Sumarbústaður úr ull

Mongólska Yurt tjaldið hefur hýst fólk á steppum Mongólíu þó nokkuð lengi og þar getur orðið býsna kalt og hvasst.  Þess vegna grunar mig að þessi tjöld geti átt vel við hér.

 1_gallery_lrg.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

15_gallery_lrg.jpg

 

 

 

 

 

 

 

8_gallery_lrg.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau eru einangruð með ull, og við eigum nóg af henni.  Þeir sem vilja ekki kaupa fellihýsi eða tjaldvagn gætu viljað smíða sér svona tjald.  Ég veit af einu svona á Íslandi, á bæ fyrir norðan Borgarvirki í V.Hún, en það er stærra, notað til að hýsa morgunverðargesti í bændagistingu.

Það er ekki tjaldað til einnar nætur, það þarf að koma með tjaldið á kerru og menn eru 2 klst að tjalda.  Á móti kemur að þá er kominn meiri bústaður, viðargólf og kamína.

Hefur einhver reynslusögur af þessum tjöldum?

Hér eru upplýsingar um tjöldin frá fyrirtæki á vesturströnd Bandaríkjanna sem framleiðir útgáfur af þeim.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki nema það að ég hef komið í svona tjald einu sinni, í ágúst árið 2000 í Mongólíu. Þá var gott veður úti og því reyndi ekkert á það hversu vel tjaldið einangrar. En mér líst mun betur á þetta frekar en tjaldvagn.

Daníel (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Sigurjón

Sæll Kári.

Ef ég man rétt, er einmitt svona tjald notað til að hýsa gistingu á Seyðisfirði.  Ég hvet þig til að fletta því upp á gúgglinu...

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 4.12.2009 kl. 19:43

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er mjög athyglisvert. Miklu meira "kósí" en ofurstórir sumarbústaðir sem eru nákvæmlega eins og fólk hefur það heima hjá sér.

Úrsúla Jünemann, 5.12.2009 kl. 16:56

4 identicon

Verð að játa að maður fer í draumkennt ásand að ímynda sér eitt slíkt í garðinum og geta lætt sér þangað til hvíldar og einbeitingar.  Búinn að búkkmarka, takk fyri ábendinguna.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband