Magna Carta

Í Matteusi stendur að Jesú hafi hent "víxlurunum" út úr musterinu. 

Hér er mynd sem var tekin á staðnum:

christus_austreibt.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var bannað í gamla testamenti og í Torah, trúarriti gyðinga að innheimta vexti.  Það var talsvert alvarlegra en kynvilla, held ég því Jesú barði ekki á hommum meðan hann gekk meðal vor, en hann sleppti sér alveg í musterinu.

Gyðingar gerðu seinna undantekningu á okurlánareglunni:  Það mátti taka vexti af útlendingum.

Það var út af þessari undantekningu sem gyðingar urðu óvinsælir í Evrópu og sögur eins og "Kaupmaðurinn í Feneyjum" voru skrifaðar (af Shakespeare).

Árið 1215 gerðu englendingar með sér samning um að halda lög og frið, skjalið heitir  Magna Carta enda skrifað á latínu.

490px-magna_carta.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í honum stendur ýmislegt merkilegt, en þar á meðal að ef einhver Englendingur deyr og hann skuldar gyðingi peninga, þurfa erfingjar hans ekki að borga gyðingnum okurvextina þótt sá sem dó hafi álpast til að semja upp á þá.

Hér er ensk þýðing á latnesku málsgreininn (undirstrikun mín):

If one who has borrowed from the Jews any sum, great or small, die before that loan be repaid, the debt shall not bear interest while the heir is under age, of whomsoever he may hold; and if the debt fall into our hands, we will not take anything except the principal sum contained in the bond. And if anyone die indebted to the Jews, his wife shall have her dower and pay nothing of that debt; and if any children of the deceased are left under age, necessaries shall be provided for them in keeping with the holding of the deceased; and out of the residue the debt shall be paid, reserving, however, service due to feudal lords; in like manner let it be done touching debts due to others than Jews.[14]

 

Í fljótu bragði sýnist mér að Englendingar séu orðnir Gyðingarnir, nema við eigum að borga vextina en ekki höfuðstólinn.  Hvar er okkar Magna Carta sem ver okkur fyrir þeim?

Ef við ætlum að lifa hér áfram þurfum við að ákveða hvort við ætlum að umbera þessa óværu sem er stjórnlaus bankastarfsemi og okurlán.  Kannski Jesú og fortíðin hafi eitthvað að kenna okkur þarna? 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í "góðærinu" sem var hreint ekkert góðæri, var því haldið fram að hin nýja kynslóð bankamanna væri ekki sníkjudýr á samfélaginu.  Annað hefur komið fram.  Þurfum við ekki að taka afstöðu til þessa hluta alheimsvæðingar og kapítalisma áður en enduruppbyggin hefst?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Frábær færsla hjá þér, Kári !  

Að sjálfsögðu ertu að einfalda hlutina, en kjarninn er mikilvægur og umræðan þörf. 

Morten Lange, 26.6.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þessi er með þeim betri.. verst er að þú verður stimplaður sem júðahatari áblogginu núna !  .. bíð spenntur eftir svari frá villa í köben...

Óskar Þorkelsson, 26.6.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Það er ekki til mikilvægari spurning en þú setur hér fram Kári. Og íslendingar eru afar djúpt sokknir í þessa vitleysu.

Hér ríkir í raun bara ein kenning - þú skalt borga!

Ólafur Eiríksson, 26.6.2009 kl. 19:38

4 Smámynd: Dúa

Góður

Var myndin tekin á digital vél?

Dúa, 26.6.2009 kl. 23:51

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Skemtileg grein.

Mér finnst þetta eingu að síður vera rangfærsla og ekki sami hluturinn. Í dag er verið að tala um vexti af engu, tölum á blaði sem hvorki er hægt að borða né búa neitt til úr. Þegar Jesú rak út víxlarana þá vor þeir að braska með ávísanir á raunveruleg verðmæti gull, silfur og matvæli. (Ég lána þér 10 geitur núna og þú borgar 15 til baka eftrir ár). Ef heimsbyggðin á að halda áfram að nota fiat peninga verður einfaldlega að vera hægt að innheimta vexti af þeim því þeir rýrna í verði. Til dæmis má ætla að 5.55% árvextir á Bresk pund í dag séu líklega neikvæðir raunvextir til að minnsta kosti næstu 5 ára, því Bretar eru búnir að prenta pund síðasta hálfa árið sem svarar til að minnsta kosti 30 % þynningar á virði pundsins.

Guðmundur Jónsson, 27.6.2009 kl. 10:49

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Frábær pistill, sé nefnilega fram á sem eigandi peninga í íslenskum banka en búandi ytra, að verða sérskattaður vegna vaxtanna! Annars hélt ég það gengi ekki samkvæmt tvísköttunarsamningi Íslendinga og Frakka. En allt skal reynt af þessum höfðingjum sem sjá engar lausnir aðrar en heimta fé af fólki. Fólki sem var harðkeyrt fyrir.

Endurtek, skemmtileg og frábær skrif.

Ágúst Ásgeirsson, 27.6.2009 kl. 13:19

7 Smámynd: Kári Harðarson

Dúa, nei þetta er trérista - myndin var tekin á hefil...

Kári Harðarson, 27.6.2009 kl. 23:27

8 Smámynd:

Gott innlegg.

, 27.6.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband