Flytja eða vera kyrr?

Ég flutti heim um aldamótin eftir að hafa verið 11 ár erlendis - þá var Decode að ráða fólk og ég trúði að Ísland væri að verða eins og önnur lönd.  Það var hægt að kaupa bjór og Toblerone, og það var sjónvarp á fimmtudögum.  Það voru því mikil vonbrigði að sjá að hér höfðu stjórnmálin lítið breyst,  hér ríktu karlar sem höfðu haldið hópinn síðan í gaggó og höguðu sér eins og villikettir, veittu sjálfum sér ekki aðhald og skorti sjálfsgagnrýni enda vanir því að vera við völd sama hvað tautar og raular.

Ísland verður að verða meira eins og önnur lönd og hætta að vera skrýtið fyrirbæri í ballarhafi sem er útblásið af gortinu einu.  Ég vil losna við leifarnar af sérviskunni hér.  Ég vil virkt lýðræði þar sem menn geta misst embættið fyrir afglöp í starfi.  Ég vil ekki þurfa að fá laun og spara í platpeningum.  Verðtrygging og kvóti, tollamúrar og fákeppni, þetta verður allt að fara.

Ég hef lengi viljað að við göngum í Evrópubandalagið, líka þegar allt lék í lyndi, því ég vildi að þessi karlaklíka misti völd og síðustu leifarnar af sérviskunni hyrfu.

Strax og ég skrifa þetta veit ég að búnki af athugasemdum birtist um að það séu föðurlandssvik og afsal sjálfstæðisins að vilja þetta.  Það er sennilega rétt í einhverju samhengi en ég kýs ekki að líta svo  háleitt á það.  Fyrir mér er þetta praktísk ákvörðun,  eins og að láta gelda heimilisköttinn sem kemur heim rifinn og blóðugur á hverjum morgni.   Það er rosalegt fyrir köttinn að verða geldur, en ég er viss um að hann og heimilismenn verða hamingjusamir á eftir.  Auðvitað spyr maður köttinn ekki áður...

Ég veit að ég get flutt til meginlandsins, en fyrst vil ég bíða og sjá hvort við göngum ekki í ESB.  Spurning mín nú er hvaða flokk ég þarf að kjósa og hversu lengi ég á að bíða.

 


mbl.is Möguleiki á landflótta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ, ég vildi helst bara flytja til einhverra útlanda, ESB eða ekki, ég hef hvort sem er aldrei verið almennilegur Íslendingur, boða hvorki svið né blóðmör, hvað þá hákarl.

Ég er reyndar á þeirri skoðun að við eigum að ganga í ESB, eins og þú segir þá losnuðum við líklega úr klóm þessara karla sem öllu ráða við það. Eigum við ekki að álíta þá eitthvað siðmenntaðri í Brüssel?

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Ég fór mitt í góðærinu, hafði lítinn áhuga á þessum snúningi. Áttaði mig ekki endilega á því þá en náði samt aldrei að tengja við þetta dæmi. Sé núna afhverju...

Þarf ekkert endilega að biðja aðra um að passa sig, væri skárra að vaxa úr grasi og þroskast sjálfur... Norðmenn fóru í gegnum þessa krísu, og þroskuðu sín stjórnmál. Prófsteinn á þetta er hvort nú verði bókhald stjórnmálaflokkanna og stjórnmálamanna opnað.

með kveðju frá Grænlandi

Baldvin Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Kári Harðarson

Ég er búsettur í Frakklandi fram að jólum.  Í hádeginu tilkynnti ungur kollegi okkur að hann hefði keypt sér hús.  Fastir 5% vextir, ekkert vesen.  Lífið framundan, leyfi til að láta sig dreyma.  Ég ímynda mér að margir jafnaldrar hans á Íslandi vildu vera í hans sporum núna.

Ástandið í Frakklandi gæti versnað, hver veit, en í augnablikinu er Ísland mjög skrýtinn staður séður frá útlöndum.

Kári Harðarson, 31.10.2008 kl. 12:23

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skelli mér til Frakklands og lappa upp á menntaskólafrönskuna mína, það hefur lengi verið draumur minn. Það eru líka læknar og sjúkrahús í Frakklandi, ef svo bæri undir, ekki satt?

Frænka mín og maðurinn hennar búa í París, þau eru alla vega ekki á heimleið á næstunni, bæði í góðum störfum og hafa það fínt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 12:38

5 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Fínt, á margan hátt, að vera á Grænlandi. Hér eru nóg tækifæri fyrir framtakssamt fólk.

Bara spurning hvar bera eigi niður. Á móti kemur er að landið er enn nýlenda Dana, praktískt séð sem er alveg ótrúlegt fyrirbæri. En hér er gaman fyrir þá sem eru þrjóskir :-)

Í litlu landi eins og Íslandi er auðvelt að ná yfirhöndinni, rétt eins og á Sturlungaöld... og verður áfram nema einhverju verði breytt.

Mikið hægt að læra af Norðmönnum, sem einfaldlega urðu að minnka leyndina og spila eftir réttsýnni reglum.

Baldvin Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 13:05

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég var á Suður-Grænlandi í 4 daga í júlí - það var hreint ótrúleg upplifun og svo að finna að þar blæsu ferskir vindar - en er ekki óttalega kalt þarna á veturna? Að vísu er Qaqortoq sunnar en Reykjavík, ekki satt?

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 13:33

7 Smámynd: Kári Harðarson

Ég hef komið til Qaqortoq um sumar, veðrið var æðislegt, bláberin og krækiberin risastór, fiskurinn í ánum hoppaði á allt sem maður setti útí (til dæmis þegar maður þvoði sér, ái!) enda nóg af flugu fyrir hann að borða.

Qaqortoq er vissulega sunnar en Ísland - en núna eru þar 4 stiga hiti og 25 km vindur, sem er déskoti hvasst og kalt!

Kári Harðarson, 31.10.2008 kl. 13:53

8 identicon

Alveg hjartanlega sammála,

Það væri gaman að fá að vita hvernig þessir herramenn fá það út aftur og aftur að spilling sé með minnsta móti á Íslandi, held að því sé alveg þveröfugt farið.

Þórarinn Þórarinsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:37

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, svo sammála. hvað hefur annars þjóð eins og sú íslenska, sem getur ekki haft vit fyrir sjálfsi sér, með sjálfstæði að gera?

Brjánn Guðjónsson, 31.10.2008 kl. 14:45

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Segi það nú, enda bíða Norðmenn með opinn faðminn, samanber þennan umræðuþátt á NRK !

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 14:55

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef lengi viljað að við göngum í Evrópubandalagið, líka þegar allt lék í lyndi, því ég vildi að þessi karlaklíka misti völd og síðustu leifarnar af sérviskunni hyrfu.

Þetta er nákvæmlega sama ástæða og ég hef notað þegar einangrunnarsinnar tuða um ESB.. ég hef verið hlynntur ESB í amk 14 ár því ég vantrysti íslenskum stjórnmálamönnum út í eitt.. ég geri ekki mikinn greinarmun á sjalla og vinstrigrænum.. þegar upp er staðið eru þeir einangrunarsinnar og álíka spilltir ef þeir eru við völd.

Til vara þá vil ég að ísland verði í ríkjasambandi við noreg, með norsku krónuna og göngum undir norskt fjármálaeftirlit og reglur !!  

Óskar Þorkelsson, 31.10.2008 kl. 14:56

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála þér, Óskar, íslenskum stjórnmálamönnum er enn síður treystandi en þeim erlendu.

Þar upplifir maður þó einstaka sinnum að fólk segi af sér, í svipinn man ég ekki eftir öðrum en Þórólfi Árnasyni hér heima.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 15:30

13 identicon

Ef menn halda í alvöru áfram að tala um ríkjasamband við Noreg þá krefst ég þess að okkur konunum og í.þ.m. rauðhærðu börnunum okkar verði skilað aftur til Írlands. 

Jóhanna (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:37

14 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

já hér í Qaqortoq, sem er um 400 km sunnan við Ísland, er alveg ágætt að vera.

Berin í sumar voru svo stór og magnið slíkt að þau byrgðu útsýni. Eins með lax og silung, erum með frystinn fullan af 5 punda fiskum, sem maður "mokar" upp, rjúpan næg... Eins og Kári sagði, er hér skítaveður í dag, á okkar mælikvarða, svona svipað og á meðal degi í ágúst í Reykjavík.

Ég tók saman veðuryfirlit frá 1980 fyrir verkefni sem er í vinnslu - og meðalvindstyrkur hér er <2 m/sek alla mánuði ársins. En þar sem við erum á annnesi, er hitinn ekki nema 7°C í júlí. Sem Suðurnesjamanni finnst mér bara alltaf gott veður hér. Og ef maður fer eitthvað aðeins inn í firðina hér getur maður fljótlega verið í stórkostlegu veðri frá apríl fram í september.

Nú er bara að efla íslensk og grænlensk tengsl enn betur... og byrja næstu útrás aðeins nær heimahögunum... :-) Velkomin öll!

mkv

Baldvin Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 16:03

15 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Greta Björg -

Hér á Suður Grænlandi er ekki svo kalt, eiginlega bara góður vetur, stöðugt veður yfirleitt og rétt nægur snjór. Við fáum ekki þessa heimskautavetra sem eru hér norðar og á austurströndinni. Suður Grænland er í skjóli af Grænlandsjökli en nýtur Golf straumsins við, auk fjarðastillanna.

Vor og haust er hinsvegar miklu styttra en t.d. í Noregi, etv stýrir jökullinn stýri því (?).

Baldvin Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 16:13

16 identicon

Húrra fyrir þér Kári 100% sammála og hef verið á þessari skoðun janft í góðæri og kreppu. Spurning að fara undir norska ríkisstjórn eða allavega seðlabankann þar í landi, því siðferðið er týnt á Íslandi og við gortaranir þurfum að læra. þurí

Þuríður Ottesen (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:10

17 identicon

Ég er mikið að spá í því fara af landinu að námi loknu, og vinna í hugbúnaðargerð þar sem efnhagurinn er í jafnvægi. Þetta er í raun það eina sem ég óska mér og fjölskyldu minni.

"Fastir 5% vextir, ekkert vesen." -- Kári Harðarson

Hljómar ofvel til þess að vera satt!

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:20

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég flyt.. 

Óskar Þorkelsson, 31.10.2008 kl. 17:39

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kannski fer ég bara til Qaqortoq, mér fannst svo búsældarlegt þar í sumar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 17:42

20 Smámynd: nicejerk

Svo innilega sammála.

Ég var reyndar að opna bloggið hjá mér í dag þar sem ég kem með tillögu hvernig megi reka Ríkisstjónina og hreinlega manna alþingi upp á nýtt. Ég hef einungis hugsað mér að nota þetta blogg í að safna saman rökum fyrir nýjum kosningum. Það væri því óskandi að bloggarar droppi við og leggi þar orð í belg.

Lára Hanna hefur lagt mikla vinnu í frábærar heimildir en ég vildi gjarnan hafa einungis 3-4 færslur, sem munu vonandi færa Íslandi lýðræði. Ég vildi gjarnan safna efni frá ykkur.

Og svo endilega að láta hlutina gerast, lítið á kjosa.is og gerið upp hug ykkar. Íslenskur "Flying Circus" á Alþingi verður að hætta.

nicejerk, 31.10.2008 kl. 17:46

21 identicon

Ég er islendingur erlendis, flutti brott af personulegum astæðum fyrir meira en 15 arum (sem betur fer) Bý i fyrrum sovétlandi sem er i EB. Hef það gott og horfi með hryllingi heim til gamla landisns. Her a eg og konan min stort hus i fallegum strandabæ úti a landi og íbuð i höfuðborginni. Við rekum 2 verslanir og eigin framleiðslu án þess að vera "rík" (eigum ekki fótboltalið,) Ég hugsa að ef íslandi hefði verið stjórnað a rettan hátt væru margir í sömu sporum heima...en eitthvað klikkaði, ég fann það í heimsóknum heim s.l. 6-7 ár. Vona að  það verði til ísland i framtíðinni

sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:54

22 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Greta Björg

komdu fagnandi...

hér í kvöld verður á borðum kálfahreindýralundir (frá Stefáni), í gær var það lax úr firðinum fyrir innan bæinn, á morgun verður það íslenskt ættað grænlenskt lambakjöt og ekkert af þessu kostaði okkur krónu. svo ekki þarftu að hafa áhyggjur af þeim liðnum... rjúpa væntanlega í næstu viku og hvalkjöt var hér á borðum í fyrradag. það keyptum við reyndar...

þarft bara að venja þig við að í staðinn fyrir að nota klukku, notar maður dagatal :-)

Baldvin Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 18:36

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bara verst að ég er..ehemm...ekki kjötæta...bara fyrirtekt alveg frá barnæsku.

Svo sennilega yrði ég að lifa á laxi og rækju.

Líklega er Grænland ekki landið fyrir mig, ...ætti heldur að kíkja suður á bóginn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 18:54

24 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Greta Björg

Fyrir 10 árum kom hingað út til mín ástrali í kajaktúr... grænmetisæta.

ég bað hann um að taka með sér mat þar sem ekki væri hægt að stóla á innkaup fyrir hann.

hann kom með eina melónu fyrir hvern dag, skóf úr þeim fræin, hellti í sólblómafræjum í staðinn og borðaði þetta svo sem hádegismat :-)

á mynd af honum uppi á kletti að borða melónu, meðan hvalur synti í hringi á yfirborðinu fyrir neðan... fyrir aftan voru ísjakar og klettaveggirnir við Hvarf. Ekki ónýtt það :-)

Engin gjöld á mat (nema kjöti), svo hingað getur þú pantað vandræðalaust hvaða mat sem er, hvaðan úr heiminum sem er! Gerum ekki vandamál úr mýflugu... :-)

mkv

Baldvin Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 19:19

25 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er að koma.... fæ ég vinnu Baldvin ?

Óskar Þorkelsson, 31.10.2008 kl. 19:22

26 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mikið rosalega er ég sammála þér Kári og reyndar öllum hér. Nú er mál að linni, það verður bara að fá eitthvert vit í þessa umræðu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.10.2008 kl. 19:24

27 identicon

Komið bara hingað þar sem eg er. Ágætur matur (reyndar ekki fiskur) fín sumur fyrir Íslendinga en vetur getur verið kaldur einkum í mars og april (síðasti vetur var samt góður og spá fyrir þennan er góð) en tungumálið er allgjör bömmer!

sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:25

28 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

sýnist vera komin samkeppni í mannskapinn :-(

hingað vantar starfsfólk í heilbrigðisstéttum, tannlækna, smiði og fleira. góð laun.

og ekki nema 2 tíma flug...! enginn í fyrrverandi sovétlandi getur boðið betur en það :-)

Baldvin Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 20:43

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Baldvin...er það nokkuð Jústi frændi...Peter Justesen...sem sér um að senda ykkur birgðir? Því við hann kannast ég vel frá Tanzaníudvöl minni fyrir rúmum 20 árum síðan.

Ætli ég skelli mér ekki bara til Grænlands, Baldvin. ;)

En hvar býrð þú, Sigurður? Tékklandi kannski? Ég fór til Prag fyrir ári síðan, það var frábært, þjóðleikhúsið þar er fallegasta leikhús (að innan, það var svo dimmt að ég sá það ekki almennilega að utan) sem ég hef séð. Ég er viss um að það er dýrlegt að vera í Prag að vori til, í maí.

En hvað með pensjónista, getur maður látið lífeyrinn duga þarna?

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 22:08

30 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Spurt er &#133; hvaða flokk ég þarf að kjósa?

Svar: Framsóknarflokkinn&#133;

&#133; og hversu lengi ég á að bíða&#133;

Svar: Of lengi

Ergo:Er ekki næs í Lichtenstein?

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 31.10.2008 kl. 22:58

31 Smámynd: Heidi Strand

Allt er betra en núverandi ástand. Það sem ég óttast er að strax flokkinn hefur komið aftur með höfuðið yfir vatni og íslendingar farin að gleyma, fer allt í sama farið aftur, og að kreppan er bara smá hlé á vitlausninni. Það er vegna þess að hér ber enginn ábyrgð, enginn viðurkennir mistök og enginn iðrast..(Kannski verður ekki hægt að gleyma)
Ég hafði gjarna viljað farið aftur til Noregs eftir 30 ára búsetu hér, en ég er of sein vegna allt sem hefur gerst undanfarið.

Ég hef aldrei kosið til alþingis hér.

Heidi Strand, 1.11.2008 kl. 00:57

32 identicon

Ef þú vilt að Ísland gangi í ESB verður þú að kjósa Samfylkinguna. Það er svo einfalt. Framsókn er ekki treystandi til þess, þar sem formaðurinn o.fl. eru á móti.

Eini flokkurinn sem er með inngöngu ESB á stefnuskránni er Samfylkingin. Hún þarf bara kjörfylgi til þess. Við getum kosið annan flokk ef við viljum eftir það, en fyrst þarf að komast í ESB.

Anna (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 05:41

33 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég vil virkt lýðræði þar sem menn geta misst embættið fyrir afglöp í starfi. Ég vil ekki þurfa að fá laun og spara í platpeningum. Verðtrygging og kvóti, tollamúrar og fákeppni, þetta verður allt að fara.

Sæll Kári

Þá værir þú á réttum stað í Evrópusambandinu því það er einmitt ekki virkt lýðræði því þar eru það "afglaparnir" sem taka ákvarðanir fyrir þig. Fólkið fær ekki að kjósa eða ráða. Og ef það kemur "vitlaust" út úr kosningunum þá er bara kosið aftur þangað til það kemur "rétt" út úr þeim. Háborg spillingar og misferlis finnst varla stærra en í stjórnsýsluapparati Evrópusambandsins. Þessvegna hafa ársreikningar sambandsins ekki þolað dagsins ljós í mörg mörg ár

Var að breyta bíla og húsnæðislánunum mínum hérna í DK. Vextir á bílalánum eru komnir í 11-12% í þessari 4,5% verðbólgu og vextir á húsnæðislánum eru að þokast yfir 7%. Þess fyrir utan eru vextir alls ekki eins í ESB. Þeir fara eftir verðbólgu og áhættumati í hverju landi og hvernig það gengur að selja skuldabréf á húnsæðislánamarkaði í hverju landi. Núna er t.d. verðbólga í Lettlandi um það bil 15%. Sum lönd í ESB eiga mjög erfitt með skuldabréfaútgáfu um þessar mundir.

En kanski fer Ísland loksins að verða eins og ESB. Þegar atvinnuleysið á Íslandi loksins kemst uppí 7,5% þá er hægt að segja - til hamingju Ísland! Nú eruð þið loksins komnir í klúbbinn! This is how it feels! En atvinnuleysi í ESB er núna í sölulegu lágmarki á 7,5%. Það er búið að vera um 9-10% átatugum saman og hagvöxtur nánast enginn áratugum saman. Atvinnuleysi ungmenna undir 35 ára aldri er 15,3%.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.11.2008 kl. 08:58

34 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið, innsláttarvilla: Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri er 15,3%

Gunnar Rögnvaldsson, 1.11.2008 kl. 09:02

35 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég skal einnig selja þér gamla bílinn minn Kári. Það er "bara" 180% skráningargjald sem kemur ofan á FOB verðið. Hver þúsund kall af innfluttum bíl kostar 3000 út úr búð. Svo skal ég senda þér orku og frárennslisreikningana mína, þeir eru 80.000 ISK á mánuði plús 15 rúmmetra af beykibrenni (gamalt hús í sveit). Ég skal einnig biðja dóttir mína sem býr í Frakklandi að senda þér launaseðlana sína. Þú getur svo reynt að fá botn í þá 16 liði sem ríkið hirðir af henni eftir að að er búið að hirða 15 liði af atvinnurekandanum fyrst.

Velkominn í paradísina í ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 1.11.2008 kl. 09:16

36 identicon

Greta spyr hvar eg bý og svarið er Eistland, sem var innan Sovétrikjanna i 50 ar þar til 1991

sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 10:20

37 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Góð pæling Kári.   Held að þú sért meira sammála mér og öðrum venjulegum Samfylkingarmönnum heldur en þú hefur viljað vera láta fram að þessu.   INgibjörg S&#39;olrún setur harðari pressu á samstarfsflokkinn í ríkisstjórninni í dag heldur en verið hefur - - um tiltekt og jafnræði í stjórnsýslunni og um snarpa tilraun til að ná sammæli um að sækjast eftir aðildarsamningum við ESB.

Því betur virðist ekki vera hægt að stofna að nýju til gjaldeyrisviðskipta með handónýta ISK - - og verðtrygging og gjafakvótin standa mjög höllum fæti.

 Það eru því tækifæri fólgin í hruninu - þó flestir hefðu sennilega kosið að við hefðum sloppið við það.

Kveðjur til ykkar frá mér og mínum - - frá Klettaborg 12 á Akureyri www.bensi.is

Benedikt Sigurðarson, 1.11.2008 kl. 10:29

38 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Sammála þér Kári, hverju einasta orði held ég bara.

Sömuleiðs góð ábending frá Gunnari Rögnvaldssyni um til dæmis orkukostnað í DK.  Veltið fyrir ykkur kostum þess að búa á íslandi ef við hefðu það vaxtastig og þann viðskiptakostnað sem fylgir Evrunni og þá ótrúlegu hagkvæmni sem við íslendingar búum við í ódýrri orku.

Það er land sem ég vil búa í og berjast fyrir.

Ólafur H. Guðgeirsson, 1.11.2008 kl. 10:36

39 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

 Vaxtastig í Evulandi

Þetta eru barnaleg ummæli jafnaðar-manna og lýsa algerri vanþekkingu. ESB og evruaðild er ekki hlaðborð. Þess fyrir utan þá mun verða húnæðiskreppa á evrusvæði næstu mörg árin. Fármögnun verður mjög erfið því skuldabréfamarkaðir verða í miklu ólagi eftir að ríkissjóðir flestra ESB landa er gengir í ábyrgð fyrir skuldbindingum bankageirans. Fjármagn mun því ekki leita á þessa skuldabréfamarkaði einfaldlega vegna þess að þeir geta ekki keppt við ríkisábyrgðir bankakerfisins. Því mun þurfa að hækka vexti á húsnæðisskuldabréfamarkaði upp út öllu valdi til þess að laða að fjármagn til handa fjármögnunar á húsnæðismarkaði. Þetta mun einnig pressa verð á húnsæði niður og valda miklu öngþveiti á húsnæðismörkuðum ESB. Ég gæti trúað að það yrði mun betra að fá fjármögnun á Íslandi á næstu mörgum árum. 

 

Vextir og afföll á evrusvæði  

Húseigendur sumra landa skuldbreyta húsnæðislánum sínum að meðaltali þriðja hvert ár. Í hvert skipti kemur nýr höfuðstóll og ný vaxtaprósenta og ný afföll. Því er lítið að marka vaxtatölur nema þú takir fasta vexti og skuldbreytir aldrei. En þessi húsnæðislánafyrirtæki lifa að stórum hluta til á gjaldtökum við þessar skuldbreytingar.

Vextir eru alls ekki eins á evrusvæðinu. Þeir eru háðir aðstæðum. 

Það er svo innilega sprenghlægilegt að halda að Íslendingar myndu fá húsnæðislán á þessum vöxtum, með enga verðtryggingu! Það er alltaf horft til verðbólguáhættusögu landins (og jafnvel héraðsins) og áhættuþóknunin (risk pemium) er sett eftir því. Þetta eru dagdraumar óskhyggjumanna. Eru þeir búnir að gleyma fortíðinni.

Sjá nokkur dæmi úr rannsóknum Deutsche Bank

-------------------------------------------

 

European mortgage rates converging 

PROD0000000000228683

Between the mid-1990s and 2006, nominal mortgage rates were significantly higher in Germany than in the other countries of the euro area. Since mid/end-2006, however, the mortgage rate level in Germany has converged with the European average. In fact, it slipped below the average in 2007.

There has been protracted debate on the reasons for the interest rate divergences within Europe in the past 15 years. Three possible causes have been identified: first, the differences in the efficiency of the national banking systems; second, varying degrees of competition in the respective national banking markets; and third, country-specific differences in risk pricing.

The fact that German mortgage rates have converged with the EMU average during the subprime crisis provides empirical evidence for the third explanation in particular. In many EMU countries, nominal interest rates fell in the course of the euro&#146;s introduction, triggering an upswing in the real estate sector among others. Because of the longlasting upswing, the banks in these countries may have been overly optimistic when calculating risk premia. With the subprime crisis reaching Europe, however, banks in many countries face higher default rates. This is forcing them to assess risk as realistically as German banks have already been doing for years. The bottom line is that German mortgage rates have lost their &#147;lead&#148; relative to the European average: Slóð: European mortgage rates converging

 

Gunnar Rögnvaldsson, 1.11.2008 kl. 11:20

40 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hvað ertu búinn að byrta þessi línurit þín oft á blogginu gunnar ?  Það hlustar bara enginn á þig karlinn minn og það þótt þú dreifir þessu inn á hvert og eitt einasta blogg landsins.  við erum búinn að fá svo mikið nóg af íslenskum stjórnmálamönnum, lygnum, fölskum og skafandi gróða í eigin vasa að .. ESB er æðislegt í augum okkar. 

Skiluru það gunnar ?  og enn hefuru ekki svarað spurningu minni en ég mun spurja þig hvar sem ég sé þetta bull í þér á blogginu..

Gunnar ef ísland er svona mikið fyrirmyndaríki í þínum augum , afhverju flytur þú þá ekki heim frá Danmörku, landinu sem þú keppist við að hallmæla .

Óskar Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 11:54

41 identicon

Ég hef lengi viljað að við göngum í Evrópubandalagið, líka þegar allt lék í lyndi, því ég vildi að þessi karlaklíka misti völd og síðustu leifarnar af sérviskunni hyrfu.

Ég er svo hjartanlega sammála þér kæri frændi. Það er sorglegt að hugsa til þess hvernig ráðamenn þjóðarinnar misstu gjörsamlega sjónar á undirstöðum hagkerfisins, það er framleiðslunni.  Í staðinn hafa þeir með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum skarað eld að eigin köku með því að höndla með sparifé landsmanna og það sem verra er íbúa annara þjóða. Nú  biðja þeir okkur vinsamlegast um að leita ekki að sökudólgum- Auðvitað krefjumst við þess að fá að vita hvað í rauninni gerðist- hvað fór útskeiðis, þegar eðlileg milliríkjaviðskipti komast aftur í gang. Því miður er ég hrædd um að við séum ekki búin að sjá nema toppinn á ísjakanum og það eigi margt eftir að koma í ljós miður gott. Ég óttast  um sjálfstæði okkar eins og málum er komið í dag og tel því vera betur borgið ef við göngum í Evrópubandalagið. Það þýðir ekki að ætla berjast gegn breyttri heimsmynd í einu orðinu en vilja svo vera virkur þáttakandi i alheimsvæðingunni í hinu.  Ég hef áhyggjur af afkomendum okkar og hvernig þeir eiga að geta gert áætlanir um fjárhag sinn á meðan við höngum á gjaldmiðli sem enginn treystir. Ég vona að Íslendingar læri af reynslunni og gefi frjálshyggjunni ekki aftur lausan tauminn.

Regína Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:44

42 Smámynd: Njáll Harðarson

Þið þekkið þetta með rjúpuna og staurinn.

Einhver sagði að íslendingum þætti best að sami aðilinn arðrændi þá alltaf.

Norræna félagið er að halda námskeið í þvi að flytja til annarra norðulanda.

Ef við tækjum okkur öll upp og færum, þá gætu arðræningjarnir blessaðir af guðs náð, yljað sér yfir kjötkötlunum og enginn væri til að ónáða þá.

Það góða í stöðunni er að þeir geta ekki orsakað frekari erfiðleika fyrir þá sem eru farnir.

Íslendingar standa aldrei upp, aðeins ca 1000 í kröfugöngu á móti stjórninni, það þýðir að íslendingar eru minnsta kosti 329000 með því sem er að dynja á þjóðinni, eða þeir hafa loksins fundið að það þýðir ekkert að mótmæla, betra að hugsa sinn gang og koma sér héðan.

lifið heil

Njáll Harðarson, 1.11.2008 kl. 22:24

43 Smámynd: Kári Harðarson

Mig langar til að fara yfir rökin sem þú komst með, Gunnar, gegn því að við íhugum aðild að sambandinu.

Fyrstu rök:

Í Evrópusambandinu er lýðræðið ekki í lagi, þar vinna afglapar og þú færð ekki að kjósa. Háborg spillingar er stjórnsýsluapparat Evrópusambandsins. Ef það kemur vitlaust út úr kosningunum er bara kosið aftur. Ársreikningar evrópusambandsins eru ekki í lagi.

Það má segja svipað um allar stjórnir. Þú gætir eins verið að lýsa íslenskum stjórnvöldum eða bandarískum.

Evrópusambandið fær aðhald frá ýmsum fjölmiðlum og stofnunum. "The Economist", "BBC", "Figaro", "Stern" og fleiri góðir fjölmiðlar vaka yfir Brussel. Hér á Íslandi hefur skort uppá þetta, og verið hálfgerð Sturlungaöld (Sem þetta er skrifað var Jón Ásgeir að eignast ráðandi hlut í Árvakri). Ég held að Evrópusambandið hafi sömu djöfla að draga og önnur lýðræði, en þriðja stoðin er í lagi þar, hana skortir tilfinnanlega hér.

Næst nefnir þú aðstæður í Danmörku:

Vextir á bílalánum eru 11%, verðbólga er 4,5% Húsnæðislánavextir 7%, 180% skráningargjald á bílum, 80 þúsund króna orkureikningur.

Ég kannast við þetta, átti hús í Kaupmannahöfn sjálfur. Ég var ekki hrifinn af öllu í Danmörku. Þessar tölur sem þú nefnir tilheyra Danmörku, við munum ekki verða að Danmörku við að ganga í sambandið. Ef eitthvað er sýna tölurnar hvað hvert land í sambandinu hefur mikið frelsi til að ákveða sína eigin framtíð. Ekkert land annað en Danmörk rukkar 180% af verði bílsins fyrir að fá númeraplötur á hann, en sambandið bannar þeim það ekki.

Vextir eru ekki eins í ESB, fara eftir hverju landi, t.d. 15% í Lettlandi. Það er 7,5% atvinnuleysi í ESB, atvinnuleysi ungmenna er 15,3%. Það eru sextán frádráttarliðir á launaseðlum í Frakklandi.

Frakkar eru búrókratar með þunga stjórnarhætti, sammála því. Ég veit lítið um ástandið í Lettlandi. Þessi upptalning er svipuð og upptalningin fyrir Danmörku, kostir og gallar eru við hvert land. Ég er viss um að lífið verður engin paradís við að búa á Evrusvæðinu. Laun munu sveiflast og vextir líka - en það verður alla vega ekki hægt að eyðileggja minn sparnað með því að gjaldfella gjaldmiðilinn minn, og það verður ekki hægt að spenna upp gengið á ónýtri mynt til að fara í bókhaldsleiki. Ég mun geta átt viðskipti við erlend tryggingarfélög og banka, og flutt inn vörur til neyslu án þess að fara í gegnum allt of smásmugulega tollafgreiðslu.

Það mun verða húsnæðiskreppa í ESB næstu árin.

Örugglega rétt hjá þér, kreppan er alheimskreppa. Hún er bara miklu, miklu verri á Íslandi. Hér í Frakklandi talar venjulegt fólk ekki um bókfærslu á hverjum degi. Það talar um bíla og ferðalög, útivist og skóla eins og venjulega.

Húseigendur sumra landa skuldbreyta húsnæðislánum sínum að meðaltali þriðja hvert ár. Í hvert skipti kemur nýr höfuðstóll og ný vaxtaprósenta og ný afföll. Því er lítið að marka vaxtatölur nema þú takir fasta vexti og skuldbreytir aldrei. En þessi húsnæðislánafyrirtæki lifa að stórum hluta til á gjaldtökum við þessar skuldbreytingar. Vextir eru alls ekki eins á evrusvæðinu. Þeir eru háðir aðstæðum. Íslendingar myndu ekki fá húsnæðislán á hagstæðum vöxtum, með enga verðtryggingu! Það er alltaf horft til verðbólguáhættusögu landins (og jafnvel héraðsins) og áhættuþóknunin (risk premium) er sett eftir því.

Rétt, vextir eru ekki fastir í hverju landi. Í hvaða öðru landi eru þeir jafn háir og á Íslandi annars?

Það mun verða erfitt með fjármögnun. Ég gæti trúað að það yrði mun betra að fá fjármögnun á Íslandi á næstu mörgum árum.

Vonandi er það rétt hjá þér en ég sé ekki hvernig það má verða, er reyndar algerlega ósammála þér. Ég held að enginn heilvita maður vilji lána íslendingi á næstunni.

Kári Harðarson, 2.11.2008 kl. 17:54

44 Smámynd: A.L.F

Ég er ekki endilega sammála þessu að við ættum að ganga í ESB, ég óttast ESB meira en mig langar til að vera hluti af því.

Ég hef takmarkaðan áhuga á því að borga en hærra fyrir rafmagn og hita, vegna þess að erlendir aðilar eiga orðið allar auðlindir landsins.

Hitt er ég þó sammála að við þurfum nýja stjórn og þessum glæpamönnum þarf að víkja frá. Sé samt ekki að það komi eitthvað betra þar sem næstu ráðamenn virðast allir vera afsprengi þessa spiltu manna. Sértu ekki undan einhverjum sem setið hefur í ráðastöðu áttu lítin möguleika á að ná kosningu. Afsprengin eru svo enn spiltari en þeir sem komu þeim í heiminn. Í ljósi þess, væri kannski best að afsala sjálfstæði okkar til annars lands þar sem þessi spilling þekkisti ekki og þú segir af þér áður en þjóðin krefst þess gerist þú sek/ur um brot. 

A.L.F, 2.11.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband