Frjáls verslun ?

Ég er með bissnesshugmynd: 

Hvernig væri að fara til Bandaríkjanna og kaupa 50 stk af Ipod á  12.000 krónur hvern, og koma með heim aftur í ferðatösku.

Þegar taskan kemur á færibandinu opna ég hana og tek upp Ipoddana. Svo  sel ég hverjum sem vill Ipod á 17.000 í stað 19.999 í Elko í  fríhöfninni við hliðina á.

Ég myndi græða 250 þúsund (sem nægja vel fyrir farmiðanum til  Bandaríkjanna) og hver kaupandi myndi samt græða þrjúþúsund á því að  versla ekki við Elko.

Mig grunar samt að starfsmenn Leifsstöðvar myndu reyna að stoppa mig.  Ég myndi spyrja hvort Leifsstöð væri ekki í ríkiseigu og landareign  almennings samkvæmt lögum, og hvort ég þyrfti leyfi til að stunda  viðskipti þarna í einskismannslandi utan lögsögu, tolla og  virðisaukaskatts?

Svo yrði mér gefin einhver skýring og mér hent út, og Ipoddarnir  gerðir upptækir svo ég hugsi mig tvisvar um áður en ég reyni aftur að  stunda frjáls viðskipti.  

Baggage


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Góð hugmynd hjá þér Kári.  Líklega yrðu viðbrögðin eins og þú segir.  Því miður eru það bara sumir sem mega græða á góðum hugmyndum...

Sigurjón, 21.12.2007 kl. 10:53

2 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... spurning um að vopna sig vel af lestri á tollskrám, lögum um innflutning, lögum um einkaumboð, sölur... etc, og sjá hvort það dugi.  Ef það dugir ekki til, þá er það alveg forsvaranlegt að gera allt vitlaust í landinu, mæta í Kastljós og allt þetta dæmi.  Jafnvel gætirðu orðið heppinn og "púllað Lúkas" á tollayfirvöld.

Einar Indriðason, 21.12.2007 kl. 12:55

3 Smámynd: Kári Harðarson

Einokun Dana var stór ástæða fyrir sjálfstæðisbaráttunni fyrir 120 árum.  Mér sýnist við vera að komast á sama stað aftur, nema í stað umboðsmanna dana á Íslandi eru forstjórar einokunarkeðja sem njóta einkavæðingartískunnar.

Það er kominn tími til að rifja baráttuaðferðirnar upp aftur en ég óttast að skaðinn sé þegar orðinn mikill.

Kári Harðarson, 21.12.2007 kl. 15:06

4 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

ætli þú þyrftir þá ekki að leigja þér bás í fríhöfninni... sá kostar skildinginn.

nú ertu sýnist mér dálítið ósanngjarn í garð Elko, þó fyrirtækið eigi etv ekki skilið neina samúð.

en boðið stendur áfram, pantaðu ipoda í USA, láttu senda til mín á Grænlandi. Hingað koma þeir tolla og gjaldalaust eins og flest annað...

kostar 20.000-39.000 að fljúga hingað og sækja þá... og fá fína ferð í leiðinni, hér er amk kosti engin hætta á að fingrafarið á flugvellinum skili þér í hlekkjum aftur um borð :)

Baldvin Kristjánsson, 21.12.2007 kl. 16:40

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

En hvernig er það með Ipodana í Elko, er viðmótið á norsku, sænsku eða dönsku?

Dettur sisona í hug, þar sem tölvurnar hjá þeim eru með skandinavísku lyklaborði.

Brjánn Guðjónsson, 22.12.2007 kl. 00:48

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 07:58

7 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hefur þú nokkuð hugleitt að kaupa 1000 stykki, leigja skútu og sigla með þá til Íslands.  Lenda í einhverjum eyðifirði, selja þá síðan á kassi.is eða barnaland.is ??

Nei þetta tollabákn og þessar tæknilegu viðskiptaþvinganir sem við Íslendingar búum við eru gjörsamlega óþolandi.

Ég reikna líka með því að flugmenn og flugfreyjur sem fljúga reglulega til USA geti tekið nokkra með sér í hverri ferð.  Kannski nokkur hundruð á ári samtals !!!

Þorsteinn Sverrisson, 22.12.2007 kl. 09:56

8 Smámynd: Kári Harðarson

Ég vil taka fram að ég er ekki að hvetja til lögbrota, aðeins að benda á mótsögnina sem við búum við.   Í hvaða öðru landi er aðal fríhöfnin á leið inn í landið, ekki út úr því?  Af hverju er fríhöfnin eins og síðasta andvarp áður en maður heldur inn í gúlag okursins?

Ég hef ekkert á móti Elko.  Þeir eru bara að gera það besta úr aðstæðum eins og öll fyrirtæki eiga að gera.  Reyndar hef ég ekki gagnrýnt fyrirtækin í mínum bloggum, það er ríkisstjórnin sem mér finnst ábyrgðin liggja hjá.

Ríkisstjórnin bjó til aðstæðurnar sem hafa skapast í landinu, með því að byggja tollamúra í landbúnaði og í innflutningi almennra borgara á daglegum vörum.

Það er okkar sjálfra að setja lög sem við viljum búa við.  Viðskiptaþvinganir áttu að vera liðin tíð þegar danir hættu að ráða hér, ekki eitthvað sem við búum við fram á 21.öldina.

Gleðileg jól!

Kári Harðarson, 22.12.2007 kl. 14:01

9 identicon

Ég hef nú alltaf lúmskt gaman að borgaralegri óhlýðni, svo fremi sem hún rúmast innan ramma laganna – og það gerir hugmynd Kára! Það er ekkert ólöglegt við að selja iPod-ana við færibandið í Leifsstöð, fyrir innan tollhlið.

Fyrir áhugasama er hér hugmynd að jólagjafainnkaupum eða bara til að kaupa hvað sem er skattfrjálst: Kaupum ódýrasta flugmiða aðra leiðina, en förum bara í Fríhöfnina og út aftur (sjá blogg)!

Guðmundur Löve (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 20:14

10 Smámynd: Þór Sigurðsson

Vandamálið við að fara í fríhöfnina bara til að versla er að fríhöfnin er dýrari en að leita að lægsta verðinu innanlands. Sem er þversögn, en staðreynd engu að síður...

Nema það verði bjór og tóbak í jólagjöf, þá er hægt að koma út í einhvern smá gróða :)

Þór Sigurðsson, 23.12.2007 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband