Euroshopper er hollenskt merki

Nú kemur upp í mér púkinn.  Ættum við að kaupa matinn okkar af hollendingum ;)

Í alvöru talað:  Ættum við að vera að kaupa vörur sem eru seldar í Evrum nú þegar hún er farin að kosta yfir 1,50$.

Ættu vörur frá Bandaríkjunum ekki að vera að verða ódýrari?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Verðum við ekki bara að fá Wal-Mart hingað?

Jón Ragnarsson, 22.10.2009 kl. 14:38

2 identicon

Slepptu púkanum lausum, það er langt síðan ég fór að útiloka Hollendskar vörur í mínum innkaupum

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 15:09

3 identicon

þetta er bölvaður ruddavarningur sem seldur er undir þessu vöumerki. Bónus ætti að sjá sóma sinn og taka þetta drasl úr hillum sínum og bjóða upp eithvað annað!

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 15:43

4 Smámynd: Kama Sutra

Ég er sammála Haraldi - Euroshopper vörurnar eru flestar fádæma lélegar.  Bara drasl.  Haframjölið frá þeim er það eina sem mér hefur fundist ókei.

Ég hafði ekki hugmynd um að þessar vörur væru hollenskar en mér hefur fundist ákaflega auðvelt að sniðganga þær - og ætla mér að gera það áfram.

Kama Sutra, 22.10.2009 kl. 19:01

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

margar Euroshopper vörur eru í góðu lagi. ég kaupi t.d. alltaf Euroshopper pasta. það hefur þann kost umfram t.d. Barilla, sem er tvöfalt dýrara, að það heldur ekki áfram að „sjóða“ eftir að vera tekið úr pottinum og sett í sigtið. Barilla þarf sumsé að taka úr pottinum rétt áður en það er tilbúið. annars verður það ofsoðið. að öllu öðru leiti er það sambærilegt að gæðum.

ég hef ekkert á móti hollendingum þótt þeir vilji að íslenska ríkið standi við fyrri yfirlýsingar sínar.

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2009 kl. 19:09

6 Smámynd: Kári Harðarson

Ég hef ekkert á móti hollendingum heldur, þess vegna sagði ég að "púkinn hefði komið upp".

Ég hef á móti íslendingum sem skilja ekki að það er ekki alltaf allt í gúddí að haga sér eins og fífl í útlöndum.

"What part of no don't you understand" er spurning sem íslendingar hafa gott af að skilja.

Kári Harðarson, 22.10.2009 kl. 21:03

7 identicon

Kári-

Þetta er frábær hugmynd.  Íslendingar geta kannski fengið:

  • Skyr
  • Smjör
  • Síríus súkkulaði
  • Lambakjöt

Fæst í Whole Foods.  Þetta er þjóðlegur og góður matur og örugglega allt niðurgreitt með einum eða öðrum hætti...  Þannig að þetta skapar þá vinnu á Íslandi líka :)  Því miður selur Whole Foods ekki kók, sem mér skilst að hafi tekið yfir af bergvatninu sem mikilvægasti vökvinn á Íslandi.

Andri

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 21:04

8 identicon

Mikið er ég sammála þér núna, Það er alveg ótækt að kaupa meira en það alnauðsinnlagaðasta frá ESB löndunum eins og staðan er (og um alla framtíð) eftir að við sjáum hvernig þessir aðilar haga sér gagnvart Íslenskum almenningi.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband