Hvað á maður að borga í hússjóð?

Einu sinni keyptum við íbúð í húsi þar sem húsfélagið rukkaði mjög lág húsgjöld.  Stóra systir mín réði okkur frá kaupunum en við hjónin ákváðum samt að kaupa íbúð þar.

Sameignin var öll í lamasessi og þegar vanræksluskemmdir komu í ljós á þakinu þurfti hver íbúð að borga hálfa milljón vegna vanrækslu fyrri ábúenda.  Þetta gerðist rétt eftir að við fluttum inn svo ég var lítið hrifinn.  Eftirá að hyggja voru mistök að kaupa íbúð þarna.  Margir höfðu gert íbúðirnar sínar rosalega flottar, en húsið sjálft var slömm.

Fjölbýlishús rétt hjá var með húsgjöldin þó nokkuð hærri, en öll sameign var til fyrirmyndar, nýmálað, flott teppi og lýsing, þvottahús, hjólageymsla og o.sfrv.  Ég horfði löngunaraugum þangað þegar tímar liðu.

Sumir tala eins og að lágir skattar séu eitthvað markmið í sjálfu sér, en verður maður ekki að sjá hvað maður fær fyrir peninginn?

Er fyrri húseignin rekin í anda kapítalisma og sú seinni í anda félagshyggju? Er maður sjálfkrafa kommi  ef maður vill búa í seinna húsinu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skemmtileg samlíking hjá þér.. og vekur mann til umhugsunar.

Óskar Þorkelsson, 8.6.2009 kl. 17:37

2 Smámynd:

Góð samlíking. Málið er nefnilega hvað maður fær fyrir peningana.

, 8.6.2009 kl. 21:03

3 identicon

Já auðvitað!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:12

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Er þetta dæmi bara ekki spurning um hvernig húsfélagið starfar? Ertu að jafna saman húsfélögum við stjórnun landsins? Ef svo er þá er þetta mikil einföldun, svona nokkru er ekki hægt að líkja saman. Ekki á neinn hátt.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.6.2009 kl. 03:28

5 Smámynd: Einar Indriðason

Ég sá þetta sama fyrir nokkrum árum.  Tvær blokkir... önnur í fínu ástandi innanhúss og utan, en hússjóðurinn var soldið hár.  "Jú, við gerum eitthvað á hverju ári, málum, eða skiptum um lyftu, eða eitthvað..."

Hin blokkin... nánast eins í útliti... meira sjabbí.... "Tja.. Við söfnum bara fyrir því ef lyftan bilar."  Og hússjóður var ekki mikill.  (En gæti bitið vel.)

Ég veit í hvorri ég myndi vilja vera.... Þessi í fína standinu, en soldið háa hússjóðinn.  (Þar var búist við peningaútlátum, og sjóðurinn til staðar...)

Einar Indriðason, 9.6.2009 kl. 08:24

6 Smámynd: Kári Harðarson

Í báðum félögum er fólk sem á hluti saman og tekur ákvarðanir um sameiginlegt ráðstöfunarfé.  Ég fann amk. einn hlut til að bera saman svo þetta er greinilega samanburðarhæft.

Ég var aldrei að segja að húsfélag og samfélag væru nákvæmlega eins.  Hver er annars aðal munurinn?

Kári Harðarson, 9.6.2009 kl. 11:24

7 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þetta eru tvö ágæt dæmi, en ég er gjörsamlega ósammála þér hvort heyrir kapítalisma til og hvort sósíalisma. Og það byggi ég á því að í þremur blokkum sem ég hef átt heima höfðum við alltaf vit á að safna í viðhaldssjóð til að geta haft húsnæðið í góðu lagi. Það hefur nefnilega verið vitað um aldur og ævi að ytra byrði húsa, ekki síst þak, þarfnast reglulegs og góðs viðhalds. Öðru vísi drabbast viðkomandi hús niður og verðmæti þess lækkar.

Það er sem sagt eignahyggjan sem hvetur fólk til að halda verðmæti húsa sinna við. 

Spurning þín varðandi samlíkingarnar er auka atriði, eiginlega. Aðal atriðið er hvort húsfélög starfi af viti eða ekki. Svo hefur ekki verið í húsinu sem þú keyptir í. Mörgum finnst það blóðpeningar að borga stórar fúlgur í hús- og viðhaldssjóð. En það margborgar sig þegar upp er staðið.

Ágúst Ásgeirsson, 9.6.2009 kl. 12:29

8 Smámynd: Kári Harðarson

Það sem ég er að reyna að segja er að stimplarnir (kommi, kapítalisti) eru úreltir, það sem skiptir máli er að taka virkan þátt í samfélaginu sem maður býr í og passa upp á sameiginlegar eigur þess.

Lýðræðið á Íslandi hefur ekki virkað í mörg ár, og þá skiptir ekki máli hvort maður er til hægri eða vinstri...

Kári Harðarson, 9.6.2009 kl. 13:23

9 identicon

Reyndar var thad thannig ad eg helt ad bankinn her i Danmorku segdi nei vid ad veita lan til ad kaupa ibud i fjolbylishusi thar sem husgjold voru svona ha.  Bankinn sagdi : thetta list okkur vel a, thid faid aldrei neina bakreikninga, thetta er miklu betra en lag husgjold thar sem eru aldrei til fjarmunir til ad skipta um thak, o.t.h.  Frekar ad borga meira a hverjum manudi og losna vid bakreikninga.  Thetta hefur gengid eftir, husfelagid ("administrator", sem er logfrædiskrifstofa uti i bæ), ser um  vidgerdir og vidhald a hverju ari, hægt og sigandi, thannig ad thad eru aldrei nein storverkefni sem bida. 

Regina Hardardottir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband