fréttir og veður, nokkuð sem Stöð 2 virðist fullfær um að gera líka án nokkurra milljarða í ríkisstyrk.

Varðandi hlutfall útlends efnis þá er listinn hér að neðan er full rauður og grænn fyrir minn smekk og ekki nógu mikið svart í honum.

Ég vil ekki leggja sjónvarpið niður, en ég held þeir séu á villigötum.  Ég get séð þetta ameríska og breska drasl á kaplinum.  Sjónvarpið ætti að einbeita sér að íslensku efni og menningu eða fara af ríkisspenanum.

 

19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
20.00 Skyndiréttir Nigellu Nigella Express (7:13) Í þessari þáttaröð sýnir breska eldhúsgyðjan Nigella Lawson hvernig matreiða má girnilega rétti með hraði og lítilli fyrirhöfn.
20.35 Hvað um Brian? What About Brian? (11:24) Bandarísk þáttaröð um Brian O'Hara og vini hans. Brian er eini einhleypingurinn í hópnum en hann heldur enn í vonina um að hann verði ástfanginn. Meðal leikenda eru Barry Watson, Rosanna Arquette, Matthew Davis, Rick Gomez, Amanda Detmer, Raoul Bova og Sarah Lancaster.
21.15 Svipmyndir af myndlistarmönnum Portraits of Carnegie Art Award 2008: Anna Tuori Í stuttum þáttum er brugðið upp svipmyndum af myndlistarmönnum sem taka þátt í Carnegie Art Award samsýningunni 2008. Sýningin verður sett upp í átta borgum í sjö löndum, þar á meðal á Íslandi.
21.25 Omid fer á kostum The Omid Djalili Show (2:6) Sprengfyndnir breskir gamanþættir með grínaranum Omid Djalili sem er af írönskum ættum.
22.00 Tíufréttir
22.25 Aðþrengdar eiginkonur Desperate Housewives IV Ný syrpa af þessari vinsælu bandarísku þáttaröð um nágrannakonur í úthverfi sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Aðalhlutverk leika Teri Hatcher, Felicity Huffman, Marcia Cross, Eva Longoria og Nicolette Sheridan.
23.10 Lífsháski Lost (74:86) Bandarískur myndaflokkur um hóp fólks sem komst lífs af úr flugslysi og neyddist til að hefja nýtt líf á afskekktri eyju í Suður-Kyrrahafi þar sem ýmsar ógnir leynast. Meðal leikenda eru Naveen Andrews, Emilie de Ravin, Matthew Fox, Jorge Garcia, Maggie Grace, Dominic Monaghan og Josh Holloway. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. e.



19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós

20.00 Í sálarháska H-E Double Hockey Sticks Bandarísk fjölskyldumynd frá 1999. Ungdárinn Griffelkin er sendur upp á yfirborð jarðar til að stela sálinni úr efnilegum íshokkíleikara. Leikstjóri er Randall Miller og meðal leikenda eru Will Friedle, Matthew Lawrence og Gabrielle Union.
21.40 Líkaminn The Body Bandarísk bíómynd frá 2001. Í gröf í Jerúsalem finnst forn beinagrind og af beinunum má draga þá ályktun að dánarorsökin hafi verið krossfesting. Leikstjóri er Jonas McCord og meðal leikenda eru Antonio Banderas, Olivia Williams, Derek Jacobi, Jason Flemyng og Ian McNeice. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.
23.30 Svartstakkar Men in Black Bandarísk bíómynd frá 1997. Tveir menn sem hafa eftirlit með geimverum í New York reyna að bjarga jörðinni þegar gestirnir hóta að sprengja hana í tætlur. Leikstjóri er Barry Sonnenfeld og meðal leikenda eru Tommy Lee Jones, Will Smith, Linda Fiorentino og Vincent D'Onofrio. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e.


19.00 Fréttir
19.35 Veður
19.40 Út og suður George Hollanders og Aðalgeir Egilsson 888 Viðmælendur Gísla Einarssonar að þessu sinni eru George Hollanders leikfangasmiður að Öldu í Eyjafjarðarsveit og Aðalgeir Egilsson safnbóndi á Mánárbakka. Dagskrárgerð: Freyr Arnarson. Textað á síðu 888 í Textavarpi.
20.10 Julie Julie (2:2) Þýsk/frönsk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum. Julie de Maupin er ungri bjargað frá því að verða fórnað við svarta messu. Þegar hún vex úr grasi verður hún afbragð annarra kvenna og heillar hirð Loðvíks 14. með fegurð sinni og sönglist. En af hverju er henni veitt eftirför? Af hverju eru nánustu vinir hennar drepnir og hverjir eru foreldrar hennar? Leikstjóri er Charlotte Brändstorm og meðal leikenda eru Sarah Biasini, Pietro Sermonti, Pierre Arditi, Thure Riefenstein, Jürgen Prochnow, Gottfried John og Marisa Berenson.
21.50 Sunnudagsbíó - United United Norsk bíómynd frá 2006. Kåre og Anna búa í smábæ á vesturströnd Noregs. Þau hafa verið saman síðan í æsku og elska hvort annað en ekki síður fótboltaliðið Manchester United. Leikstjóri er Magnus Martens og meðal leikenda eru Håvard Lilleheie, Berte Rommetveit, Vegar Hoel og Sondre Sørheim.
 

19.00 Fréttir
19.35 Veður
19.40 Sápugerðin Moving Wallpaper (6:12) Leikin bresk gamanþáttaröð um framleiðslu sápuóperunnar Bergmálsstrandar sem sýnd er á eftir þættinum. Meðal leikenda eru Ben Miller, Elizabeth Berrington, Raquel Cassidy, Sarah Hadland, Sinead Keenan, Dave Lamb, James Lance og Lucy Liemann.
20.05 Bergmálsströnd Echo Beach (6:12) Bresk sápuópera um Susan og Daniel, fyrrverandi kærustupar í strandbænum Polnarren á Cornwall-skaga, og flækjurnar í lífi þeirra. Meðal leikenda eru Martine McCutcheon, Ed Speleers, Jason Donovan og Hugo Speer.
20.30 Friðarspillirinn A Room For Romeo Brass Kanadísk bíómynd frá 1999. Tveir tólf ára vinir lenda í hremmingum eftir að einkennilegur náungi vingast við þá. Leikstjóri er Shane Meadows og meðal leikenda eru Martin Arrowsmith, Paddy Considine, Andrew Shim, Ben Marshall og Bob Hoskins.
22.00 Hefndarhugur A Man Apart Bandarísk bíómynd frá 2003. Fíkniefnalögreglan á í stríði við mann að nafni Diablo sem gerist foringi eiturlyfjahrings eftir að fyrri höfuðpaur hans er fangelsaður. Leikstjóri er F. Gary Gray og meðal leikenda eru Vin Diesel, Larenz Tate og Timothy Olyphant. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.
23.50 Hetjan frá Sjanghaí Shanghai Noon Bandarísk hasarmynd frá 2000. Sagan gerist á 19. öld og segir frá Kínverja sem fer til villta vestursins að bjarga prinsessu úr klóm mannræningja og lendir í ýmsum ævintýrum. Leikstjóri er Tom Dey og meðal leikenda eru Jackie Chan, Owen Wilson og Lucy Liu. e.


19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
19.55 Aþena Athens (1:2) Bresk þáttaröð um sögu Aþenu
20.45 Vinir í raun In Case of Emergency (5:13) Bandarísk þáttaröð
21.10 Lífsháski Lost Bandarískur myndaflokkur
22.00 Tíufréttir
22.20 Sportið Íþróttaviðburðir helgarinnar, www.ruv.is/sport/
22.45 Herstöðvarlíf Army Wives (12:13) Bandarísk þáttaröð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það var norsk mynd á Rúv í gær.. og franskur þáttur minnir mig líka.. en þetta er sorglega einsleitt á öllum stöðvum.

Óskar Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Sorglegt að horfa uppá þessa „ekkidagskrárgerð“ Ríkissjónvarpsins. Í hvað fara allar þessar hundruðir milljóna? Ég vil fá að sjá svart á hvítu eða rautt á bláu, hvaða upphæðum er varið árlega til kaupa á t.d. bandarísku sjónvarpsefni...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.7.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Örlítið ósanngjarnt að taka svona saman um hásumar þegar hvað minnst er að gerast þar á bæ. Minnir að innlenda deildin sé lokuð á þessum tíma sem dæmi.

Jóhannes Reykdal, 14.7.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Kári Harðarson

Mér datt það reyndar í hug.  Það breytir ekki því að ég borga fullt afnotagjald á sumrin og það er ekkert í sjónvarpinu.  Að því leyti er þetta eins og þegar ég var strákur, sjónvarpslaust í júlí. 

Kári Harðarson, 14.7.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þeim er velkomið að sýna stuttmyndina mína fyrir ekkert allt of margar milljónir. Hún er íslensk, á íslensku og tekin upp á Íslandi. Ég efast að hún myndi hafa mikil áhrif á fjárlögin.

Villi Asgeirsson, 14.7.2008 kl. 19:08

6 identicon

Þetta er sláandi - og þyrfti að komast á prent. Er ekki einhver vakandi hjá 365 núna ?

Lana Kolbrún Eddudóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:31

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er alveg eins og mér hefur fundið án þess að mæla sjónvarpsefnið sérlega: Fullt af bandarísku drasli sem er allt eins. Ekki þess virði að horfa á. Ég er fyrir löngu hætt að horfa á annað en fréttir, veður og einstaka íþróttaþætti (samt ekki gólf, akstursíþróttir og fótbolta).

Úrsúla Jünemann, 15.7.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband