Don't tread on me.

Ingi Þór Einarsson hjólreiðamaður sendi þessa fyrirspurn til vegagerðarinnar vegna þess að hann komst ekki leiðar sinnar:

Ég hjóla reglulega milla Voga og Keflavíkur. Þó ekki sé þægilegt að hjóla Reykjanesbrautina er hún á flestum stöðum með góða vegaöxl. Nú er hinsvegar bannað að hjóla í gegnum nýja umferðamannavirkið (mislægu gatnamótin) sem tengja Voga við Reykjanesbrautina.

Á að banna hjólreiðar á Reykjanesbrautinni? Ef svo hvernig eigum við sem notum hjólið (auk allra ferðamannanna) að komast á milli.  Ef ekki, hvernig á ég þá að koma mér upp á Reykjanesbrautina þegar ég kem úr Vogunum?

 

Hér er svarið sem hann fékk frá Magnúsi Einarssyni deildarstjóra þar:

Við hönnun Reykjanesbrautar er gengið út frá því að hjólreiðar verði bannaðar á nýrri breikkaðri Reykjanesbraut enda fari hjólreiðar ekki saman við þunga og hraða umferð.
Í hönnun verksins er gert ráð fyrir að það verði farið í nauðsynlegar ráðstafanir til að unnt sé að beina hjólreiðaumferð um gamla Keflavíkurveginn og Vatnsleysustrandaveg.  Vegagerðin hefur verið í samvinnu við sveitarfélögin á þessu svæði og hafa farið fram umræður hvernig á að útfæra hugmyndina, en samkvæmt lögum þá er skipulag og göngustígar á forræði sveitarfélaga.

 

Mér líst ekkert á þetta.  Í fyrsta lagi er Ingi Þór að rekast á skilti þar sem honum er bannað að hjóla án þess að fá neina aðra leið í staðinn.  Það er dónaskapur.  Hann þurfti að spyrja hvað gengi á?

Svo fær hann svar um að það eigi einhvern tímann að lagfæra úr sér genginn malarstíg til að hjólreiðafólk neyðist til að fara fáfarnar malarslóðir, ekki hluti af vegakerfinu.  Fyrst þurfi fullt af fólki sem mun ekki hafa samráð við hjólafólk samt að hittast og ræða málin og þangað til verður hjólafólk strandaglópa.

Svona vinnubrögð verða að vera algerlega bönnuð.  Vegir sem eru eingöngu hannaðir fyrir bíla eru nýlunda hér á landi og þeir eru ekkert sjálfsagt fyrirbæri..  Hjólreiðamenn eru ekki 2.flokks fólk og það má ekki loka vegum á hjólreiðamenn án þess að bjóða upp á aðra leið í staðinn sem er hluti af einhverju vegakerfi en ekki bara slóði sem á eftir að teikna, byrjar hvergi og endar hvergi.

Þetta minnir mig á þegar indjanarnir voru reknir frá heimkynnum sínum í Florida til auðnanna í norðri sem þeim var sagt að væru frábærar en voru það ekki. Hjólreiðafólk verður að taka svona slagi núna eða sætta sig við að hjólreiðar endi sem útivistarskemmtun.  Ef menn segja að það sé sjálfsagt að banna hjólafólki aðgang að "alvöru vegum"  vil ég benda á að í bílalandinu Bandaríkjunum er oft leyfilegt að hjóla í öxlinni á hraðbrautum og eru þá jafnvel sérmerkingar fyrir hjólamenn þar.

Ég legg til að hjólreiðar verði leyfðar á vegöxl Reykjanessbrautar þangað til Vegagerðin treystir sér til að lokka hjólreiðafólk af brautinni með einhverju betra, ekki að loka fyrst á hjólafólki en koma svo með óljós loforð um "Pie in the sky".

u798_450.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Bandaríkjamenn notuðu þennan fána þegar þeir börðust fyrst gegn Bretum.  Hjólafólk ætti kanski að fara að nota hann.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Að banna hjólreiðar á hinum nýja vegi er fásinna og forneskjulegur hugsanaháttur!

Sigurjón, 27.8.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Algjörlega sammála þér. Þó það sé ótrúlegt, þá er það satt að enn þann dag í dag eru menn í ráðandi stöðum í vegamálum, sem eru sannfærðir um að hjólamennska eigi engan rétt á sér sem ferðamáti. Í besta falli eigi að nota reiðhjól sér til skemmtunar stöku sumardaga.

Þóra Guðmundsdóttir, 27.8.2008 kl. 09:42

3 identicon

Þú þarft að fá þessa grein birta í öllum fjölmiðlum landsins… 

… þó víðar væri leitað. Þarna birtist kjarni málsins, svipað og var í árdaga Reykjavíkur maraþonsins… þá sögðu sumir: Það er ekki hægt að loka götum út af því að einhverjir trimmarar séu að skokka um götur bæjarins. Samt voru þá þegar margar götur lokaðar í New York, Boston, Berlín, London og fleiri borgum þar sem haldin voru Maraþon. Nú er þetta ekkert mál. Sama með hjólreiðarnar. Það þarf þessa almennu hugarfarsbreytingu og hún þarf að renna inn í haus þeirra sem ráða för í sambandi við samgöngur. Auðvitað á bara að dissa þetta og hjóla þar sem það er bannað. kv,

BIG

Birgir Jóakimsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:46

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú má ekki gleyma því að ungt fólk sem kemur hingað til lands hundruðum saman, kemur með hjólin sín. Hvernig Vegagerðin og önnur húfuyfirvöld ætla að framfylgja þessu hjólreiðabanni án þess að koma með aðrar góðar lausnir, er eins og í gamla Sovétinu. Kannski að þessi yfirvöld kæri sig ekki um annað en boðog bönn þegar hjólreiðafólk á í hlut.

Þetta svar Vegagerðarinnar er til mikils vansa.

Gangi þér vel og góð er hugmyndin um gamla fánann úr frelsisbaráttu Bandaríkjamanna gegn kúgun herja Englandskonungs.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.8.2008 kl. 09:36

5 identicon

Þetta er auðvitað út í hött! Það er ekkert annað að gera en að brjóta þessi lög því þau eru ólög. Lögum samkvæmt teljast hjól vera lögleg á götum og ég trúi ekki öðru en að þau lög hafi yfirhöndina yfir svona sérlögum. Það er algjörlega óásættanlegt að fólk verði að eiga bíl til að ferja hjólið sitt á milli staða, og gjörsamlega úr takt við raunveruleikann einsog hann er í dag, efnahagslega og umhverfislega.

Danir hafa það gott í dag í samdráttinum og háu olíuverði með sínar almenningssamgöngur og hjólreiðastíga þvers og kruss um landið. Hversu aðlögunarhæft er Ísland fyrir hækkandi olíuverði og mögulegri olíuþurrð eftir 20 ár með svona vinnubrögðum og vegagerðarlögum?

Jóhann Haukur Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:57

6 Smámynd: Sigga Hjólína

Þá eru væntanlega fjórhjól, bifhjól, Segway og hlaupahjól leyfð?

Sigga Hjólína, 30.8.2008 kl. 17:46

7 identicon

Ég leyfi mér að efast að það eigi sér nokkra lagastoð að banna hjólreiðar á einstökum vegum þar sem önnur umferð er leyfð.

Fyrst að þú, Kári, hefur verið í sambandi við Vegagerðina út af þessu máli, skaltu spyrja þá að því "á grundvelli hvaða laga og lagagreinar bann við hjólreiðum á Reykjanesbraut sé sett?"

Haukur Eggertsson (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 01:57

8 identicon

Ég las færsluna greinina alls ekki nógu vel, og biðst velvirðingar á því. Ingi Þór var auðvitað í sambandi við Vegagerðina en ekki Kári. Hins vegar mætti Ingi Þór þá varpa fram þessari sömu spurningu sem ég velti upp í færslunni fyrir ofan.

Haukur Eggertsson (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 07:55

9 Smámynd: Morten Lange

Þetta þarf að skoða vel, sammála Hauki. Og eftir að hafa gert það fara að hjóla þarna um í hópum, þeas ef ekki  feikigóð rök og svör koma á daginn, eða eiginlega að bakkað verði með þessu.

Hér má sjá nýlegt dæmi frá Bretlandi í svipuðu máli, nema að þar er verið að plana leið fyrir hjólreiðamenn fyrirfram :

http://www.cheshirecycleway.co.uk/h02-07-07-00.html

Hér er grein sem ég held að geti verið eitthvað gagnlegur, þó hún miði við Bandarískan veruleika og lagahefð:

http://www.bicyclinglife.com/EffectiveAdvocacy/TheRightToTravel.htm

Kunningi minn, hjólareiðasérfræðingurinn  John  Franklin svaraði fyrirspurn mína um aðferðir við baráttu við kolun á hjólreiðar í morgun, og sagði að svoleiðis mál mundi að öllum líkindum vinnast fyrir dómstóla, en benti á að leita til ferðamanna-fyrirtæki eftir samstarfi í þessu máli. Við þurfum að flétta upp hvað var sagt á Alþingi í þessu máli líka, því þar hefur lokun á hjólaymferð verið rætt lítillega.

Morten Lange, 3.9.2008 kl. 10:48

10 Smámynd: Morten Lange

"...lokun á hjólreiðar..."  átti þetta að vera

Morten Lange, 3.9.2008 kl. 13:01

11 identicon

Eitthvað yrði sagt ef klippt yrði á bílaumferð með þessum fyrirvara.  Það ætti að setja það í lög að við allar nýframkvæmdir í vegamálum sé hugað að umferð gangandi og hjólandi vegfarenda.  Best væri ef sérstakur hjólreiða- og göngustígur lægi meðfram öllum þjóðvegum landsins og gert yrði stórátak í bæjum hvað varðar þessi mál.

Svo er fólk hissa á því að Ísland sé eins mikið bílaland og raun ber vitni (sbr. fjölda bíla per þúsund íbúa).  Ef ekki er gert ráð fyrir hjólandi eða gangandi vegfarendum í umferðinni er ekki að búast við að fólk kjósi slíka fararmáta....

Sigfús (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband