... en kódi deyr aldregi hveim er sér góðan getr

Í gær fékk ég tölvupóst frá manni sem ég vann með fyrir tíu árum.  Hann var að breyta hugbúnaði sem ég var með í að skrifa 1997, rakst á athugasemd í kóðanum eftir mig og datt í hug að hafa samband.  Það var gaman að heyra frá honum og mér finnst líka gaman að frétta að gömlu forritin mín eru ennþá á lífi.

Um daginn hafði maður samband sem vildi fá leyfi mitt til að þróa og selja hugbúnað sem ég skrifaði þegar ég var að byrja í háskóla í Bandaríkjunum 1994.

Elsta dæmið sem ég hef er að nemandi minn sagði mér að foreldrar sínir sem reka fyrirtæki í Hafnarfirði væru ennþá að nota forrit sem ég samdi árið 1984 þegar ég vann hjá Félagi Íslenskra Iðnrekenda, rétt tvítugur.

Það er gott að gera sér grein fyrir þvi að forrit geta átt sér mjög langan líftíma þótt flestir haldi kanski að hlutir úreldist hratt í tölvubransanum.

Ég veit um einn herramann í Reykjavík sem hefur fulla atvinnu af viðhaldi á COBOL hugbúnaði og hefur haft sömu ánægðu viðskiptavinina í áratugi.

Í framhaldi langar mig að heyra hverjir geta státað af elsta hugbúnaðinum sem þeir vita til að sé ennþá í notkun?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Sigurðsson

Huu.. ég held það elsta sem ég hef skrifað sem sé (að því er ég best veit) enn í notkun sé bókunarkerfið á tennisvöllunum í Båstad, Svíþjóð. Það var skrifað snemma árs 1994... 10 árum yngra en kerfið þitt :)

Þór Sigurðsson, 27.10.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Uh.. huh... snilld... ég las 1994 hjá þér sem 1984 !

Þau eru þá jafn gömul :)

Þór Sigurðsson, 27.10.2007 kl. 11:21

3 Smámynd: Þór Sigurðsson

Eða ekki..

Þór Sigurðsson, 27.10.2007 kl. 11:22

4 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

ICMS kerfi símans hlýtur að vera elsta forrit landsins, það þarf enn nota sveif til að trekkja það í gang.  Megin ástæðan fyrir því að flesar afgreiðslur símans taka 3-4 mínútur of langan tíma. 

Ingi Björn Sigurðsson, 27.10.2007 kl. 22:10

5 Smámynd: Ingimar Björn Davíðsson

Ég hef notað tvö ansi gömul forrit í starfi talsvert lengi. Annarsvegr orðskipti forritið Skipta fyrir MacOS, sem ég reyndar get ekki keyrt lengur eftir að Apple hætti Classic stuðningi í OSX. Hinsvegar er CCI umbrots og ritstjórnarkerfi Árvakurs sem ég þarf sem betur fer ekki að nota sjálfur. Bæði 24 stundir og Morgunblaðið eru unnin og brotin um í þessu 10 ára gamla kerfi sem hefur lítið breyst. Textinn í blöðin er skrifaður í Word 97. 

Mætti held ég alveg uppfæra..;) 

Ingimar Björn Davíðsson, 30.10.2007 kl. 22:58

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Tjah, það er nú víða verið að nota ÓpusAllt bókhaldshugbúnaðinn ennþá, en hann hét upphaflega Ópus og þar áður Plús, og í honum eru ennþá einingar sem voru skrifaðar árið 1983 í MS-Pascal, við eldhúsborð á Njálsgötu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 1.11.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband