Um hjóladekk

Dekk skipta miklu máli á hjóli, þau hafa áhrif á stýringuna og hversu þungt er að knýja hjólið.

  • Gróft mynstur er hávært og gerir hjólreiðar erfiðari.
  • Dekkjaþrýstingur að vera réttur, annars er mjög líklegt að springi, og þrýstingurinn er hærri en þú heldur. Notaðu því þrýstingsmæli og lestu utan á dekkið hver þrýstingurinn á að vera!  Bíllinn minn notar 35 pund en hjólið yfir 70 pund.
  • Til að forðast að springi skiptir máli að dekkið sé ekki margra ára gamalt og orðið sprungið eða klístrað.
  • Það er miklu auðveldara að hjóla á grönnum dekkjum en þau springa oftar, sérstaklega af því þau eru viðkvæmari fyrir lágum þrýstingi.
  • Til eru dekk með Kevlar strimli undir yfirborðinu.  Þau eru gerð fyrir borgaraðstæður þar sem malbikið er yfirleitt slétt og lítið þörf fyrir gróft mynstur, en öðru  hvoru kemur steinflís, glerbrot eða málmsvarf.  Ég mæli með þessum dekkjum.
  • Gróft mynstur getur fangað steinflísar sem vinna sig svo inn í gegnum dekkið.  Fínna mynstur sleppir frekar þessum steinum.
  • Það skiptir meira máli að kaupa léttari dekk en léttara hjól, dekkin ferðast miklu meira en hjólið :)


Þeir sem hjóla innanbæjar þurfa ekki grófmynstruð dekk.  Mynstur gerir gagn til að tætast áfram í grófu undirlagi, en það á yfirleitt ekki við í bænum.

Bílar eru alltaf með dekkjamynstur til þess að vatn komist undan dekkinu, annars getur vatnsfilma myndast þegar keyrt er hratt ("Aquaplaning").

Hjóladekk eru svo mjó og snertiflötur þeirra við veginn er svo lítill að þessi vatnsfilma getur ekki myndast.  Þar gildir, því meira gúmmí í snertingu við veg, því betra.  Ef þú vilt betri snertingu við veginn á hjóli, kauptu þá dekk með breiðari bana, ekki grófara mynstri.

Hér eru tvær greinar um hjóladekk:

http://myweb.tiscali.co.uk/13q11/cycling/tyres.html

http://www.rei.com/expertadvice/articles/bike+tires.html

 

Þetta dekk myndi ég velja í borgarakstur, ekki grófara:

ea_cycling_tires_inverted2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dekkjaþrýstingur á hjólum er svo hár, að það er best að kaupa sér almennilega pumpu með þrýstingsmæli.  Handheldu pumpurnar eru ekki nógu öflugar, þótt þær megi nota í neyð.

rencompressor1.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hvassar steinflísar sprengja hjóladekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þennan fróðleik

Óskar Þorkelsson, 2.2.2010 kl. 15:23

2 identicon

Það er allt annað líf að vera á mjóum dekkjum. Ég er með Road Warrior Select Slick (ekkert mynstur), 26" og 1,25" breið. 2x dekk + 2x slöngur kostaði mig 7-8þ. Fyrst óttaðist ég um gripið en dekkin ná mjög góðu gripi jafnvel í hröðum og kröppum beygjum á blautu malbiki. Að hjóla á þessum dekkjum í hálku er alveg eins og á þurru nema beygjur eru varasamar. Það venst þó, rétt eins og að aka bíl í hálku. Engin furða að fólk nennir ekki að hljóla, 50% af aflinu fer í að spæna upp mynstrið!

jonrh (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 19:00

3 identicon

Það er ótrúlegt hvað það auðveldar hjólreiðar mikið að henda munstrinu. Það er algjörlega óþarft á malbiki, hvort sem það er þurrt eða blautt. Sjálfur hjóla ég reyndar á 1.95" breiðum dekkjum (sléttum) því ég er svo hrifinn af "loftpúðafjöðruninni". 

Annars ættum við að vera að ræða um nagladekk á þessum árstíma finnst mér ;-) Það er annað "leyndarmál" sem tiltölulega fáir íslendingar hafa uppgötvað.

Jens (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 14:46

4 Smámynd: Birnuson

Allt er þetta satt og rétt. Að vísu segir reynslan mér að kevlarstrimill sé ekki viðhlítandi vörn gegn glerbrotum. Aftur á móti hef ég tínt mörg slík úr þessum eftir að ég setti þau undir fyrir þremur árum án þess að nokkurn tíma hafi sprungið (en áður sprakk hjá mér að meðaltali tvisvar á ári við sömu aðstæður).

Birnuson, 9.2.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband