Hvenær er nýjung nýjung?

Ég hef heyrt um póstkort sem eru sextíu ár að berast í hendur viðtakanda, en hér er fréttatilkynning frá Osta og smjörsölunni sem mér finnst smellin:

Á markaðinn eru komnir nýir íslenskir ostar, Sauða-brie og Geita-brie. Ostarnir eru hreint sælkerafæði og eru kærkomnin nýjung í íslensku ostaflóruna.

Sauða- og geitaostar hafa verið framleiddir í áraraðir í nær öllum löndum Evrópu og njóta þeir gríðarlegra vinsælda þar. Íslenski geitastofninn er afar sérstakur á heimsvísu þar sem stofninn hefur verið einangraður síðan á landnámsöld og er íslenski Geita-brie osturinn talinn vera einstakur vegna þessa.

Það er áralöng hefð fyrir notkun ostanna í ýmis konar matargerð í Evrópu.

561_geitabrie

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er víst óhætt að segja að hefðin í Evrópu sé áralöng því hetjusögur Grikkja frá því fyrir Krist tala um geitaost, og Feta osturinn gríski er geitaostur þótt hann sé það reyndar ekki á Íslandi enda spurning hvort megi kalla þann ost Feta ost.

Frakkar hafa búið til geitaost frá því hann barst til Frakklands með Márum á áttundu öld.

Það er því stórkostleg hæverska að segja að "geitaostar hafa verið framleiddir í áraraðir" í Evrópu.  Nær væri að segja árþúsundaraðir.

Það er viðbúið að þessi "nýung í matargerð" hefði borist fyrr í gúlagið ef hér væri ekki allt harðlokað og læst í landbúnaðarmálum.

Ætli þetta hæverska orðalag hjá Osta og smjörsölunni sé ekki komið til vegna þess að þeim finnst þeir sjálfir vera nokkur seint á ferð með "nýungina"?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband