Hlutabréfin falla kannski á morgun - bílar örugglega!

Í tilefni af áhyggjum af verðfalli á mörkuðum á morgun datt mér í hug að skoða verðfall VW Passat bíla.  Ég setti inn verð fjörtíu bíla skv. bílasölum á vefnum:

verd_argerd_bilasalar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2007 kostar bíllinn 2.800 þúsund nýr en tíu ára gamall er hann kominn niður í 500 þúsund, það er lækkun um 2.300 þúsund eða 230 þúsund á ári.  Þetta er uppsett verð á bílasölunni, ég veit ekki hvort bíllinn selst á því verði.

Skattstjóri álítur að afföll af bílum séu 10% á ári.  Hér er graf sem sýnir 10% lækkun afturvirkt af sömu upphæð:

verd_argerd

 

 

 

 

 

 

  

 

Skattstjóri er bjartsýnn, hann heldur að 1997 árgerð kosti milljón en raunveruleikinn er 500 þúsund.

Bílar eru engin fjárfesting, en það vissi ég svosem fyrirfram.

Ef þessi sama upphæð hefði verið sett inn á reikning með 10% ársávöxtun árið 1997 væri vöxturinn svona:

avoxtun

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessu ári væri upphæðin komin í 7,2 milljónir.  Það væri hægt að loppa af 4,4 miljónir og nota í eitthvað skemmtilegt, og vera samt með 2,8 milljónir eftir á reikningnum.

 ---

Mjög dýr reiðhjól á Íslandi geta kostað 200 þúsund krónur, en það er samt minna en verðfall á venjulegum Passat á einu ári.  Það er skrýtið hvað sumu fólki finnst sumt dýrt stundum en borgar svo aðra fokdýra hluti með glöðu geði.  Passat er ekki dýrasti bíllinn á götum Reykjavíkur í dag og hann fellur örugglega ekki meira í verði en sumir jeppar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, Íslendingum skortir allt þetta  verðskyn. Samt erum við búnir að læra að reikna í skólanum. En við nennum ekki að reikna af því að við erum svo uppteknir að vinna og eyða.

Úrsúla Jünemann, 21.10.2007 kl. 20:05

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú eiginlega mest undrrandi á að skattstjóri skuli gefa út slík viðmið og spyr hvaðan honum komi umboð til slíks og upp úr hvaða hatti hann tekur sínar prósentutölur?

Annars er ég sammála því að þessi rýrnun er allt of mikil og illa farið með góðan gjaldeyri að setja hann í bíla. Kannski ætti rúv að búa til fræðsluþætti um neyslu og eyðslu og ávöxtun, því ég held að landinn sé algerlega meðvitundarlaus í kaupæðinu "no tomorrow" þar.

Eru bílarnir ekki orðnir ókeypis eftir 12-15 ár? Hvenær eyðir þessi stuðull út verðmætinu?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.10.2007 kl. 20:25

3 Smámynd: Kári Harðarson

Stærðfræðilega séð lækkar verð bílsins að eilífu án þess að verða nokkurn tíman núll, rétt eins og 1/X fallið.  Árið 2040 kostar bíllinn 25 þúsund kall ef maður heldur áfram að teikna fallið.  Raunveruleikinn er að bílum er hent 15-16 ára gömlum.

Sumir segja að framþróun í bílahönnun sé svo mikil að meiri ending á bílum væri ekki góð, við þurfum nýjar vélar og öryggisbúnað á götuna.

Ég er ekki að segja að bílar séu alslæmir, en þeir kosta rosalegan pening sem hægt er að nota í annað ef menn eru að kvarta undan peningaleysi.

Land Rover Discovery kostar  3,4 milljónir í Frakklandi en 5,9 milljónir hér.  Það er hlutfallslega gott því venjulega er allt á Íslandi amk. helmingi dýrara en alls staðar annars staðar, hann ætti að byrja í 6,8 milljónum hér.

Kári Harðarson, 21.10.2007 kl. 21:09

4 Smámynd: Kári Harðarson

Skattstjóri hefur fulla heimild Ríkisins til að ákveða skatta og viðmiðanir í útreikningi á afföllum.  Ég er meira að benda á að afföllin á markaðinum virðast hafa aukist frá því Skattstjóri áætlaði þau.

Það er ekki alveg rökrétt ef maður gefur sér að bílar séu betur byggðir í dag en í gamla daga, því þá ættu þeir að halda verðmæti sínu lengur, ekki skemur.  Mér sýnist tískan skipta markaðinn meira máli en notagildið.

Sennilega eru því góð kaup í gömlum bílum núna.  Ef ég er á tíu ára gömlum bíl sem er í sæmilegu lagi geri ég bestu kaupin í því að reka hann áfram.

Kári Harðarson, 21.10.2007 kl. 21:15

5 identicon

Hárrétt hjá þér, Kári, og nokkuð sem margir hafa séð fyrir löngu og hagað sér eftir því. Sá sem þetta ritar ekur á tiltölulega "gömlum" bíl, en í ágætu lagi og með öllum þeim búnaði sem nauðsynlegur þykir nú til dags. Verðfallið er að vísu mjög mismunandi og ef menn eru svo skynsamir að kaupa Toyota bíla, þá er verðfallið ekki jafn tilfinnanlegt og ef menn slysast t.d. til að kaupa þann bíl sem þú miðar við að ofan, en verðfellingarhraði þeirra er yfir meðallagi skv. því sem lesa má út úr verðskrám óháðra bílasala. En ég fyrir mína parta kaupi notaða bíla, ekki nýja. Það er mjög auðvelt að finna mjög vel með farna bíla 3ja - 5 ára gamla á góðu verði. Kv. til þín og þakkir fyrir að vekja athygli á góðu máli og mættu fleirri hugsa á sama veg í sambandi við önnur sambærileg mál er varða hag hins almenna neytanda.

Ellismellur (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 12:45

6 identicon

Fyrir 10 árum kostaði nýr Passat um 2 milljónir (m.v. vísitölu neysluverð 30% hækkun nýrra bifreiða á 10 árum). Það væri því eðlilegt að miðað við þá upphæð til að upphæðir séu í takt við núverandi verðgildi.

Þá myndi þessi upphæð í dag með vöxtum vera 5.187.000. Það dregið frá kaupverði bílsins í dag eru því 2.387.000. Ekki er það nú mikill peningur...rétt rúmlega mánaðrlaun útvarpsstjóra.

 Einnig ber að hafa í huga að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 56% síðustu 10 ár.

Ef við miðum þessa fjárhæð við vísitölu neysluverðs

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 14:49

7 Smámynd: Kári Harðarson

Já, það má alveg setja 2 milljónir inn á bók líka og nota í samanburði, sennilega raunhæfara.

PS: Ég kíkti á nokkrar aðrar bíltegundir og fékk nett sjokk hvað afföllin eru mikil.  Ákveðnar jeppategundir í dýrari kantinum falla yfir 20% að ársmeðaltali.

Þar gátu afföllin verið yfir 2 - 2 1/2 milljón á ári, 200 þúsund á mánuði.  "Pretty soon you're talking real money".

Kári Harðarson, 22.10.2007 kl. 14:58

8 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ss. maður ætti að kaupa sér 10 ára jeppa... :)

Jón Ragnarsson, 22.10.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband