Cargo Cult

Í seinni heimsstyrjöld komu bandaríkjamenn á fleiri afskekktar eyjar en þá íslensku.  Þeir lögðu litlar flugbrautir á mörgum eyjum í Kyrrahafi, þar á meðal eyjaklasanum Vanuatu.

jzrrnub.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flugvélar hlaðnar varningi byrjuðu að lenda, eyjarskeggjum til mikillar ánægju (og undrunar því þetta voru frumstæðar þjóðir).  Pottar og pönnur, vasaljós, skóflur, hnífar og fleiri undartól komu út úr flugvélunum.

Þegar stríðinu lauk og kaninn fór heim mynduðust trúarbrögð i kringum undarlega fólkið sem kom með allt frábæra dótið.  Eyjarskeggjar fóru að byggja byssur og skriðdreka úr hálmi og laufblöðum.  Þeir byggðu litla flugturna og reyndu að kalla þessa frábæru flugvélar með dótið niður aftur.

Þessi undarlegu trúarbrögð fengu nafnið "Cargo Cult" því "Cargo" var það sem eyjarskeggjar vildu fá en skildu ekki hvernig þeir gátu fengið. Þeir endurtóku ritúölin án þess að skilja hvernig þau virkuðu.




beadwagon2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta hugtak var síðar notað af vísindamanninum Richard Feynman til að lýsa lélegum vísindum, vinnu sem hafði yfirbragð vísinda, án þess að hafa vísindaleg vinnubrögð í heiðri.

Rétt eins og gerfiflugturn og gerfiflugbraut getur ekki látið guðdómlegar flugvélar með varning birtast úr tómu lofti geta sönn vísindi ekki verið stunduð nema undirliggjandi reglur séu í heiðri hafðar.  Menn í hvítum sloppum í nýbyggðum rannsóknarstofum og skólabyggingum eru yfirborðið en ekki kjarninn.

Vísindamenn þurfa að vera tilbúnir að efast um eigið ágæti, eigin kenningar og eigin niðurstöður og vera tilbúnir að leyfa kollegum að fara yfir vinnu þeirra til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu.  Gagnrýnir kollegar eru ómetanlegir.

Sovétmenn stöðvuðu framrás vísinda í sínu heimalandi með því að dæla peningum í rannsóknir sem framkölluðu niðurstöður sem voru yfirvöldum þóknanlegar.  Erfðafræði var ekki til.  (Sjá grein hér).   Ef sönn vísindi eiga að þrífast verða menn með óvinsælar rannsóknir líka að geta fengið fjármagn.

Ræða Feynman er hér.  Hún er mjög læsileg, Feynman er góður penni.

Þetta hugtak "Cargo Cult" hefur líka verið notað um forritara sem gera hluti án þess að skilja af hverju.  Byrjandi í forritun afritar gamla hluta af forriti sem virkuðu og reynir að láta þá virka í nýju umhverfi án þess að skilja hvað hann gerir.

"Cargo Cult" er líka notað um pólítík.  Þjóðlönd sem þykjast vera með lýðræðislega ferla, þing, ráðuneyti og kosningar, en þar sem raunverulegt lýðræði er víðs fjarri.

Það er freistandi að vera latur og afrita það sem aðrir virðast vera að gera, í löndunum í kring, búa til kauphallir, prenta gjaldmiðil o.s.frv. en það er til lítils ef undirliggjandi kerfi virka ekki.  Borgarar þurfa að gegna borgaralegum skyldum sem neytendur og gagnrýnendur.  Menntamenn þurfa  að gagnrýna það sem er ekki með felldu.  Fréttamenn þurfa að veita aðhald.

cargo-cult41.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Nú er tímabil í sögu Íslands þegar fólk ætti að geta leyft sér að hugsa gagnrýnið um undirstöður samfélagsins.  Við viljum ekki byggja fleiri "Cargo Cult" mannvirki,  hvorki úr steypu né fólki.

Feynman endaði grein sína þannig:

“So I have just one wish for you — the good luck to be somewhere where you are free to maintain the kind of integrity I have described, and where you do not feel forced by a need to maintain your position in the organization, or financial support, or so on, to lose your integrity. May you have that freedom.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kári.

Þetta er bráðskemmtileg pæling og og stemmir alveg við það sem ég hef verið að hugsa undanfarna daga. Ísland varð afrit af gömlu forriti sem menn höfðu ekki hugmynd um hvernig virkaði eða hvort það virkaði yfir höfuð í nýju umhverfi.

Má ég stela smá af þessari Cargo Cult hugmynd? Er með ágæta viðbót þar sem þetta smell passar. 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 23:00

2 Smámynd: Kári Harðarson

Gerðu svo vel Issi minn.

Kári Harðarson, 14.9.2009 kl. 23:03

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Znilld af 'thínk'.

Steingrímur Helgason, 15.9.2009 kl. 01:19

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Takk fyriri þetta.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 15.9.2009 kl. 10:00

5 identicon

Frábær pistill Kári!

Heiðar Lind félagi minn, sem hefur alltaf verið gríðarlega virkur í félagsmálum benti einmitt á ágætis orðtak yfir þennan hluta af ástandinu í þjóðfélaginu; „félagslegt gjaldþrot“. –Almenningur var jú of upptekinn við að vinna aukavinnu til að halda neyslunni í gangi til að vinna í félagsmálum.

Allt frá íþróttafélögum til rótgróinna stjórnmálaflokka lentu í því að innra starf þeirra koðnaði niður þó fólk hafi eflaust „notað“ félögin og flokkana. Þau voru tóm og tilgangslaus rétt eins og gerviflugvélarnar á Kyrrahafseyjunum. –Í dag er það hinsvegar þannig að íþróttafélög og stjórnmálahreyfingar iða af lífi vega þess að stjórnarmenn og félagsmenn hafa tíma til að sinna þeim.

Stefán Vignir Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 11:33

6 Smámynd: Stefán Þór Stefánsson

Skemmtilegt hvernig þetta er fléttað saman hjá þér Kári.  Hef trú á að e.ð af þessu hafi komið í þvottabölunum frá Vogabókasafninu í denn.  Þetta eru vissulega pælingar um hvaðan Ísland er að koma, hvar það er núna og hvernig skal halda áfram.  Undanfarin ár einkenndust af því að glúrnir aðilar voru duglegir að spila fjármálaleiki sem ekki voru til reglur fyrir og lítilvirkt eftirlit haft með; í þokkabót með hagsmunaárekstrum.  Erfitt að búa til reglurnar eftirá. 

Nú skal skoða núverandi spilaborð, stöðugt líta fram á við hvernig spilaborðið er að þróast vítt og breitt, aðlaga svo reglurnar og eftirlitið á viðeigandi hátt.  Einn stór þáttur í eðli spilanna nú, er sívaxandi hraði og sívaxandi fjöldi spilara um allan heim - mest með hjálp rafeindatækninnar sem við erum svo duglegir að þróa.  Reglugerðirnar þurfa því að skapast hraðar en áður hefur tíðkast, en stjórnvöld eru nú ekki þekkt fyrir skjóta afgreiðslu því stanslaust þarf að þræta á pólitíkinni og á meðan fer allt í hnút.

Stefán Þór Stefánsson, 30.9.2009 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband