Nú er lag fyrir Dag

Í síðustu borgarstjórnarkosningum mætti ég á opinn kosningafund og spurði borgarstjóraefnin að eftirfarandi:

Í Reykjavík eru bílastæði yfirleitt ókeypis og allir sem byggja þurfa að skaffa  þau. Hér er viðmiðunin fyrir stæði fjórum sinnum hærri en í Osló, Stokkhólmi og  Kaupmannahöfn.

Fyrir tuttugu árum var Reykjavík eins og hinar höfuðborgirnar á norðurlöndum. Núna erum við að ná Houston í bílafjölda á þúsund íbúa.  Houston er mjög ljót  borg.

Í Reykjavík eru reiðhjól ennþá leiktæki og útivist fyrir sérvitringa.

Bílaeigendur eru frekir, þeir eru margir og þeir munu skrifa greinar og biðja um ennþá meiri umferðarmannvirki.  Þeir vilja fá að borga  fólksbílagjald í hvalfjarðargöngin á 5 tonna vörubílum sem þeir keyptu í gegnum gloppu í lögum.

Hafið þið hugrekki til að standa uppi í hárinu á þessum stóra hagsmunahópi?

 

Svar Vilhjálms var:

Íslendingar hafa valið einkabílinn.  Það er ekki okkar að segja þeim fyrir verkum.  Ef við gerum aðalbrautirnar ekki góðar færist aksturinn bara inn í hverfin þar sem hann á ekki heima.

 

Svo mörg voru þau orð.  Ekki líkaði mér svarið.  Ég vil sjá Reykjavík hætta að vera fyrirmynd amerískra bílaborga og byrja að líkjast Evrópskri borg.

Ég er vonbetri en ég var  í síðustu viku.

 


mbl.is Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Já þetta hljómar vel, hjá nýkum meirihluta, en miðað við viðbrögðin sem maður sér hérna á blogginu þá eru þeir alls ekki að ná að segja frá hugsjónum sínum með réttum hætti, og ´"verða" svo að éta ofan í sér orðunum um bílaborgina, vegna hversu hávær ( en rökfærslusnauð) mótmælin eru. 

Ég hef reynt að benda Samfylkingarmenn á þessu áður, til dæmis á hverfisfundi með Ingibjörgu Sólrún, og Steinunni Valdís fyrir síðustu kosninga. Þeir verða að bæta sér í hvernig þeir útskýra þessu fyrir þá sem trúa á bílaguðinn, og að gjaldfrjáls bílastæði sé mannréttindi.  Sjálfstæðismenn hafa meiri trúverðugleika fyrir bílafólkinu og Gísli Marteinn gat þess vegna leyft sér að segja ýmislegt, án þess að uppi varð fótur og fit.   Samfylkingarmenn munu ekki eiga jafn auðvelt með að koma sömu áherslur á framfæri.  

Nokkur ráð :

- Segja skýrt frá því að bílinn er komin til að vera. en nú er komið að því að bæta samkeppnishæfni annarra samgöngumáta.    

- Benda á hvernig, í  heimsborg eftir heimsborg er  stemningin að snúast.  Í París  eru sett 20.000 hjól a´göturnar sem er nánast ókeypis að nota. London, San Francisco, New York, Moskva; Beijing eru að athuga hvort ætti að gera eitthvað svipað.  Vegatollar inn í miðborg Lundúna hafa svínvirkað : Minni umferðarteppur, minni mengun, miklu fleiri hjólreiðamenn, færri slys. Í Seattle var fallið frá hugmynd um stórri hraðbraut inni borginni, þar sem menn sá að hraðbrautin yrði of lítill eftir fáeinum árum hvort eð er. 

- Benda á að almenningssamgönur sem sveitafélögnin rekja borga skatta, sem er fáránlegt.

-  Segja að hér verður engin bylting, heldur stefnubreyting, og hlutir breytast engan veginn yfir nóttu. Fullt samráð verðu haft um breytingar, og hlustað á rök.

- Sýna myndir frá t.d. Houston og Evrópskum borgum, og spyrja hvernig borg við viljum

- Benda á að menn norðarlega í t.d. Kanada, Noregi og Finnlandi hugsa á sömu nótum : Borgin á að vera fyrir fólkinu, ekki 90% miðað við þarfir bifreiða. Veðrið verður verður ekki minna vandamál á stóru bílastæðin en í þéttri byggð.

 Svolítið hraðsoðið, en ég vildi samt leggja þessi orð í belg.

Morten Lange, 13.10.2007 kl. 15:24

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Svar Vilhjálms var hárrétt, skoðaðu bara sölutölur á bílum. Ráðgátan er hins vegar sú af hverju Reykvíkingar kjósa hvað eftir annað yfir sig borgarstjórn sem vill fækka bílum sem mest í borginni.

Niðurstaðan er sú að tíma og peningum borgarbúa er sóað í umferðateppum með tilheyrandi aukningu í mengun og bensíneyðslu.

Til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg í evrópska almenningssamgangnaborg þarf að gera meira en hrekja bílana úr borginni. Þrefalda þarf þéttleika byggðar til að skapa sambærilegar forsendur fyrir almenningssamgöngum eins og tíðkast í Evrópu.

Finnur Hrafn Jónsson, 13.10.2007 kl. 15:27

3 Smámynd: Kári Harðarson

Það sem Vilhjálmur sagði var að hann hefði ekki hugrekki til að breyta ástandinu, aðeins að gera það besta úr orðnum hlut.

Íslendingar völdu einkabílinn af því ekkert annað var í boði.  Ég valdi líka einkabílinn, ég reyni að hjóla en ég á líka bíl.

Fyrst verður að þétta byggð og bæta almenningssamgöngur, svo verður einkabílisminn að hjaðna af sjálfu sér eins og hver önnur bólga.

Bærinn sem ég bý í núna heitir Rennes, hann er minnsta borg í heimi sem er með neðanjarðarlestarkerfi.

Í honum er ein lestarlína undir miðbæinn en hún er mikið notuð og þeir ætla að byggja aðra.  Sjá:  http://www.urbanrail.net/eu/ren/rennes.htm

Rennes er 200 þúsund manna bær, eins og Reykjavík.

Kári Harðarson, 13.10.2007 kl. 16:01

4 identicon

Reykjavíik er fyrst og fremst bílaborg. Í útivistarparadísinni í Laugardal í Reykjavík eru 2000 gjaldfrjáls bílastæði en ekki ein einasta gjaldfrjáls róluvöllur né opinn sparkvöllur. Þetta segir allt sem segja þarf um áherslur í Reykjavík.

Andrea Þormar (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 22:11

5 Smámynd: Morten Lange

Vel sagt, Andrea !

Annars hef ég heyrt skipulagsfræðingar segja að að miklu leyti þá voru það bíl-trúaðir  menn sem skipulögðu Reykjavík sem bílaborg og lögðu grunnin að þessu. Fjallað var um þetta í Krossgötum á Rás 1 í vor. Held að þetta sé réttur linkur.

Morten Lange, 14.10.2007 kl. 00:04

6 Smámynd: Morten Lange

En fann ég mér knúinn til að leggja orð í belg tengd  athugasemndum og spurningum fólks um þessa frétt . Kíkið  á bloggfærslu  rustikus.

Varðandi að umferðin færist inn í hverfin, eins og Vilhjálmur hélt fram, þá er það ekki allveg í samræmi við  það sem menn hafa séð í Evrópu, samkvæmt vefnum European Mobility Week.  (Jamm,  það er alvöru-útgáfan af  Samgönguviku )  Þeir tala um traffic evaporation, sem sagt að umferðin gufar upp, en að visu fer hluti af umferðinni inn í nærliggjandi götum. En ef hámarkshraði þar er 30 km, þá er það kannski ekki svo slæmt og klárlega þess virði ef samkeppnishæfni strætó stóraukist í leiðinni. Það sem Vilhjálmur ekki viðurkennir er að breiðari götur eða "frjálst flæði" í gegnum gatnamót leiða af sér aukningu í bílaumferð, og "þörfin" fyrir umferðamannvirki verður aftur "brýn".  Spáin um sífeld aukning í umferð verður spá sem nærist á sjálfum sér. 

Morten Lange, 14.10.2007 kl. 02:00

7 identicon

bæjarbúar hafa valið bílinn enda ekkert annað í boði. Það er val hvers og eins. Hinsvegar er ekkert umferðarvandamál á höfuðborgarsvæðinu eins og margir halda fram. Það tekur nokkrar mínútur í viðbót að keyra langa leið í vinnuna á háanna tíma miðað við t.d. kvöldin þegar lítil umferð er. Þetta er ekki umferðarvandamál.

Fólk sem hefur valið sér húsnæði í Hafnafirði en vinnur í miðbæ rvk getur sjálfum sér um kennt og ætti að hætta að kvarta. Umferðarmannvirki hér eru mun stærri en sambærilegum borgum erlendis. Nýtinging hér er hinsvegar heimskuleg. Allir ætla af stað á sama tíma og allir vilja fá forgang fyrir sig nákvæmlega kl 8 og 16. Þess á milli standa þessi umferðarmannvirki ónotuð. Að heimta fleiri mislæg gatnamót er frekja þegar nýtingin er svona léleg.

Að bjóða upp á ókeypis bílastæði fyrir almenning er bilun á sama tíma og land af svipuðum gæðum er selt eða leigt á milljónir. Það er mjög erfitt að þétta byggð þegar gerð er krafa - frekja um stærstu umferðarmannvirki heims á sama stað og gert ráð fyrir því að hver íbúi þurfi 2-3 bílastæði bara fyrir sig. Þvílik sóun.

Það fer enginn í sund ef engin sundlaug er til staðar og það sama gildir um hjólið. það hjólar enginn ef ekki er hægt að komast frá A til B með sæmilegu móti.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 12:31

8 Smámynd: Kári Harðarson

Húsnæðisverð hefur hækkað hlutfallslega mest í miðbænum sbr. grein "staðsetning, staðsetning, staðsetning" í mbl um daginn.

Fólk er farið að láta sig meira varða að vera ekki lengi í vinnuna, eins og í öðrum löndum.

Mikið vildi ég að við þyrftum ekki að endurtaka mistök annara þjóða heldur lærðum af þeim.

Kári Harðarson, 17.10.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband