Sjónarmið

Ég varð samferða starfsmanni erlends sendiráðs í vikunni sem leið.  Ég spurði hann hvort mikil vinna hjá sendiráðinu færi í að fylgjast með málum íslendinga og skila skýrslum til heimalandsins. 

Starfsmaðurinn játti því, sagði að Ísland vekti mikla athygli í hans heimalandi og menn vildu læra af því sem hér væri að gerast.

Svo spurði ég hvað honum fyndist persónulega og off-the-record um viðbrögð íslendinga við hruninu?

Hann sagðist ekki skilja að íslendingar væru ekki reiðari miðað við skaðann sem siðlausir menn í banka og stjórnkerfinu hefðu valdið, hvort menn skildu ekki hvað skaðinn væri stór?

Svo sagði hann að sér þætti furðulegt hvað sjálfstæðisflokkurinn kæmist upp með að hafa hátt eftir allann skaðann sem hann hefur valdið.  "Ég hefði haldið að sá flokkur þyrfti að stíga mjög létt til jarðar"sagði starfsmaðurinn.

Svo tókum við upp léttara hjal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Sæll Kári.

Hef einmitt undrast að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki vera bókstaflega í láginni . . .  Meira að segja hef ég haldiðþ ví fram að það ætti að oma til álita að meðhöndla Sjálfstæðsiflokkinn með sambærilegum hætti og leppflokkar hersetinna ríkja og kúgaðra voru meðhöndlaðir í Evrópu eftir Seinni Heimstyrjöldina og einnig eftir fall Járntjaldsins. 

Sumir flokkarnir voru bannaðir og amk. var hægri mönnum og vinum fasistanna gert að endurskipuleggja sig  - og eins var leppum Sovétstjórnvalda gert að iðrast og einstaklingar voru sviptir eftirlaunum og forréttindum sem þeir höfðu tekið til  sín á grundvelli ranginda og kúgunar í skljóli valdbeitingar.  http://blogg.visir.is/bensi/2009/10/04/%c3%bearf-a%c3%b0-banna-sjalfst%c3%a6%c3%b0isflokkinn-til-a%c3%b0-endurreisnin-geti-gengi%c3%b0-fyrir-sig/

Er ekki tími á að Viðskiptaráðið verði t.d. hreinsað út?

http://blogg.visir.is/bensi/2009/10/03/vi%c3%b0skiptara%c3%b0-islands-al-quida-hry%c3%b0juverkasamtok-sem-ogna-tilveru-samfelaga/

kveðja

Bensi

Benedikt Sigurðarson, 19.10.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvernig liti íslenskt þjóðfélag út ef Benedikt Sigurðarson og hans nótar réðu ríkjum? Satt best að segja fer um mann hrollur að lesa skrif af þessu tagi. Hún yrði kostuleg "hreinsunardeildin" sem Benedikt stjórnaði.

Kári minn. Viltu ekki vera svo vænn að upplýsa okkur hver hann er þessi ágæti sendimaður erlends ríkis, sem rægir Sjálfstæðisflokkinn í þín eyru af stakri snilld. Ef þú getur það ekki ertu ekkert annað en ódýr sögusmetta. Ætlastu til að fólk taki mark á þessu?

Gústaf Níelsson, 19.10.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir þessa frásögn, Kári.  Ég held að starfsmaðurinn hafi þó nokkuð til síns máls.  Finnst Benedikt gangi skrefinu of langt, en rogburður Gústafs í þinn garð var ókurteis og ómerkilegur.

Morten Lange, 19.10.2009 kl. 21:51

4 Smámynd: Kári Harðarson

Ég get ekki sagt hver þetta var, því ég spurði hann "off the record" og er því bundinn sömu þagnarskyldu og blaðamenn.  Það er hefð fyrir því í blaðamennsku að þeir gæti heimildamanna sinna, þeir eru ekki uppnefndir fyrir það.

Sögusmetta er sá sem ber áfram slúður, óstaðfestan orðróm.  Þetta er ekki óstaðfestur orðrómur heldur er hann staðfestur af mér, hérmeð.

Ég ætlast til að þeir sem treysta mér taki mark á þessu, en ekki fleiri en það.

Kári Harðarson, 19.10.2009 kl. 22:54

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það sem er "off the record" er ekki ætlað til dreifingar. Öðrum þræði hefur þú brugðist þessum manni með því að bera hann fyrir sögu, en eðli málsins samkvæmt getur þú ekki greint frá því hver hann er. Væri ekki réttast að þú hefðir haft þessa sögu aðeins fyrir sjálfan þig? Með öðrum orðum "off the record"!!

Gústaf Níelsson, 19.10.2009 kl. 23:37

6 Smámynd: Kári Harðarson

Ég fletti upp þessum skilgreiningum:

"On-the-record": "all that is said can be quoted and attributed."

"Off the record": þýðir "don't quote me on that".

Ég bregst honum því ekki nema herma orðin upp á hann/hana.

----------------

Þú spyrð: "Væri ekki réttast að þú hefðir haft þessa sögu fyrir sjálfan þig?"

Ég veit ekki hvort það væri réttast, en það væri amk. best fyrir sjálfstæðismenn.

Það hentar mörgum mjög vel að útlendingar þegi fyrir kurteisissakir og láti íslendinga velkjast áfram í þessum undarlega veruleika sem við höfum skapað fyrir okkur sjálf.

Ég man þegar einhver finnskur embættismaður dirfðist að tjá sig um umsókn Íslands í ESB. Þá man ég að einhverjir héldu því fram að af því hann væri erlendur embættismaður mætti hann ekki hafa skoðanir á því sem fram færi hér á landi.  "Hann spillir!" var æpt.

Mér dettur í hug að þegar aðkomumenn segja óreglumanni hvað þeim finnst um framferði hans gæti hann vel fundið upp á þessu sama tilsvari:  Væri ekki best að þið hélduð ykkar skoðunum út af fyrir ykkur?

Kári Harðarson, 20.10.2009 kl. 00:03

7 identicon

Þetta vekur upp spurninguna um það af hverju ekki er hægt að gera upp mistök ríkisins. Það hafa verið gefnar út 6 bækur sem eru sagnfræðilegar og bækur manna sem unnu hjá fjármálageiranum og segja sögu um hvað gerðist hjá sínum fyrirtækjum.

En af hverju skrifa starfsmenn Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans ekki neitt? Þeirra sögu hefði ég viljað heyra. Þarf að aflétta hlýðnisskyldu opinberra starfsmanna til þess að einstaklingar leggi í að segja þessa sögu?

Það er nokkuð ljóst að  margar ástæður liggja að baki því að ríkið brást, þær eru meðal annars sterk staða Sjálfstæðisflokksins, framkvæmd nýfrjálshyggjunnar, framkvæmd nýsköpunar í ríkisrekstri, ólýðræðisegur stjórnunarstíll og vondar eldri starfshefðir ríkisins.

Það er hugsanlega rétt sem segir í greiningu Sjálfstæðismanna sjálfra að ekkert hafi verið að stefnu þeirra. Hins vegar er framkvæmdin og aðstæðurnar þá því athyglisverðari. Vissulega kemur hrun samvinnuhreyfingarinnar þarna inn í, en Framsóknarflokkurinn hafði ekkert hugmyndafræðilegt andsvar gegn frjálshyggjunni.

Ef ekkert finnst sem var að stefnunni og framkvæmd hennar annað en að Íslendingar séu hægrisinnaðri en aðrar þjóðir og Sjálfstæðisflokkurinn fékk meiri völd og lengur en allir aðrir hægriflokkar í veröldinni, getum við orðið að krefjast endurskipulagningar á samtökum hægri manna á Íslandi þannig að öfgastefnur á þeim kanti verði okkur ekki of dýrar.

Haukur Arnþórsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband