Enn einn merkipenni sem vill ekki Windows Vista

Bruce Schneier er höfundur bókarinnar "Secrets and Lies" sem fjallar um tölvuöryggismál, ég les fréttaskeytin hans reglulega.

cover-sandl-200h

Hann er ekki hrifinn af Windows Vista sem hann upplifir sem stórt skref afturábak í réttindamálum tölvunotenda.  Hér er úrdráttur úr grein hans um Vista:

Unfortunately, we users are caught in the crossfire. We are not only stuck with DRM systems that interfere with our legitimate fair-use rights for the content we buy, we're stuck with DRM systems that interfere with all of our computer use -- even the uses that have nothing to do with copyright.

In the meantime, the only advice I can offer you is to not upgrade to Vista. It will be hard. Microsoft's bundling deals with computer manufacturers mean that it will be increasingly hard not to get the new operating system with new computers. And Microsoft has some pretty deep pockets and can wait us all out if it wants to. Yes, some people will shift to Macintosh and some fewer number to Linux, but most of us are stuck on Windows. Still, if enough customers say no to Vista, the company might actually listen.

 Greinin birtist upphaflega í Forbes blaðinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú gaman að sjá menn skrifa um alvöru málefni svona mitt í öllu kosningaþvaðrinu. Hér kemur því smá reynslusaga af Vista.

Vegna samnings við Microsoft þá fékk undirritaður pakka af Vista Enterprise í hendur 2 mánuðum áður en stýrikerfið var sett á markað. Vista var sett upp á sæmilega HP fartölvu, vél sem þó er ekki með nema 64 mb í skjáminni. Satt að segja var þessi tilraun algjör hörmung, vélin eyddi löngum stundum í að hjakka á disknum og að sjálfsögðu virkuðu ekki nýju Aero möguleikarnir (skjáborð í 3vídd) vegna lítils skjámynnis. Þegar Vista kom svo í dreifingarútgáfu barst pakki  af Vista Ultimate. Nú var sett upp á alvöru fartölvu, 2 gb í minni, 256 mb fyrir skjá osfr. Vista keyrir nú sem slíkt og allir helstu hugbúnaðarpakkar og leikir virka fínt. Þar sem vélin er alla daga á fyrirtækjaneti eru ýmsar sérlausnir sem  þarf að nota. Ekki virkar Vista nú sérlega vel með þeim forritum. Versta dæmið er þó Navision sem ekki fæst í gang með neinu móti þrátt fyrir ýmsar tilraunir m.a. með registry hakki, fitli við útgáfu númer á dll-um fyrir SQL server tengingar ofl. Merkilegt nokk þar sem Navision er í dag Microsoft pródúkt! Það sem mesta athygli vekur er þó að Internet Explorer 7 er nánast ónothæfur, frýs og er til tómra leiðinda. Það kemur reyndar ekki að sök þar sem Firefox er sá vafri sem ætíð er notaður. Almennt virkar Vista samt vel en vandamálin eru fyrst og fremst tengd jaðartækjum. Sem dæmi þá eru flestar algengar vefmyndavélar á borð við Logitech Quick Cam óvirkar vantar allan stuðning, fjöldi prentar virkar einnig ekki. 

Kostir.

Vista er mikil framför hvað varðar öryggi hvað sem hver segir, nettengingar eru frábærar og þá sérstaklega þráðlausar, á HP fartölvum (ekki vitað um aðrar) þá er flakk á og af "docking" stöð algjör snilld,   algengasti hugbúnaður virkar vel, grafík er góð og endurskipulag á sjórntólum er til fyrirmyndar. iTunes virkar fínt, VLC virkar brill. Ultimate útgáfan með margmiðlunar viðbótum er flott og væri til sóma á góðri sjónvarpsvél. Þar sem ég nota aldrei Windows Media Player þá hefur þetta DRM mál sem nefnt var í greininni ekki komið upp.

Gallar.

þarf óhemju öflug skjákort, algeng jaðartæki vantar, leiðinlegar  meldingar í hvert sinn sem setja á inn nýjan hugbúnað og stundum þegar keyrðir eru upp eldri pakkar s.s. "administative tools active directory". Líftími á batteríi á fartölvum styttist um helming.

Niðurstaðan.

Ekki kaupa strax, enn vantar stuðning við of mikið af jaðartækjum og fyrir fyrirtæki má búast við vandræðum á sérskrifuðum lausnum og bókhaldskerfum með SQL tengingum. Þangað til að þessi mál eru leyst þá er XP eða Linux þar sem það á við miklu betri kostur.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 22:27

2 identicon

Smá mótrök við göllunum sem sem Jóhann nefnir. 

Það þarf ekkert öflugra skjákort en þurfti fyrir xp, reyndar þarf bara hreint ekkert skjákort, hægt að keyra windows alltaf gegnum remote desktop en það er annað mál. Vista getur nýtt þrívíddarmöguleika sem eru í flestum nýrri skjákortum til að hraða á teikningu hefðbundinna glugga og koma með smá augnakonfekt i leiðinni. 

UAC eða User account control er heldur pirrandi í hefðbundnum stillingum en það er bæði hægt að stilla það til að hegða sér meira eins og sambærileg öryggiskerfi í mac os x og linux (macos x biður um lykilorð þegar á að setja upp kerfistól, drivera eða önnur forrit sem fara útfyrir user-space). Linux þarfnast þess að þú skráir þig inn sem root , eða gerir sudo á þá aðgerð sem fer útfyrir user-space. 

Hvað varðar stuðning á jaðartækjum er nokkuð til í, þau jaðartæki sem þarfnast serstaka drivera ss. prentarar, skannar og annað slíkt getur verið vesen að nálgast (stundum vegna þess að þeir eru ekki settir uppá prentþjónin sem sér vanarlega um sjálfvirka innsetningu á driverum). Oft virka þó XP driverar og windows 2003 driverar, en er þó óneitanlega ennþá aðeins erfiðara að finna þá en á xp.  

Tveir hlutir sem ég hef pirrast yfir á vista er activation. Þrátt fyrir að vera einnig til staðar í hefðbundum útgáfum af windows xp lenti ég ekki í veseni með það þar.

Ég er með fullkomlega löglega útgáfu af vista (skaffað af skólanum) og var búinn að keyra fínt. Nýlega bætti ég við minni, og var að færa diska til í vélinni minni til hagræðingar, hlutur sem ég geri nú stöku sinnum og er nú ekki frásögum færandi, nema hvað vista tekur eftir þessum breytingum og segir að ég þurfi að endur-virkja vista. Ég reyni að gera það eftir hefðbundnum leiðum gegnum netið en ekkert gekk, og fekk kurteisislegan timer um það að ef ég myndi ekki kippa þessu í liðinn, myndi windows verða óvirkt eftir 3 daga. Ég reyndi hina ýmsu hluti eins og að hringja í einhver activation númer sem upp voru gefin, en ekkert gekk. 

Endaði svo á því að þurfa að hakka þetta með illu, og á enn eftir að láta þetta virka án hakks. Eitt dæmi um það að það getur verið auðveldara að vera með ólöglega útgáfu en löglega... sem er ekki beint hvetjandi fyrir þá sem eru oftar á gráa/svarta svæðinu.

Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband