Gjöldum keisaranum það sem keisarans er - en burt með skrifræðið !

Ég fer út í búð í Reykjavík og sé MP3 spilara á 31 þúsund krónur en er
nýbúinn að sjá hann fyrir 13 þúsund krónur í Kaupmannahöfn.

Mig grunar fastlega að einhver sé að smyrja duglega á verðið
en ég veit ekki hvort það er verzlunin eða ríkið.

Ef ég vil sjá hvort það borgar sig að panta spilarann á netinu þarf ég
að leggja talsvert mikla vinnu á mig.

Í fyrsta lagi er það Íslandspóstur og hans verðskrá.  Svo er það
tollurinn.  Sumir segja að það fari eftir stöðu reikistjarnanna í
hvaða flokki innflutningur lendir.

Það gæti verið magntollur, kvóti, gúmmígjald, tollur, vörugjald og
söluskattur, og svo gætu gilt sérlög, til dæmis gæti FM sendir í
spilaranum verið bannaður þótt hann sé leyfður alls staðar í Evrópu.

Tollurinn er frumskógur af innflutningsgjöldum og reglum. Heildsalar
og smásalar eru leiðsögumennirnir í gegnum þennan frumskóg og þeir
nota vald sitt í þessum skógi óspart til að féfletta fólk.

Ég held því fram, að íslendingar muni aldrei fá verðskyn eða trú á að
þeir geti sjálfir gætt sinna hagsmuna gagnvart verzlunum fyrr en
lögum um tolla og vörugjöld hefur verið gerbylt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gott væri að fá skýringar á þessum verðmun t.d. frá einhverjum sem selur MP3.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2007 kl. 14:37

2 Smámynd: Kári Harðarson

Vandinn er að söluaðilinn getur sagt það sem hann vill, ég á erfitt með að véfengja hann nema með því að leggja þessa rannsóknarvinnu á mig.

Kári Harðarson, 24.1.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband