Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Um góða hönnun

Ég kom í Glyptotek herra Karlsbergs í Kaupmannahöfn í síðustu viku.

glyptotek

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er með fallegustu söfnum sem ég hef komið á og ekkert er þar til sparað enda hangir Karlsberg ekki á horriminni.

Á klósettinu var hurðunum læst svona:

er_laest

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þarna má greinilega sjá að hurðin er læst því krókurinn úr hurðinni læsir sér í vegginn.

Handþurrkurnar voru geymdar svona:

hvar_eru_thurrkurnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er bara hola í veggnum með stálrimlum fyrir framan.  Ekkert mál að taka sér þurrku, maður fær ekki óumbeðinn búnka af þeim niður á gólf og það er augljóst hvort þær eru að verða búnar.

 

Nú færi ég mig yfir í sumarhús í Skagafirði.  Þetta er hurðin á klósettinu.  Fljótt, er hún læst eða ekki?

laest_eda_opid

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég veit það ekki heldur, best að snúa lyklinum aftur til að vera viss.

Hér er ísskápurinn.  Hvernig er hann opnaður?  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maður á að pilla í hurðina, hægra megin frá, ekki vinstra megin frá.  Það er engin leið að sjá það.  

Þetta er þvottavélin.  Er  hún kveikt?

er_kveikt

 

 

 

 

 

 

Rétt svar er "Nei".   Ég hélt að merkið (I) þýddi kveikt.   Núna er hún kveikt:

er_kveikt_ja_nuna

 

 

 

 

 

 

Hér er gufugleypirinn.  Hvar er kveikt?

hvar_er_kveikt1

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ekki hægt að sjá það.  Nú opna ég hann:

hvar_er_kveikt2

 

 

 

 

 

 

 

Gefstu upp?  OK.  Innstungan hægra megin er í alvörunni tveir rofar:

rofinn

 

 

 

 

 

 

 

 

Sérðu núna hvernig hún virkar?  Ekki ég heldur.  Á vinstri rofanum stendur 1,2,3 á þeim hægri stendur L,M,T.  Hvað skyldi það þýða?  Letrið sést ekki á myndinni því það er skrifað hvítt á hvítu.

Svona var klósettið þegar við komum að því:

gustavsberg

 

 

 

 

 

 

Takkinn fer ekki upp af sjálfsdáðum og vatnið hafði runnið sólarhringum saman.  Það er svolítið fyndið því þessi hönnun er gerð til að spara vatn, litla sturt og stóra sturt.

 

Litlir hlutir safnast saman og gera lífið verra en það þarf að vera.  Það er alltaf tími til að spyrja sig "er þetta góð hönnun?" þegar maður stendur út í búð.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband