Hvaða umferð?

Umferðarvandinn í Reykjavík er löngu leystur hvað mig varðar.

Á hverjum degi hjóla ég til og frá vinnu meðfram bílum föstum í umferðinni.   Ég dáist að staðfestu og þrjósku þeirra sem í þeim sitja.  Ég gæti þetta ekki.  Ég yrði svo pirraður.

Ég býst við holskeflu nýrra hjólreiðamanna á næstunni.  Það er svo gott að vita hvenær maður kemur í vinnuna og lenda aldrei í vandræðum með stæði.

 


mbl.is Morgunumferðin þung í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú heldur erfiðara að vera á hjóli ef maður þarf að fara á marga staði með börnin áður en maður kemst í vinnuna - og svo að skjótast heim eftir hádegi til að koma börnunum sem ekki fá vistun eftir skóla til afa og ömmu

Annars verð ég aðallega reið í umferðinni þegar ég hugsa um alla peningana sem eru að fara í göng fyrir nokkrar hræður norður í landi  og ENGAR samgöngubætur á dagskrá hér í borginni!

Ég vil að næsti samgönguráðherra komi af höfuðborgarsvæðinu!

kjellingin (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 12:08

2 identicon

Það þarf einhver að agitera fyrir svona unit í Reykjavík: http://www.chicagobikestation.com/

Þetta er spurning um að byggja upp góðar aðstæður fyrir hjólið. Sturtur á vinnustöðum, fleiri hjólabrautir og niðurgreiddar hjólreiðaviðgerðir kannski? 

Svo væri fínt ef yfirvöld gætu rukkað meira fyrir bílastæði og þannig launað þeim sem kjósa hjólið (eitthvað sem þú sjálfur minnstist á í eldri færslu).

Jökull (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:20

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég er búin að fatta þetta fyrir löngu hvað er gott að vera á hjóli þegar umferðin er sem þyngst. Ef bara yfirvöldin sem hafa með samgöngurnar að gera myndu loksins fatta þetta líka. Þá væru til hjólreiðabrautir út um allt og sérstaklega meðfram stofnbrautunum. Þá væru einnig til reiðhjólaskýli við skólana og fjölmennum vinnustöðum. Hugsa ykkur bara: hver maður sem hjólar í vinnunni sparar eitt bílastæði.

Úrsúla Jünemann, 5.9.2007 kl. 15:52

4 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

En stjórnendur Melaskóla fer öfugt að, og hvetja börnin til að koma ekki á reiðhjóli í skólann.  

Varð að setja inn smá færslu um þetta  á blog Landssamtak hjólreiðamanna.

Landssamtök hjólreiðamanna, 5.9.2007 kl. 22:07

5 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

En stjórnendur Melaskóla fara  öfugt að, og hvetja börnin til að koma ekki á reiðhjóli í skólann.  

Varð að setja inn smá færslu um þetta  á blog Landssamtak hjólreiðamanna.

(Morten) 

Landssamtök hjólreiðamanna, 5.9.2007 kl. 22:09

6 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Það er líka hægt að leysa vandann með því að vera fyrr á ferðinni.  Ég legg af stað heiman frá mér um 6:30 og hef því ekki kynnst þessum umferðaþunga á morgnanna sem gerir mönnum svo gramt í geði.

Helgi Viðar Hilmarsson, 5.9.2007 kl. 22:15

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Heppinn ég að búa á Seyðisfirði. Hér eru bara engin vandamál!

- Eða þannig.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.9.2007 kl. 08:47

8 Smámynd: Sigurjón

Veiztu, ég held að ég hjóli í vinnuna Kári!  Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessari umferð, þó ég sé reyndar það heppinn að eiga heima vestur í bæ og vera þar með á leiðinni á móti meztu umferðinni...

Sigurjón, 8.9.2007 kl. 00:29

9 Smámynd: Morten Lange

Það svo margt í þessari umræðu og öðrum sem kemur upp aftur og aftur, en þetta form hér á moggablogginu og á hvaða blogg sem er hentar betur fyrir spjall en fyrir umræður sem eitthvað situr eftir af. Ég hef áður stungið upp á Wiki sem mun hentugra form.

Hægt væri að nýta sér og bæta fyrirmynd sem er til nú þegar, til dæmis á campaigns.wikia.com.  Ef við séum nógu mörg sem hafa áhuga, mætti stofna til dæmis rokraedur.wikia.com eða malefni.wikia.com 

Önnur lausn væri að nokkru samtök mundu taka sér saman um að reka Wiki þannig wiki. En þá ætti að reyna að koma í veg fyrir að bláir, rauðir eða grænir mundu eigna sér þessu, heldur ætti að stefna til breiðu samstarfi, eða hreinlega að Alþingið mundi standa að þessu til að gefa þjóðinni beittari tól í rökræðunni en blogg, drottningaviðtöl, karp í beinni útsendingu, heilsíðu auglýsingar frá hagsmunasamtökum og verslunum sem virðist vaða í peningum og blaðagreinar sem lífa ansi stutt.

Morten Lange, 9.9.2007 kl. 16:02

10 Smámynd: Kári Harðarson

Morten, ég veit ekki hvort ég trúi, að nokkuð sem ég eða nokkur annar segi skipti neinu máli.  Ég held  að það sé eitthvað mikið að lýðræðinu á Íslandi.  Ef þú átt ekki fyrirtæki eru engir ferlar í kerfinu til að hlusta á það sem þú hefur að segja.

Ég blogga fyrst og fremst til að losa þessar hugsanir úr hausnum á mér svo ég geti hugsað um eitthvað annað.  Ég er dáldið eins og gyðingarnir sem rugga fram og aftur við grátmúrinn í Jerúsalem.

Þegar fólk er farið að hugsa eins og ég geri, hættir fólk að nota pólítiskar leiðir en verður öfgakennt í staðinn.  Hjólafólk fer að hugsa um að rispa bíla í staðinn fyrir að vilja beita sér á uppbyggilegri vettvangi.  Það er mjög slæmt.

Kári Harðarson, 14.9.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband