Hvernig er hægt að skrifa bók um hjólreiðar? Allir kunna jú að hjóla....

„Þetta er fáránleg tímaeyðsla fyrir lögregluna og á fjármunum skattgreiðenda,“ segir Mark Wallace, yfirmaður Sambandi skattgreiðenda, sem hefur það að markmiði að vekja berjast gegn misnotkun á almannafé.

Hvers vegna ekki bók um hjólreiðar fyrir lögreglumenn?  Það er örugglega til lengri bók um lágmarks endurkast frá endurskini á bílnúmerum....

Þessi skatta baráttu samtök munu seint leggjast niður vegna verkefnaskorts.  Þeim er auðvitað í sjálfsvald sett á hvað þau ráðast en samt vildi ég að þau hefðu valið verðugra skotmark.  Sennilega hefur samtökunum þótt reiðhjól vera barnaleikföng og því óhætt að ráðast á notendur þeirra.

Fyrir 50 árum hefði vafalaust verið gert grín að bók sem fjallaði um hvernig hægt væri að hanna eldhús þannig að gott væri að vinna í þeim.  "Það er hægt að afgreiða málið á einni blaðsíðu:  Staður konunnar er  bak við eldavélina.  Af hverju að skrifa eitthvað meira niður?"

Ég hef séð bók um gönguferðir á fjöll sem er meira en 100 bls. (eftir Jón Gauta).  Í henni er grein um mikilvægi þess að halda hita á fótunum og önnur um hvernig maður grefur sig í fönn.  Þetta safnast þegar saman kemur.  Einhver hefði líka getað spurt:  "Hvernig er hægt að skrifa bók um það að fara í labbitúr?"

Það  má spyrja hvort hið opinbera á að gefa út fræðslurit yfir höfuð?  Ég svara því hiklaust játandi.  Ég myndi vilja skoða eintak af þessari hjólreiðabók.


mbl.is Hjólreiðabæklingur gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi vilja lesa um konuna á bakvið eldavélina

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 17:00

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Reiðskólar þóttu sumu  fólki vera húmbúkk þegar þeir komu.Þyrfti ekkert að læra að sitja hest.

Hörður Halldórsson, 12.11.2009 kl. 18:04

3 Smámynd: Kári Harðarson

PS:  Bókin er "Gengið í óbyggðum" eftir Jón Gauta Jónsson  (2004). Reykjavík: Almenna bókafélagið.  Vel gerð bók.

Kári Harðarson, 12.11.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband