Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Nerdar, reynið að þrauka

Sá sem ræður í bekknum segir að einhver sé "nerd".  Þar með er viðkomandi í djúpum skít. Hvað þýðir þessi "nerdastimpill"?

mind_reading-320x287Skv. mér er nerd sá, sem hefur mikinn áhuga á að finna svör við spennandi spurningum, þótt það kosti að spyrja mikið (ekki cool) og sætta sig við ákveðinn skort á sjálfsviðhaldi í tískulegum skilningi.

Það eru sterk tengsl milli þess að vera gáfaður og að vera nerd. Það er næstum ómögulegt að vera vitlaus nerd.

Það eru líka sterk tengsl milli þess að vera nerd og vera óvinsæll í gaggó. Gáfur gagnast flestum í gegnum lífið, bara alls ekki á þessu aldursskeiði.

Sumir segja að gáfaðir krakkar séu óvinsælir af því hinir öfundi þá. Þetta stenst ekki skoðun. Stelpur vilja vera með strákum sem hinir strákarnir öfunda en þær eru ekki með nördunum.

Ef nerdar eru svona gáfaðir, af hverju hafa þeir þá ekki vit á að gera sig vinsæla? Þeir hljóta að geta lesið sér til um vinsældir eins og um eldflaugabensín og örgjörva?

Allir vilja vera vinsælir. Nerdar vilja það líka -- bara ekki nógu mikið. Það er mikil vinna að lesa um tölvur og eldflaugar, og það er líka mikil vinna að setja sig inn í vinsældakapphlaupið. Maður þarf að kaupa réttu skóna og buxurnar og segja réttu hlutina. Vinsældir eru mjög sérhæfð keppnisgrein og tímafrek, og nerdar hafa (ómeðvitað) valið að vera ekki vinsælir.

Óhamingjusamur nerd myndi ekki samsinna mér en ef hann væri spurður hvort hann vildi missa 20% af greindinni í skiptum fyrir vinsældir efast ég um að hann myndi þiggja skiptin.

Þeir sem eru í vinsældakapphlaupinu vinna í því 24 klst á dag, 365 daga á ári, og aldrei eins mikið og í gaggó.

Vinsældakapphlaupið hjá unglingum verður verst á aldrinum í kring um 11-16 ára og þess vegna eru þetta erfiðustu tímarnir fyrir nerda. Áður en aldrinum er náð skiptir ást og velþóknun foreldra meira máli og eftir þennan aldur fer þjóðfélagið að launa fólki vel sem er vel gefið og hefur svör á takteinum.

Aldurinn 11-16 ára er "Lord of the flies" aldurinn, þegar krakkar búa til sinn eigin heim. Ég las þá bók í menntaskóla. Hún var sennilega sett fyrir til að benda lesendunum á að þeir væru litlir villimenn, ég tók skotið ekki til mín.

Krakkar eru vondir við nerda vegna þess að það lætur þá sjálfa líta betur út og af því ekkert sameinar hóp betur en sameiginlegur óvinur. Hjá vinsælu krökkunum eru það nerdarnir sem verða fyrir valinu. Flestir nerdar geta vitnað um að einn og einn krakki eru í lagi, en hópur af þeim er vandamálið.

Þegar menntaskólinn byrjar hjaðnar vandinn. Í nógu stórum hópi geta  nerdar fundið jafningjahóp og orðið hamingjusamir. Þjóðfélagið byrjar líka að launa þeim fyrir að vera eins og þeir eru. Bill Gates er jafngott  dæmi um þetta og hver annar.

story_billgates_apNerd í gaggó hefur það svipað og fullorðinn maður sem væri neyddur til að sitja barnaskólann upp á nýtt. Hann er byrjaður að hugsa um raunveruleg og spennandi verkefni en upplifir að fólkið í kringum hann er upptekið af skrýtnum merkingarlausum leikjum eins og að velja föt eða sparka tuðru.

Skólar eru geymsluhúsnæði fyrir börn þangað til þau geta orðið að gagni. Opinberlega er hlutverk skólanna að kenna börnum, en í alvöru eru þeir geymsla. Vandinn er að börnunum er ekki sagt það og að fangelsin eru mikið til rekin af föngunum sjálfum.

Krökkunum er gert að eyða árum í að hlusta á kennara fara með staðreyndalista og er þess á milli stjórnað af rudddum sem hlaupa eftir bolta eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Lífið í þessum litla gerfiheimi er tilganglaust. Á þessum aldri finna margir krakkar að það er ekkert að gera og enginn staður til að fara á.

Fullorðna fólkið sér að krakkarnir eru óhamingjusamir en þeir kenna gelgjuskeiðinu um. Þessi hugmynd er svo útbreidd að jafnvel krakkarnir sjálfir trúa þessu.

Ef gelgjuskeiðið er raunverulegt, af hverju er það þá bara til í vestrænum þjóðfélögum? Eru móngólskir steppurkrakkar níhílistar þegar þeir eru þrettán ára? Ég hef ekki séð gelgjuskeiðið nefnt í bókum frá öðrum tíma en tuttugustu öldinni. Táningar á miðöldum voru vinnuhundar.  Táningar í dag eru gælupúðlar og þeirra geðveiki er geðveiki samfélagsins.

Grundvallarvandamálið er sérhæfingin í þjóðfélaginu. Það getur enginn notað táning í neitt að viti. Foreldarnir sjálfir eru fyrst orðnir nýtir þjóðfélagsþegnar um þrítugt.

Öllum finnst gaman að hafa eitthvað fyrir stafni. Vandamálið í skóla er að það er ekkert í alvörunni að gera.  Krakkarnir eiga að vera að læra en það er enginn utanaðkomandi þrýstingur til að læra vel. Ef svo væri myndu nerdar blómstra þar. Kennarnarir endurnýta spurningarnar frá í fyrra, slíkur er metnaðurinn. Þeir eru fórnarlömb sama kerfis.

Raunverulega vandamálið er þannig ekki að vera nerd eða gelgjaður, það er tilgangsleysi skólans og biðin.  Nerdar eru ekki lúserar. Þeir eru bara í öðrum leik en hinir krakkarnir, leik sem er meira í takt við raunverulegt líf.

Nerdar, skólinn er ekki lífið, hann er lítil brengluð útgáfa af því. Reynið að þrauka.

Stytt og endursagt úr greininni "Why Nerds are Unpopular". http://www.paulgraham.com/nerds.html


Miklabraut - Kringlumýrabraut eftir breytingar

Sjálfstæðismenn hafa talað um að gera mislæg gatnamót þar sem Miklabraut mætir Kringlumýrarbraut.

Ég tók eftir því að þegar Hringbrautin var færð litu teikningarnar miklu betur út en útkoman.

Teikningarnar sýndu fólk á gangi með barnavagna og veggjakrotið var víðsfjarri.  Raunveruleikinn er ekki þannig.  Steinsteypumannvirki laða ekki að sér sætar stelpur með barnavagna.

 

Hér má sjá hvernig sjálfstæðismenn hafa hugsað sér nýju gatnamótin hjá Kringlunni:

teikningin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má svo sjá hvernig svona gatnamót líta út þegar þau hafa verið byggð:

raunveruleikinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mig langar ekki í göngutúr eða hjólatúr þarna.  Ef ég er að misskilja eitthvað, hafið þá endilega samband.

Kveðja, Kári

 


Bútasaumur

Hefur þér einhvern tímann fundist myndavélin þín vera of lítil fyrir landslagið sem þú stendur frammi fyrir?

Ég er viss um að þeir sem ferðast um Ísland þekkja þessa tilfinningu.

 Hér er forrit sem tekur myndir sem þú lætur það hafa og raðar þeim saman í eina stóra mynd algerlega sjálfkrafa.

Ef þú lætur það hafa þessar myndir (og nokkrar í viðbót) :

Bútasaumur

 

 

 

 

 

 

Þá býr forritið til þessa mynd: 

serratusSmall

 

 

 

 

Forrit sem getur eitthvað svipað fylgir með Canon myndavélinni minni, en það ræður bara við myndir sem eru teknar skipulega frá vinstri til hægri.

Herramaðurinn sem skrifaði þetta forrit heitir Matthew Brown.

Hann er með mjög spennandi pælingar og þær eru gott dæmi um hvað er gaman við tölvunarfræði.

 


Máttur grasrótarinnar



Þegar ég fer á þráðlausa netið heima hjá mér sé ég 4-5 önnur þráðlaus net. Það eru net nágranna minna í næstu húsum. Ég gæti tengst þeim ef þau væru ekki dulkóðuð.  Ég efast ekki um að nágrannar mínir geta séð önnur net lengra í burtu sem ég sé ekki og þannig koll af kolli.

Núna  eru svo margir komnir með þráðlaus net að ef allir í Reykjavík opnuðu net sín og leyfðu gögnum að streyma í gegn, yrði allur bærinn að einu allsherjar háhraðaneti sem væri algerlega ókeypis.  Ímyndið ykkur:  engin afnotagjöld!

Það eina sem þyrfti til væri rétti hugbúnaðurinn í vél allra sem vildu taka þátt.

Það væri hægt að nota og misnota svona grasrótarkerfi.  Allir sem ættu kvikmyndir og tónlist gætu deilt henni um allan bæinn.  Yfirvöld og fyrirtæki gætu ekki einu sinni lokað á gagnaflutningana vegna þess að það er enginn miðlægur púnktur til að loka.

Svona net hefur þegar verið sett upp í kringum MIT í Cambridge.

roofnet

 

 

 

 

 

 

 

 

Hugmyndin er spennandi og hún er líka gott dæmi um hvað gerir tölvunarfræði spennandi.

Mig grunar að margir rugli saman tölvunarfræði og kunnáttu í Windows og Word. Kunnátta í Word er góð en tölvunarfræði gengur ekki út á að kenna á ritvinnslu.

Það mætti líkja þessu við að rugla saman bílahönnun og vinnu á dekkjarverkstæði. Sami bransi - og þó ekki.

 


Ef þú fylgist ekki með verðinu gerist ekkert

Til að flýta fyrir lesandanum er hér forsíða skjals sem hægt að nálgast í heild sinni á heimasíðu ASÍ.

http://www.asi.is/upload/files/150207verd1mars.pdf


Matvörur
• Virðisaukaskattur af almennum matvörum lækkar úr 14% í 7%.
• Virðisaukaskattur af matvörum ss. sælgæti, súkkulaði, gosi, kolýrðu vatni,
ávaxtasöfum, og kexi fer úr 24,5% í 7%.
• Vörugjöld af matvörum ss. gosi, ávaxtasöfum, ís, kexi, sultum, ávaxtagrautum
kaffi, te og kakó verða felld niður en sykur og sætindi bera enn vörugjöld.

Veitingarhús
• Virðisaukaskattur af veitingarþjónustu lækkar úr 24,5% í 7%.

Bækur, tímarit, blöð og hljómdiskar
• Virðisaukaskattur af bókum, blöðum og tímaritum lækkar úr 14% í 7%.
• Virðisaukaskattur af hljómdiskum lækkar úr 24,5% í 7%.

Ýmis þjónusta
• Virðisaukaskattur af heitu vatni, rafmagni og olíu til húshitunar og laugarvatns
lækkar úr 14% í 7%.
• Virðisaukaskattur af afnotagjöldum sjónvarps og hljóðvarps fer úr 14% í 7%.
• Virðisaukaskattur af aðgangi að vegamannvirkjum fer úr 14% í 7%
(Hvalfjarðargöngin).
• Virðisaukaskattur af útleigu á hótel og gistiherbergjum fer úr 14% í 7%.


Hér er dæmi sem er einnig upprifjun í prósentureikningi :

Í mötuneyti kostar heitur matur 690 kr. fyrir lækkun virðisaukans úr 24.5% í 7%

  1. Verð án vsk * 1.245 = 690 kr.
  2. Verð án vsk hefur þá verið 690 kr. / 1.245 = 554 kr.
  3. Verð með nýja 7% vsk er þá 554 * 1.07 = 593 kr.

Síðast en ekki síst: ef maturinn í mötuneytinu kostar meira en 593 kr. áttu að kvarta !


mbl.is Matvöruverslanir í óða önn að undirbúa sig fyrir lækkun virðisaukaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband