Það er leikur að - vinna á skurðgröfu?

Þegar ég sá ungan og fullfrískan mann hamast í XBOX leik eins og honum væri borgað fyrir það, datt mér í hug hvort ekki mætti gera fjarstýrðar skurðgröfur og fá gröfustjóra á þær sem ynnu heima við?

Háskerpu myndavélum yrði komið fyrir á gröfunni í stað stýrishúss.  Hægt væri að setja upp stýrishús heima hjá starfsmönnum -  eða þróa lausn sem ynni með Playstation eða XBOX sem stýribúnaði.

Það er ekki víst að ungir krakkar gætu löglega unnið á gröfu, en eldra fólk og fatlaðir gætu það vissulega.  Sami starfsmaður þyrfti ekki að vinna á sömu gröfu allan daginn, hægt væri að skipuleggja stuttar vaktir eftir því sem hentaði.

Ef stýrishús þarf ekki að vera ofan á gröfunni myndu nýjir möguleikar opnast í hönnum.  Armurinn gæti verið í miðri gröfunni og þyngdarpúnkturinn gæti verið lægri.

Ég sá grein í Economist um að herinn væri farinn að nýta neytendavarning í auknum mæli til hernaðar, svo sem XBOX til að þjálfa hermenn og GPS tæki ætluð óbreyttum borgurum.  Kannski getur byggingariðnaðurinn einnig nýtt sér XBOX og PlayStation?

 backhoe.jpg

 

 

 

 

Reyndar datt mér í hug að kannski væri gott að geta keypt rafmagns- skurðgröfur nú þegar olían fer að klárast en það má skoða það seinna.  Skurðgröfur fara ekki yfir stórt svæði svo hugsanlega mætti leggja í þær 6KV framlengingarsnúru og spara olíuna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Margar skurðgröfur eru með myndavélum til að auka nákvæmni.

 Einnig notar bandaríski herinn xbox fjarstýringar til að stýra róbotum.

http://technabob.com/blog/wp-content/uploads/2007/06/army_xbox360.jpg

Jóhannes Reykdal, 21.12.2009 kl. 14:02

2 Smámynd: Billi bilaði

Svalt.

Billi bilaði, 21.12.2009 kl. 22:57

3 identicon

John Cameron var búinn að útfæra þessa hugmynd ... http://www.imdb.com/title/tt0499549/ sem sannar að snillingar hugsa eins. Já, eða það sem Jóhannes Reykdal sagði.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband