Gott borgarhjól

Hjólið á myndinni er með koltrefjareim í stað keðju svo engin smurning kemur í buxnaskálmar og ekkert viðhald er nauðsynlegt.  Gírarnir eru 8 og innvortis og eiga að vera viðhaldsfríir.  Bremsurnar eru diskabremsur bæði framan og aftan  svo ekki þarf að stilla þær.  Þetta er mikilvægt fyrir venjulegt fólk því hjól sem seld eru hvað mest á Íslandi þurfa óvenju mikið viðhald.

Svo fylgja alvöru bretti og hægt er að setja bögglabera á hjólið.  Dekkin eru slétt, næstum mynsturslaus enda rúlla þau mun betur en ef þau væru grófmynstruð.

 

soho_rainygray.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjólið heitir Soho og er frá Trek.   Svona útfærsla ætti að vera algengari á götum Reykjavíkur, hún hentar mun betur en fjallahjólin - þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef orð á þessu en mér blöskrar hvað hjólabúðirnar okkar kaupa mikið inn af fjallahjólum þótt fæstir ætli upp á fjöll.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er hjól sem ég gæti hugsað mér.. hvað helduru að svona gripur kosti á klakanum ?

Óskar Þorkelsson, 2.7.2009 kl. 01:19

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afsakið ég sá verðið á linknum.. sirka 1000 dollara.

Óskar Þorkelsson, 2.7.2009 kl. 01:19

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég hef tekið eftir því að ég nota 4 gíra í 90%+ tilfella á mínu hjóli. Fremri tannhjólin eru sjaldan notuð. Ég hef líka sett slétt(ari) og mjórri dekk undir mitt hjól, þar sem ég fer afar sjaldan út af malbiki.

Jón Ragnarsson, 2.7.2009 kl. 09:57

4 Smámynd: birna

kúl hjól, og takk fyrir síðast

birna, 2.7.2009 kl. 10:05

5 identicon

Örninn tók inn nokkur Soho hjól í fyrra sem öll seldust. Tóku engin svona hjól núna enda er verðið á þessu hærra heldur en venjulegt fólk er tilbúið að borga fyrir hjól. Gleymum ekki að ríkið undir stjórn Vg tekur inn 10% toll af þessu vistvæna farartæki.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 11:29

6 Smámynd: Einar Indriðason

Eitt sem ég sé á myndinni, sem ég myndi vilja breyta... Hafa stýrið hærra.  Svona lágt stýri, þá situr maður soldið hokinn.  Ég vil frekar vera uppréttari sjálfur....

En flott hjól, samt.  Dýrt, en flott.

Einar Indriðason, 2.7.2009 kl. 11:56

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta virðist vera hálfgert barnahjól þar sem þeir bjóða það í mest 25" (28" nánast skylda ef þú ert 175 cm. eða hærri) en annars nokkuð skynsamleg útfærsla fyrir borgarhjólreiðar.

Baldur Fjölnisson, 2.7.2009 kl. 17:54

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sé að Örninn er með Soho á síðunni hjá sér á tæpar 180þ .

Óskar Þorkelsson, 2.7.2009 kl. 18:00

9 identicon

Átti reimdrifið Bens hjól fyrir nokkrum árum.

Á afturhjólinu voru svona flapsar sem þrýstust út í reimina til að halda henni strekktri. Það var líka 8 gíra. Flapsarnir slitnuðu og hjólið fór að spóla og þurfti að skipta um þá á þriggja mánaða fresti . Bens umboðið á Skúlagötu var með þessi hjól. Á meðan hjólið var í ábyrgð skiptu þeir um þessa flapsa fyrir mig og sá Örninn um það fyrir þá. Þegar að ábyrgðin rann út vildu þeir ekkert við mig tala meira og fór ég þá fram á að skila hjólinu. Eftir skamman tíma komumst við svo að samkomulagi að þeir borguðu 80% af andvirði hjólsins og tóku það til sín. Held þeir hafi hætt að flytja þau inn eftir þetta.

Eftir þetta hef ég eingöngu verið með keðjudrifin hjól.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 18:07

10 Smámynd: Guðni Ólason

Eitt við öll þessi hjól, og á líklega við þetta líka: Af hverju alltaf þessi AFTURENDAMORÐÓÐU sæti!! Hef bara aldrei getað skilið það. Mér finnst gaman að hjóla og allt það, en verð alltaf að kaupa mér almennileg sæti á þessi kvekindi. Á kannske ekki að sitja á þeim, eða hvað????

Guðni Ólason, 2.7.2009 kl. 18:48

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm, nákvæmlega.

Ég böðlaðist sjálfur árum saman um gangstéttirnar á 26" torfæruhjóli sem var hannað fyrir 1) torfærur og óvegi og 2) fólk sem er fremur smávaxið. Þetta grey var nú orðið heldur lasburða í vor og tók því varla lengur að púkka upp á það og var ég þá svo heppinn að því var stolið. Núna þeysi ég um bæinn á 28" hjóli með 7 gírum og það er demparalaust að framan og með grönnum og nánast sléttum dekkjum og ég hef núna miklu meiri yfirferð en áður með miklu minni áreynslu. Og það er stór og breiður hnakkur á þessu hjóli sem ekki borast upp í rassgatið á manni.

Baldur Fjölnisson, 2.7.2009 kl. 19:16

12 Smámynd: Kári Harðarson

Svona hjól á að kosta 70 þúsund.  Ef það er dýrara, er eitthvað að landinu sem maður býr í.  Úps...

Kári Harðarson, 2.7.2009 kl. 21:49

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það kostar 1000 dollara í USA.. þumalfingursreglan er *2 svo.. þetta er ekkert óvenjulegt verð.. ísland er bara svona ;)

Óskar Þorkelsson, 2.7.2009 kl. 22:21

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gott reiðhjól ætti að vera nánast einnota og kosta þetta tops 30-50 þúsund. Eftir árið ættirðu að hafa val um að henda því eða gefa það og kaupa annað.

Baldur Fjölnisson, 2.7.2009 kl. 22:36

15 Smámynd:

Flott hjól en ég er sammála athugasemdinni um stýrið - af hverju er ekki hægt að fá hjól þar sem maður situr í nokkuð eðlilegri stöðu? Draumahjólið væri "dömureiðhjól" með breiðu sæti og háu stýri, fáum gírum og mjóum dekkjum.

, 3.7.2009 kl. 00:13

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er auðvelt að hækka stýrið ;)

Óskar Þorkelsson, 3.7.2009 kl. 00:55

17 identicon

Guðjón,

 Ég bý erlendis og hef notað rafmagnshjól í 3 ár.  Þetta er frábært farartæki, hljóðlátt viðhaldsfrítt og smýgur í gegnum stórborgarumferðina.

Það er gjörsamlega galið að skv. íslenskum skilgreiningum flokkast rafmagnshjól sem bifhjól og fer því í sama flokk og farartæki sem getur verið tugir hestafla.  Stjórnvöld á Íslandi ættu að hampa þessum farartækjum sem nota innlenda orku og kosta okkur þarf af leiðandi ekki gjaldeyri.  Hér þarf að fella niður tolla og gera fólki kleift að nota rafmagnshjól þegar venjulegt reiðhjól dugar ekki alveg til.

Hver fer annars með þessi mál?  Samgöngumálaráðuneyti eða Fjármálaráðuneyti?

magnuso

Magnús Oddsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 07:01

18 Smámynd: Einar Jón

Dagný: Markið seldi Kettler dömuhjól með háu stýri, breiðum hnakk og 7 gíra inni í öxlinum. Ég finn þau ekki á vefsíðunni núna, en þeir hafa umboðið.

DBS er með svipuð hjól, en þau hafa ekki verið seld á íslandi lengi.

Einar Jón, 10.7.2009 kl. 16:52

19 Smámynd: Morten Lange

Góður pistill og góðar umræður.      :-)

Morten Lange, 15.7.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband