Gutenberg

Gutenberg fór að prenta bækur upp úr 1450.  Bækur höfðu verið eign konunga en urðu nú almennari eign og féllu í verði.

Internetinu hefur verið jafnað saman við uppfinningu Gutenbergs á prentvélinni.  Hins vegar hafa geisladiskar með tónlist og bíómyndum ekki lækkað og framboð þeirra hefur ekki aukist vegna þess að framleiðendur hafa valið að láta eins og þessi nýja tækni sé ekki til.

Ef ég fer út í videoleigu get ég ekki fundið 99.99% af öllum bíómyndum sem gerðar hafa verið því það er bara pláss fyrir 0.001% þeirra á leigunni.  Jafnvel nýlegar myndir eins og "Titanic" fást ekki leigðar.  Leigan hefur aldrei verið dýrari og gæðin á efninu fara minnkandi.  Geisladiskarnir á leigunni eru  flestir brenndir á Íslandi án aukaefnis og fimm rása hljóðs sem fylgir með í útlöndum.  SAM hf. er með einkarétt bæði á dreifingu í videoleigum og í bió.  Venjulegt fólk fer ekki lengur í bíó vegna þess hvað miðaverð er orðið hátt og ekki keppir SAM við sjálft sig með því að lælkka verðið á diskunum í leigunni.

Ef rétthafar hefðu leyft öðrum að njóta góðs af tækniframförum með sér hefðu allir notið góðs af þeim, bæði þeir og aðrir.  Þess í stað hafa rétthafar efnisins miskunnarlaust misnotað aðstöðu sína.  Þeir hafa sofið í stað þess að bæta framboð og þjónustu.  Núna reyna þeir að beita ósanngjörnum lögum til að allt geti orðið eins og það var áður.  Það  mun aldrei gerast, því öll undirheimatæknin til að dreifa mynd og hljóði er búin að hreiðra um sig.  Ekki hafa hörð viðurlög við eiturlyfjanotkun minnkað streymi efnanna til landsins, og þetta smygl er þúsund sinnum auðveldara.

Lögin eru þverbrotin í hvert skipti sem afmælissöngurinn er sunginn í veislu.  Ef rétthafar beittu lögunum eins og þeir hafa rétt til gætu þeir krafið hvert einasta afmælisbarn í landinu um bætur.  Þannig eru lögin. 

Erlendis er farið að bjóða upp á sanngjarnari verð og meira úrval í verslunum á netinu eins og iTunes frá Apple.  Dreifingaraðilar efnisins á Íslandi munu verða óþarfir því fólk mun sækja sína tónlist og  bíómyndir beint til gagnaþjóna á meginlandinu.  Ég hef sjaldan séð augljósara dæmi um óþarfa milliliði og er þó nóg af þeim á Íslandi.  Það er því skiljanlegt að íslenskir aðilar berjist eins og þeir eigi enga vini.

 


mbl.is Hart barist um höfundarréttinn á torrent-síðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Hnyttilega að orði komist Kári.  Bendi líka á færsluna á mínu bloggi, mrcabdriver.blog.is en þar er ég að ræða um sama efni frá sama sjónarhorni.

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 27.11.2007 kl. 14:44

2 identicon

Held að menn ættu að berjast við eiturlyfinn áður en menn fara að berjast við niður halið.

Kristján B (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Þórarinn Þórarinsson

Ég segi fyrir mig að mér dettur ekki í hug að fara út í Skífu að kaupa mér DVD á 3-4000 kr. til þess að horfa á hana einu sinni, kannski tvisvar.

Verðið á þessu er til skammar, verst að það sé ekki enn hægt að kaupa beint af iTunes á Íslandi, allavega ekki svo ég viti.

Og hverjum dettur í hug að fara í bíó í dag, rándýrir miðar, rándýrt meðlæti og hlé í miðri mynd, ég bara skil þetta ekki.

Takk fyrir gott blogg Kári, alltaf gaman að lesa færslurnar þína.

Þórarinn Þórarinsson, 28.11.2007 kl. 00:18

4 Smámynd: Sigurjón

Alveg sammála og skemmtilegur vinkill að líkja þessu við Gutenberg.  Þú ert sniðugur Kári!

Sigurjón, 28.11.2007 kl. 01:29

5 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk fyrir - orðið „Interberg“ kemur upp í hugann...gúgglaði orðið og viti menn, Interberg framleiðir batterí...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 28.11.2007 kl. 10:44

6 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Það er líka mjög athyglivert að þau fyrirtæki, sem eiga í hlut hér heima, virðast líta á neytendur sem óvini sína - algjöran óþjóðalýð sem er bara með frekju og leiðindi. Svo er okkur gert að borga glæpinn fyrirfram með óeðlilegri gjaldtöku til þess að mæta ólögmætum afritunum - þannig að það er nú lítið hægt að fikta í því að fólk sæki sér efni af vefnum, finnst mér.

Annars snýst þetta alls ekki um óalandi og ósanngjarna neytendur. Ég held nefnilega að flestir séu tilbúnir að greiða SANNGJARNT verð fyrir þessa vöru - afþreygingu - sérstaklega ef hún er vel sett fram. Ég væri alveg klárlega tilbúinn til þess að greiða einhverja hundraðkalla - segjum 3-5 hundruð krónur - fyrir niðurhal á nýrri mynd í góðum gæðum. Jafnvel meira ef niðurhalið tæki stuttan tíma og væri ekki erlendis frá. Sömu sögu er að segja varðandi tónlist.

Menn þurfa nefnilega að gæta að því að t.d. bíómyndir eru afþreyging sem flestir neyta aðeins einu sinni. Það gerist ekki nema stöku sinnum að maður horfi á sömu myndina aftur og aftur - en ein mynd getur hins vegar leitt til frekari neyslu (sömu leikarar, svipað plott, sami leikstjóri, o.s.frv.).

Og "novelty" faktorinn við að fara í bíó er alveg dauður. Sérstaklega þegar auglýsingum er ausið yfir mann þrátt fyrir himin hátt miðaverð. Mér finnst ég vera misnotaður í hvert skipti sem ég fer í bíó, enda alveg hættur því. Fór síðast snemma árs 2006. Ég kann ekki við það að borga morð fé fyrir bíómiða og gotterí til þess eins að sitja undir 30 mínútum af auglýsingum (frumsýning á mynd - myndin hófst rúmlega 25 mínútum síðar en auglýst var).

Þar að auki er verðstefna kvikmyndahúsa ekki trúverðug þar sem að verðið rauk upp vegna gengi dollara, á sínum tíma, en hefur aldrei lækkað (bara hækkað meira) þrátt fyrir þann jákvæða gengismun sem hefur myndast síðan þá.

Annars er ég hrifinn af Skjánum - að geta pantað myndir þar í gegn. Það virkar vel á mig og ég er alveg til í að borga fyrir "vídeóleigu í stofunni heima".

J# 

Jónas Björgvin Antonsson, 3.12.2007 kl. 18:40

7 Smámynd: Þór Sigurðsson

Bara sem dæmi um nýjasta nýtt Jónas, það kostar 1.100,- (já, ellefu hundruð) að fara á Bjólfskviðu. Bara vegna þess að hún er í þrívídd. En.. þér er gert að skila gleraugunum, þannig að þú ert að borga 200 extra (ofan á miðaverð sem þegar er algert okur, þjófnaður og rán um hábjartan dag) fyrir leiguna á gleraugunum.

Gleraugum sem eru úr plasti, fjöldaframleidd, og kosta trúlegast (m.v. verð á plastvöru í Tiger) undir 50-kall í framleiðslu.

Og... á nýjustu DVD diskunum, þá er þér gert að horfa á "þú ert glæpamaður, ruslaralýður og bölvað skítapakk" myndbandið frá SMÁÍS/SENU án nokkurs möguleika að stökkva yfir það. (Það var hægt að stökkva yfir það á eldri diskum).

Persónuleg skoðun: ég fer ekki í bíó aftur á Íslandi. Ég kaupi mér ekki aftur DVD disk á Íslandi. Og... með svona argapakk sem setur ólög ofan í kokið á okkur "pöpulinum og ruslaralýðnum", þá er ég alveg vís með að flytja úr landi um leið og ég útskrifast.

Svo mikið fyrir að reyna halda fólki hérlendis. Ekki beint verið að ýta undir ættjarðarástina.

Þór Sigurðsson, 3.12.2007 kl. 19:47

8 identicon

Það telst ekki sem flutningur á opinberum stað að syngja afmælissönginn í heimahúsi og því þarftu ekki að greiða STEFgjöld fyrir það, og auðvitað svo framanlega sem þú hagnast ekki sjálfur á því

tanja (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 09:45

9 Smámynd: Kári Harðarson

Ég var að vitna í bandarískan lögfræðing sem fullyrti að afmælissöngurinn væri strangt tiltekið ekki löglegur í Bandaríkjunum.  Það er gott að heyra að hann er leyfður hér.

Kári Harðarson, 5.12.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband