Hvað kostar að búa ?

Bankinn UBS gefur út skýrslu á hverju ári sem heitir  "Prices & earnings" en í henni eru borin saman laun og framfærslukostnaður í mismunandi löndum.

Hér er tíminn, skv. skýrslunni, sem það tekur meðalmann að vinna fyrir 1 kg brauði annars vegar og hins vegar iPod nano 8GB:

Borg             1 kg brauð  1 iPod

Amsterdam   19 mín   13,5 klst

Köben           17 mín   11,0 klst

Madrid           27 mín   15,5 klst

New york      14 mín     9,0 klst

Búkarest        42 mín    63,5 klst

Laun mismunandi stétta, skattar,  húsaleiga, bílverð, almenningssamgöngur, fjöldi frídaga og ýmislegt fleira er borið saman í skýrslunni á 42bls.

Í Reykjavík kostar iPod Nano núna 38.995 kr.  Sá sem er með 300 þús í laun er með 1.875 kr á klst fyrir skatt, sennilega 1.125 kr/ klst eftir skatt.  Hann er því 34 klst að vinna fyrir iPod nano.

Skv. skýrslunni er það sambærilegt við borgir eins og Tallinn, Moskvuborg og Ljubljana.

1kg brauð kostar 512 kr núna svo launamaðurinn okkar er 28 mín að vinna fyrir því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Eitt kg af brauði hér í noregi kostar frá 17-35 kall, eftir innihaldi.. meðallaun eru um 180 kr á tímann.. skattur að jafnaði 36 % svo þeir halda sirka 110 kr eftir.. þá eru þeir um 17 - 20 minútur að vinna fyrir brauðinu... 

ipod nano kostar frá 1120 nok svo nojarinn er rúmar 10 klst að vinna fyrir þessu stuffi.. 

Óskar Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 18:06

2 Smámynd:

Áhugaverður samanburður. Í eina tíð var verðið á Big Mac notað til samanburðar milli landa.

, 23.9.2009 kl. 21:28

3 identicon

Meðallaun í VR 2008 voru skv. launakönnun 399 þús. 

En burtséð frá því. Í gamla daga, þegar ég var að taka ákvörðun um hvar ég skyldi setja mig niður, var viðurværið dýrt á Íslandi, en húsnæðið ódýrt. Nú er það orðið dýrt líka. 

Grímur (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 08:18

4 identicon

Jamm Kari minn, eg var i svona pælingum fyrir mörgum, mörgum árum og pabbi, sem var annars svo "down to earth" og praktískur sagdi, thú ákvedur ekki hvar thú átt ad búa med buddunni, thú ákvedur thad med hjartanu... statistík og tilfinningar eiga afar illa saman.  En ég skal alveg vidurkenna ad ástandid heima er ordid thannig ad möguleikar á lífsvidurværi eru farnir ad vega thyngra en tilfinningar.

Regina Hardardottir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:06

5 Smámynd: Kári Harðarson

Við erum ekki á förum, höfum það ekki slæmt.  Mér finnst samt sjálfsagt að fylgjast með þessu.

Kári Harðarson, 25.9.2009 kl. 09:08

6 identicon

Það er nú svo merkilegt með það að þrátt fyrir handónýtan gjaldmiðil og vítahring verðbólgu og verðtryggðara vaxta, þá er Ísland þrátt fyrir allt bara í ótrúlega góðum málum. Eftir að hafa legið yfir hagtölum (smá sýnishorn á blogginu) og ýmsum atferlispælingum þjóðarinnar þá er ég orðinn sannfærður um að við erum mestu vælskjóður í heimi. Það er engin kreppa á Íslandi, þjóðin er bara orðin eins og frekur krakki. Bjór og léttvín mættu samt alveg vera ódýrari

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:48

7 Smámynd: Kári Harðarson

Við erum ennþá að kaupa vatn í flöskum og keyra um í bílum, kaupmátturinn er ekki alveg þrotinn.

Þegar ég mæti manni á asnakerru á Suðurlandsbrautinni fer ég að hafa áhyggjur.

Kári Harðarson, 29.9.2009 kl. 10:25

8 Smámynd: Yngvi Högnason

Kannski mætti segja að Range Rover, Hummer og aðrir bílar í þeim flokki séu asnakerrur. Og fullt af þeim er á Suðurlandsbrautinni.

Yngvi Högnason, 29.9.2009 kl. 12:49

9 Smámynd: Stefán Þór Stefánsson

Sæll Kári - Þú valsaðir vasklega inn í þennan brandara hjá Yngva - góður

Það versta er að heimshagkerfið er búið að flækja sig í alls kyns draslframleiðslu og þjónustu sem allir telja sig verða að hafa til að njóta lífsins, annars er mann sko bara í kreppu.  Ég viðurkenni alveg að vera þátttakandi í því, en það má hafa drasldæmið miklu smærra í sniðum.  Það versta við þetta er öll óþarfa mengunin í báða enda sem fylgir þessu rugli.  Það þarf virkilega að skilgreina jákvæða og neikvæða þjóðar/jarðframleiðslu og súperskatta allt sem er rugl svo það hverfi sem fyrst; nota skattana til að planta trjám og vinna bug á jarðhlýnuninni með viðeigandi lausnum.

Stefán Þór Stefánsson, 30.9.2009 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband