Rafmagnsbíll sem hentar á Íslandi?

Myndir þú hætta með hitaveituna og taka upp olíukyndingu?  Ég efast um að fólk geri það ótilneytt.  Þegar rafmagnsbílar verða orðnir algengir mun fáum detta í hug að kaupa olíu frá öðrum löndum til að komast milli staða.

Ástæðan fyrir því að rafmagnsbílar fást ekki er fyrst og fremst batterítæknin.  Flestir eru orðnir vanir því að komast með tveggja tonna bíl 700 kílómetra á einum tanki.  Rafgeymar sem koma bíl aðra eins vegalengd eru ekki til ennþá.

Hins vegar eru 90% ferða örfáir kílómetrar.  Það væri gott að kaupa lítinn rafmagnsbíl fyrir þessar ferðir og alvöru jeppa fyrir utanbæjarferðirnar.  Þarna vinna reglur landsins á móti, því við verðum að borga full afnotagjöld og tryggingar, líka fyrir bíla sem eru keyrðir örfáa daga á ári.

Nýr bíll er væntanlegur á markað á þessu ári sem er rafmagnsbíll, með rafgeyma sem koma honum aðeins um 100 kílómetra en svo er "ljósavél" í húddinu sem fer í gang og hleður geymana eftir það.  Sá sem keyrir svona bíl innanbæjar getur átt von á því að þurfa ekki að kaupa bensín vikum eða mánuðum saman, ef hann setur bílinn samviskusamlega í hleðslu á kvöldin.  Hann verður þó ekki strandaglópur þótt geymarnir tæmist.

Þetta held ég að hljóti að vera framtíðin.  Þetta er sambærilegt við "sýndarminni" í tölvum þar sem harði diskurinn tekur við þegar raunverulegt minni klárast.  Hér eru myndir af bílnum sem heitir Opel Ampera:

ampera_body.png

 

 

 

 

 

 

ampera_interior.png

 

 

 

 

 

 

ampera_chassis.png

 

 

 

 

 

 

 

Helstu rök gegn rafmagnsbílum erlendis er að það þarf olíu eða kol til að búa til rafmagn á bílana.  Þessi rök eiga ekki við hér á landi.  Nú þegar bensínið er komið upp fyrir 200 kr / lítrinn held ég að fólk fari að verða tilbúið að  kaupa "bensín fyrir 5 krónur lítrann" en það er kostnaðurinn við að hlaða rafmagnsbíl.  "Old habits die hard" segir máltækið, vonandi fer þessi olíuósiður að renna sitt skeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jonas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 22:07

2 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Ég væri gífurlega til í svona. En þeir rafbílar sem boðið er upp á nú hér eru yfir 2 millurnar og vel yfir þar, fyrir stærð af bíl sem maður kemur sjálfum sér og einum kornflex-pakka fyrir í.

Aðgengi að rafmagni fyrir fjölbýlishús þarf að leysa, á ég að hafa rafmagnssnúru hangandi niður 3 hæðir úr svefnherberginu?

Það eru svo mörg praktísk mál sem þarf að leysa til að þetta verði valkosturinn sem maður vill endilega taka.

Jóhannes Birgir Jensson, 28.2.2010 kl. 23:39

3 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Gaman að líta aftur inn á bloggið þitt Kári!  Einn sá allra besti að mínu mati, alltaf eitthvað áhugavert.   Ég er algjörlega sammála þér með rafmagnsbílana og Ísland.  Við ættum að taka risaskref í þessum efnum og hreinlega taka alla tolla og gjöld af rafmagnsbílum til þess að flýta þessari þróun.  Fara svo alla leið að hætti grænna skrefa í RVk og bjóða rafmagnsbílaeigendum frítt að leggja í bílastæði...   Þetta gætu verið tímabundnar aðgerðir, þ.e. til þess að flýta umskiptunum yfir í rafmagnið....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 4.3.2010 kl. 12:58

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

 Rafgeymar eru alltaf  erfitt  umhverfismál .Bendi á grein á vefsíðu Leó M. Jónssonar http://www.leoemm.com/rafbilar.htm  ... enn sem komið er eru notaðar nikkel-Cadmium-rafhlöður með yfirflæddum sellum sem eru bara hefðbundnir rafgeymar  eða mjög  dýrar endingarbetri rafhlöður (Ni-MH) Förgun er alltaf vandamál .Ég býð spenntur.Mín skoðun er að enn sem komið er er góð díselvél það skásta enn sem komið er,hægt að ná eyðslunni niður í 4 lítra /100 km.Bíð eftir betri batteríum (Ni-MH) en eru ekki komin betri batterí en rosa dýr? Breytist kannski.Hvað með þróun á loftbíl sjá : http://www.mdi.lu/english/ líta út eins og yfirbyggðar vespur enn sem komið er.

Hörður Halldórsson, 4.3.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband