Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Rafmagnaðri Prius - myndi ég kaupa rafmagnsbíl?

Toyota Prius bíllinn er orðinn algengur á götum Reykjavíkur.

Hann verður afgreiddur með innstungu frá árinu 2010,  því þá verður hægt að stinga bílnum í hleðslu.

Full hleðsla er 2.7 kílóvattsstundir og tekur 4 klukkutíma. Á þessari  hleðslu getur bíllinn keyrt 12 kílómetra áður en bensínvélin hrekkur í  gang.  Tólf kílómetrar jafngilda bíltúr úr Hafnarfirði í Kringluna og til  baka.   Það er ekki mjög langt, en hins vegar er bíllinn ekki sérstaklega hannaður sem rafmagnsbíll, enda kemst hann út um allt á venjulegu bensíni þegar rafmagnið þrýtur.

Kílóvattsstund kostar 4,38 kr. núna svo kílómetrarnir tólf munu kosta 12  krónur.

Sama vegalengd í venjulegum bensínbíl kostar 162 krónur í bensín (miðað við 135 krónur á lítrann og tíu lítra eyðslu á hundraðið).

Tólf kílómetrar eru sú vegalengd sem margir fara til og frá vinnu daglega.

Ég vil heldur borga 12 krónur en 162 krónur fyrir keyrslu dagsins, en á móti kemur að ég þarf að muna að stinga bílnum í samband á hverju kvöldi.  Ég væri líka að spara bíltúra út á  bensínstöð og það er líka einhvers virði.

Á hverju ári fer ég 240 ferðir í vinnuna.  Ef hver um sig kostar 162 krónur í bensín gera það  38.880 kr.  Það er nú ekki mjög mikill peningur á ári sem maður sparar með því að hætta að kaupa bensín.

Þegar bíllinn hefur einu sinni verið keyptur, því þá ekki að nota hann sem mest, fyrst bensínið er ekki stærri hluti af rekstrarkostnaðinum?  Þarna er væntanlega komin skýringin á umferðinni á götum Reykjavíkur.  Það þarf miklu meiri hækkanir á bensíni til að fólk fari að labba eða hjóla þegar afborganir af bifreiðinni eru miklu stærri kostnaðarliður en bensínið sjálft.


Heimildir:

     http://www.nytimes.com/2008/01/14/business/14plug.html?ref=technology

     http://www.orkusalan.is/heimili/index.cfm?ccs=69


Af hverju má ég ekki eiga færeying?

Kæri prestur.

Takk fyrir allar upplýsingarnar um homma.

Ég hef lært mikið og reyni að deila fróðleiknum með eins mörgum og ég get.  Þegar einhver reynir að verja lífshætti samkynhneigðra, minni ég þá á að í 3.Mósebók 18:22 stendur að þeir séu  viðurstyggð.  Ég þarf samt nánari upplýsingar frá þér varðandi nokkrar aðrar reglur í biblíunni og hvernig best er að framfylgja þeim.

Þegar ég kveiki í nauti sem brennifórn þá veit ég að ilmurinn er þægilegur fyrir Drottinn skv. 3.Mósebók1:9.  Vandinn er nágrannarnir, sem segja að ilmurinn gleðji þá ekki.  Á ég að  ljósta þá?

Mig langar til að selja dóttur mína í ánauð eins og stendur í 2.Mósebók 21:7.  Hvað  heldur þú að sé sanngjarnt verð fyrir hana núna?

Ég veit að ég má ekki hafa samneyti við konu sem hefur á blæðingum skv. 3.Mósebók 15:19-24.  Vandinn er að ég sé það ekki á þeim.  Ég hef reynt að spyrja þær, en flestar verða móðgaðar.

Í 3.Mósebók 25:44 stendur að ég megi halda þræla, bæði menn og konur ef þeir eru frá  öðru landi.  Vinur minn segir að þetta eigi við um dani en ekki færeyinga. Getur  þú útskýrt þetta nánar?

Nágranni minn vinnur flestar helgar.  Í 2.Mósebók 35:2 stendur að hann eigi að deyja.  Verð ég að eiga frumkvæði að því að drepa hann?

Vinur minn heldur því fram að þótt það sé viðurstyggð að borða skelfisk skv. 3.Mósebók 11:10,  þá sé það samt minni viðurstyggð en samkynhneigð.  Ég er ekki sammála.  Getur þú leyst úr þessu?

Í 3.Mósebók 21:20 stendur að ég megi ekki koma að altari Guðs ef ég hef sjóngalla.  Ég viðurkenni að ég geng með gleraugu.  Þarf ég að hafa fullkomna sjón eða er hægt að beygja reglurnar eitthvað?

Flestir vinir mínir láta klippa sig, þar á meðal hárið í kringum gagnaugun þótt  það sé alveg bannað samkvæmt 3.Mósebók 19:27.  Hvernig eiga þeir að deyja?

Ég veit að ég saurgast ef ég snerti húðina af dauðu svíni skv. 3.Mósebók 11.6-8,  en má ég samt spila fótbolta ef ég er með hanska?

Frændi minn er bóndi.  Hann brýtur lögmálið skv. 3.Mósebók 19:19 með því að sá tveim mismunandi fræjum í sömu mörkina, og konan hans brýtur það líka með því að ganga  í fötum úr tvenns konar þræði (bómull/pólýester).  Hann  bölvar líka þó nokkuð.   Þurfum við að hóa í allt sveitafélagið og grýta þau eins og stendur í 3.Mósebók 24:10-16 eða getum við í fjölskyldunni séð um málið með því að brenna þau til dauða  eins og við gerum við fólk sem sefur með tengslafólki sínu? (3.Mósebók 20:14).

Ég veit að þú ert vel að þér í þessum hlutum og ég er sannfærður um að þú getir hjálpað mér þarna.  Takk fyrir að minna á að Guðs orð eru eilíf og óbreytanleg.

Þinn vinur,

Sveinn..

 

Þýtt héðan

PS:  Þriðju Mósebók má lesa hér.

 


Þar fór alvöru hetja

Ég hef aldrei límst fastar við bók en þegar ég las "Brött spor" sem lýsir ferð Hillary á tind Everest.  Ég las hana í einum rykk og lagði hana ekki frá mér fyrr en undir morguninn. 

uewb_05_img0340

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má á Gegni, er bókin ennþá til á öllum bókasöfnum

 

--- 

Talandi um afreksmenn, þá er ferð Shackleton til suðurheimsskautsins vel þess virði að kynnast.

Shackleton_crew

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kenneth Branagh leikur í mjög góðri bíómynd um afrekið og ég hef verið á leiðinni að benda sjónvarpinu á að kaupa sýningarrétt á myndinni.

 

Shackleton auglýsti í blöðum eftir þátttakendum í ferðinni: 

"Men wanted for hazardous journey. Small wages. Bitter cold. Long months of complete darkness. Constant danger. Safe return doubtful. Honour and recognition in case of success."

Svona á að auglýsa.

 

 


mbl.is Edmund Hillary látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að læra þetta í viðskiptafræði?

Þegar við fluttum til Íslands frá Danmörku keyptum við íbúð í vesturbænum. Ég fór í búðina úti á horni og spurði hvort til væri beiskt marmelaði eins og bretar og frakkar búa til. Svarið var nei, bara þetta sæta danska.

Stuttu seinna kom ég aftur. Maðurinn sem ég hafði talað við kallaði á mig: "komdu aðeins með mér!"

Hann dró mig inn á skrifstofu og rétti mér krukku af bresku beisku marmelaði. Ég spurði: "eruð þið farin að selja þetta?"

Hann svaraði: "Nei, en við hjónin vorum í Bretlandi í síðustu viku, við fórum í Harrod's og mér datt þú í hug. Þú mátt eiga krukkuna".

Síðan þá er búðin farin að selja "Bonne Maman" sem er beiskt og gott.  Núna veit ég líka hvað maðurinn heitir. Hann heitir Friðrik Guðmundsson og búðin heitir Melabúðin.

Web_sRGB_Marmalade_Chivers Web_sRGB_Marmalade_BonneMaman

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Eitthvað spooky ?

Um helgina hringdi ég í símann og sagði að þeir mættu sameina þrjá gemsa, heimasíma og breiðband á einn reikning af því nú borgum við sjálf fyrir alla okkar gemsa í minni fjölskyldu.

Svo spurði ég hvort þeir gætu boðið okkur hagstæðan fjölskyldusamning, úr því allt væri komið undir sama hatt?

Svarið var "Nei. Konan þín fékk góða gemsaáskrift árið 2003 þegar fyrirtækið sem hún vann hjá samdi, þessi samningur er ekki í boði lengur. Hún ætti að halda sér við þann sem hún fékk þá".

"Þú skalt líka halda þig við áskriftina sem þú ert með. Þú fékkst GSM áskrift árið 2000 sem var mjög góð, ég myndi ekki hrófla við þessu ef ég væri þú".

Ég spurði: "Eigum við ekki að taka einn af pökkunum sem sagt er frá á heimasíðu símans, Betri leið, 67+, Grunnáskrift, góður betri, bestur"? spurði ég. "Nei" var svarið.

Ég spurði: "Get ég fengið afrit af gömlu samningunum til að bera saman við nýju pakkana ykkar"?  "Nei, þeir eru ekki skjalaðir á heimasíðu símans lengur".

Þetta kom mér á óvart. Þegar ég hringi í banka eða tryggingarfélag er iðulega hægt að fínpússa eitthvað, lækka iðgjald á framrúðutryggingunni eða finna nýjan bankareikning sem býður hærri innlánsvexti. Ekkert svona gerðist þarna.

Það virðist ekki vera lengur hægt að fá jafn gott samkomulag hjá símanum eins og fyrir nokkrum árum. Ef maður samdi um símaþjónustu á maður að vera feginn og ekki hrófla við neinu.

Þetta er skrýtin þróun á sama tíma og kjörin verða hagstæðari í öðrum löndum. Nú getur maður samið um ótakmarkaða símanotkun fyrir 20$ kr. á mánuði í Bandaríkjunum.

Síðast spurði ég: Við erum með ADSL hjá Vodafone í gegnum vinnuna. Getum við samt fengið myndlykil frá Símanum?

Svarið var "Nei. Þið verðið að vera með ADSL hjá símanum til að nota myndlykil símans.

Þarna er búið að blanda saman gagnaflutningsleiðinni og gögnunum. Til að hugleiða hversu fáránlegt það er, má ímynda sér að það sé ekki hægt að versla í Hagkaup nema eiga Toyota bíl. Tilgangurinn er væntanlega að "sjónvarp" símans á að knýja neytendur til að fá sér ADSL hjá símanum.

Ég fékk ekki á tilfinninguna eftir þetta símtal að frjáls samkeppni væri í gangi í þessum málum.


Hvað er í sjónvarpinu?

Ef mig langar að leigja heimildamynd finn ég hana ekki úti á leigu enda er það  ekki hlutverk myndbandaleiga að vera menningarmiðstöðvar landsmanna.

Myndbandaleigur eiga nýlegar amerískar myndir og lítið annað. Engin myndbandaleiga í mínu  hverfi á DVD diskinn með bíómyndinni "Titanic" sem var þó ein af stórmyndum  ársins þegar hún kom út.

Myndbandaleiga er eins og sjoppa, þar fæst sjoppufæði og það er skiljanlegt. Ef  ég ætti leigu myndi ég bara eiga þær myndir sem hægt er að leigja sem flestum.

Þegar bókin var upp á sitt besta var ekki ætlast til þess að bókaútgefendur  héldu úti bókasöfnum.  Hið opinbera sá um það og gerir enn.

Bókasöfnin eiga slatta af myndefni núorðið, ég gat t.d. fundið "African Queen"  með Bogart og myndina "Titanic" með því að leita á safnavefnum: www.gegnir.is

Vísir að myndaleigu á netinu er kominn hjá "Sjónvarpi" símans en þar geta þeir  sem eru með ADSL myndlykil hjá símanum leigt myndir. Úrvalið er fátæklegt og  myndirnar eru dýrar en hugmyndin virðist virka vel.

Ég held að framtíðin hjá bókasöfnunum hljóti að vera kvikmyndasafn á netinu.  Svona myndasafn myndi nýtast fleirum en bara þeim sem eru svo heppnir að búa í  grennd við eitthvað safnaútibú.

Tilgangurinn með ríkissjónvarpinu er að halda vörð um menningu.  Ef ríkið vill  sinna þessum upphaflega tilgangi þá held ég að svona miðlæg gagnaveita með efni  svari kalli tímans miklu betur en þessi gamla tækni sem sjónvarpið er.  Heimasíða RUV vitnar um þessa þróun því þar er þegar hægt að nálgast suma útvarps og  sjónvarpsþætti en bara suma og bara í stuttan tíma.

Þetta er róttæk endurskilgreining á hlutverki bóksafna en ég held að þetta sé  næsta skref í þróunarsögu þeirra ef þau eiga að vera virkur hluti af menningu  okkar áfram.  Ef ríkið tekur ekki boltann þá munu þeir sem kunna eitthvað á tölvur stela því myndefni sem þeir geta  með forritum eins og BitTorrent, en hinir sem ekki geta hjálpað sér sjálfir alast upp við þunnildið frá Hollywood.

MovieTape


Parísarhjólið

Hér er frétt utan úr heimi sem kom aldrei í fjölmiðla á Íslandi mér vitanlega:

15.júlí 2007 vöknuðu Parísarbúar við að 20.600 reiðhjól voru komin í  hjólagrindur víðs vegar um borgina.  Á 1.450 stöðum í borginni er nú  hægt að nálgast reiðhjól og skila þeim aftur.

Leigan er mjög lág, nánast ókeypis.  Tölva fylgist með því hversu  mörgum hjólum er lagt á hverjum stað.
PB290019-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjólakerfið í París var sett upp eftir að góð reynsla var komin á  sambærilegt framtak í borginni Lyon.  Borgarlandslagið þar umbreyttist  með tilkomu hjólanna en langflestir borgarbúar þar nýta sér þau.

Borgarstjóri Parísar gerir sér vonir um að það sama muni gerast þar og  að borgin verði lífvænlegri fyrir vikið.

Könnun á ferðalögum innan Parísar var gerð þar sem borinn var saman  ferðatími með bíl, leigubíl, hjóli og fótgangandi.  Niðurstaðan var sú  að ferðalag með reiðhjóli var iðulega fljótlegast.

Þetta er fljótlegra en strætó eða neðanjarðarlest, þetta er góð  líkamsrækt og næstum ókeypis, sagði Vianney Paquet, 19 ára nemandi í  lögfræði í Lyon.

Fyrirtækið sem sér um rekstur hjólanna heitir Cyclocity og er  dótturfyrirtæki JCDecaux sem sér um strætóskýlin í Reykjavík.  Það sér  nú þegar um sambærilega hjólaþjónustu í Brussel, Vín, Cordoba og  Girona.  London, Dublin, Sydney og Melbourne eru að íhuga að taka upp  þetta kerfi.

Kerfið þróaðist upp úr grasrótarhreyfingu í Amsterdam þar sem hippar  gerðu við fullt af gömlum hjólum, máluðu þau hvít og skildu þau eftir  víðs vegar um borgina.  Hjólin urðu ónothæf vegna skorts á viðhaldi  eða þeim var stolið en þau voru mjög vinsæl.  Kerfið hjá Cyclocity byggist á sterklegum hjólum  sem er læst í  hjólagrindurnar og það þarf kreditkort til að losa þau.  Fyrstu 30 mínúturnar eru ókeypis, síðan kostar næsti hálftíminn 100  kr.

Kerfið í París er það langstærsta sinnar tegundar og samkomulagið við  JCDecaux er til tíu ára.

JCDecaux útvegar öll hjólin (1300$ stykkið) og byggir stöðvarnar fyrir  þau.  Hver stöð er með á bilinu 15 til 40 hjólastæði.  París borgar  fyrir kerfið með því að gefa JCDecaux aðgang að 1.600  auglýsingaskiltum víðs vegar um borgina sem JCDecaux er frjálst að  selja auglýsingar á.

Mér finnst þetta vera ein af stórfréttum ársins 2007.
PB290017-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild:  Washington Post



« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband