Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Um samtengingar allra hluta

Þegar ég skipti um lag á iPhone símanum í Range Rovernum drap bíllinn á sér. Ég held það sé vegna þess að ég keypti símann í Bandaríkjunum og hann er því ekki á réttu markaðssvæði miðað við lagið sem ég valdi að spila. Samkvæmt samningi milli Apple og Land Rover slökkti síminn á bílnum í gegnum tenginguna í handfrjálsa búnaðinn og nú ég get ekki ræst bílinn þótt ég sé búinn að taka símann úr sambandi.

Ég hringdi í Bifreiðar og Landbúnaðarvélar en þeir vilja ekki gera við Range Roverinn af því ég notaði ekki viðurkennda aukahluti. Ég held að tölvan í bílnum sé ónýt. Ég hef engan lagalegan rétt því síminn var ekki keyptur í Apple búðinni enda fæst hann ekki þar því Ísland er ekki á lista yfir lönd sem Apple styður.

Þetta er vísindaskáldsaga ennþá, en mig grunar að hún verði það ekki næsta ár.

Í gamla daga framleiddu fyrirtæki vörur sem fóru í heildsölu og svo smásölu. Núna vilja mörg fyrirtæki eiga alla dreifingarkeðjuna og opna eigin verslanir. Þau haga sér eins og alheimskirkjur.  Þau mynda líka óguðlegustu bandalög með öðrum fyrirtækjum.  Apple er dæmi um svona fyritæki. Þú getur ennþá keypt
iPod og tengt við iTunes en iTunes virkar bara í sumum löndum og þú verður að vera með kreditkort frá öðru landi en Íslandi til að geta keypt lög á iTunes. Sama gildir um XBOX frá Microsoft.

Íslensk fyrirtæki leika líka þennan leik.  Ef þú ert með líftryggingu hjá Sjóvá og bankareikning hjá Glitni  færðu afslátt.  Ef þú kaupir bensínið með Visa færðu ókeypis í sund -- eða var það Mastercard? Ef ég vil skipta um banka þarf ég að skipta um húsnæðislán en ég get það ekki og ég er líka líftryggður hjá Sjóvá og hef fengið sjúkdóm í millitíðinni svo ég fæ ekki líftryggingu annars staðar.  Ætli þetta verði vísindaskáldsaga líka?

Þessi bandalög eiga eftir að koma Íslandi í koll.  Ísland er ekki land í hinni nýju veröld risafyrirtækjanna.  Ef "Ísland" birtist ekki í felliglugga þegar þú setur nýju vöruna í samband gætir þú lent í klandri.

Kannski er ekki nóg að ganga í ESB. Kannski verðum við að sækja um að verða nýlenda dana aftur til að geta valið "Denmark" í mælaborðinu næst þegar við kaupum bíl eða sjónvarp.

 


Er Google forheimskandi?

Undanfarin ár hef ég haft óþægilega á tilfinningunni að einhver eða eitthvað sé að breyta heilanum í mér, endurforrita taugaboðin.  Ég er ekki að missa vitið en það er að breytast.

Ég hugsa ekki eins og ég gerði.  Ég finn það gleggst þegar ég les. Ég var vanur að geta sökkt mér djúpt í lesturinn.   Hugsunin samlagaðist textanum, frásögninni og flæðinu og klukkustundirnar liðu.

Þetta gerist yfirleitt ekki lengur.  Nú tapa ég einbeitingunni eftir tvær þrjár síður, ég byrja að fikta, tapa þræðinum, leita mér að einhverju öðru að gera.

[..] Einu sinni kafaði ég í hafsjó af orðum.  Nú er ég  á sjóskíðum ofan á honum.

Tilvitnunin er héðan.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband