Hvað ætlar þú að verða?

Konan mín var að koma heim frá Köben.  Hún sagði mér að nýja neðanjarðarlestin  hafi nú verið lögð til flugvallarins í Kastrup og að nú taki 17 mínútur að  komast þaðan til Frederiksberg.  Þegar við bjuggum þar tók ferðin 40  mínútur með leigubíl ef hann lenti ekki í umferðarteppu.

Ég er að drepast úr öfundssýki.  Mér finnst innviðir Reykjavíkur vera að grotna  niður á sama tíma og evrópskar borgir byggja sína upp.  Ætlum við aldrei að verða að  borg?  Hvað hefur Reykjavík gert fyrir mig og fasteignagjöldin mín nýlega?  Við byggjum ekkert upp og höldum ekki í horfinu.

Mér fannst Reykjavík eitt sinn falleg en mér finnst það ekki lengur.  Mér finnst hún ljót, ljót, ljót.

Sá sem  heldur að Reykjavík sé falleg ætti að slökkva á sjónvarpinu og fá sér göngutúr.  Kannski sé ég þetta af því ég fer um á hjóli?


100_0027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reykjavík er að verða eins og heimili sem ekkert hefur verið gert fyrir því  ábúendurnir elska ekki hvorn annan.  Laxableik baðker og sinnepsgul teppi í stofunni, postulínshrafn ennþá útí glugga.

Íslendingar hafa haft Bandaríkin sem fyrirmynd í þó nokkurn tíma og það er varla skrýtið að Reykjavík fari að líkjast bandarískri borg en þær voru margar með niðurnídda miðbæi á tímabili.  Fólk vill kaupa flott hús og grill en tímir ekki að leggja í púkkið til að byggja upp innviðina.  Það er ekki kommúnismi að ganga vel um sameignina, það er spurning um heilbrigða lífssýn.


161_6172

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bandarískar borgir urðu fyrir því sem má kalla "The doughnut effect".  Miðbærinn verður einskis manns land og þeir sem einhvers mega sín flytja í kraga í kringum hann.  Kraginn í Reykjavík er Grafarvogur, Kópavogur, Garðabær og Seltjarnarnes. Í  gamla kjarnanum eru skemmdar tennur á Laugavegi og veggjakrot, og kaupmenn sem  vilja flytja.

---

Við hjónin byrjuðum okkar búskap í gömlu húsi í Hafnarfirði sem hét Langeyri.  Þótt við séum löngu flutt höfum við fylgst með húsinu. Það hefur staðið  mannlaust í mörg ár en fékk að standa í friði lengst af.

Einn dag fundu skemmdarvargar á sér að húsið væri ekki elskað lengur.  Eins og  hendi væri veifað voru allar rúður í húsinu brotnar og það breyttist í rústir.

140_4056

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er stutt þar til það verður rifið og blokk byggð þarna á vegum íslenskra aðalverktaka.  Ég efast ekki um að nýtingin á landinu verður góð.  Reykjavík er dálítið eins og þetta hús.  Skemmdarvargarnir finna að þeir geta  valsað um og sprautað á veggi því öllum er sama.

 P7030010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að skemmdarvargar séu eins og hrægammar, þeir ráðast ekki á heilbrigða einstaklinga, heldur þá sjúku sem standa einir og varnarlausir.

Ég lít á veggjakrotið sem einkenni á undirliggjandi meini en ekki aðal vandamálið. Sá sem hugsar ekki um sig verður illa lyktandi og skítugur.  Skítalyktin er ekki ástæðan fyrir því að róni er róni heldur er hún einkenni á  róna.  Þannig er veggjakrotið einkenni á borg sem er að fara í hundana.


P7030007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veggjakrotið pirrar mig því ekki.  Það sýnir öllum hvað við erum að verða enda tími til kominn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Svartsýn mynd sem þú dregur upp þarna.  Spurningin er... hvað væri hægt að gera til að bjarga og lyfta borgarmyndinni?

Einar Indriðason, 20.1.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þökk fyrir orð í tíma töluð - borgaryfirvöld hafa verið algerlega getulaus í þessum málum undanfarin ár og verið taglhnýtingar eyðingaraflanna, þ.e. svokallaðra „athafnarmanna“ og gildir það jafnt um hægri/vinstri menn í borgarbatteríinu. Borgarfulltrúar OKKAR hafa verið uppteknir af einhverju allt öðru en að gera borgina betri og mannvænni, snúast frekar í hringi um útrásarkjaftæði og jakkafatakaup. Á meðan grotnar miðbærinn og nánasta umhverfi og í framtíðinn verður veggjakrotið e.t.v. helsta einkenni Reykjavíkur og nágrennis, fyrir utan sálarlausu stórhýsin og 500.000. bílastæðin...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.1.2008 kl. 23:29

3 identicon

Ég er hjartanlega sammála því sem þú skrifar. Meinið skiptist í tvennt; borgarfulltrúa sem ekki vinna vinnuna sína og íbúa sem hafa ekki rænu á að ganga vel um. Hvernig væri að við borgarbúar sameinuðumst og krefjumst þess að borgarfulltrúar hætti framapoti og sýni borginni þá virðingu sem hún á skilið og taki af alvöru til starfa. Nóg borgum við í skatta. 

Hörður Torfason (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er snilldarfærsla og ekkert annað ! Sammála þér Kári í einu og öllu.

Óskar Þorkelsson, 20.1.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er því miður allt satt. En hvað er til ráða??

Hólmdís Hjartardóttir, 21.1.2008 kl. 00:45

6 identicon

Áhugaverð færsla sem ég er hjartanlega sammála. Reykjavík er einfaldlega orðin köld og ljót borg. Ég hef ekki hugmynd um hvað er til ráða og er einn af þeim sem er meira að segja svo svartsýnn að tel að þetta muni aldrei lagast. Borgir lagast ekki bara því fólki líður ílla í þeim og þykir ekki vænnt um þær, það þarf að fara úr sofanum og taka sig saman.

Mikið fannst mér áhugavert að þú talaðir um að það væri ekki kammúnismi að vilja hugsa vel um sameiginleg svæði, þarna er ég svo hjartanlega sammála þér. Sá grundvallar miskilningur sem ríkir heima að þarfir einstaklinga eigi að beigja sig fyrir þörfum athafnamanna, einkabílsins og fyrirtækja er það sem gerir ísland óábúandi. Það er ekki kommunismi eða jafnvel að vera vinstrisinnaður að vilja setja vellíðan fólks í fyrirrúmi.

Takk fyrir þetta innlegg Kári.

Atli Thor Fanndal (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 06:04

7 Smámynd: Kári Harðarson

Ég sé tvo hluti sem þarf að berjast við.

Vitlaus verðlagning:  

Ég held að þeir sem fengu að byggja langt í burtu hafi ekki þurft að taka á sig kostnaðinn við að  byggja samgönguleiðirnar sem þurfa að liggja til þeirra. Verktakar fengu úthlutað lóðum ódýrt þar sem nú býr fólk sem vill fá almennilegar samgöngur frá sér um allt Reykjavíkur svæðið.  Peningarnir til að byggja upp þessar samgöngur voru aldrei teknir frá.

Lóðaverð í miðbænum er mjög hátt þótt hann sé að breytast í slömm.  Þess vegna eru komnar  "Mordor"  lúxusblokkir í Skuggahverfinu og "Favelas" allt í kring um þær.

Sumir eru þegar farnir að kalla hverfið í kringum Hlemm "Chinatown" sem væri allt í lagi ef það væri ekki notað í niðrandi merkingu.

Bílamenning: 

Ég vinn í Morgunblaðshúsinu gamla á Kringlusvæðinu.  Til þess að labba yfir til kollega minna í næsta húsi sem er aðalbygging  Háskólans í Reykjavík þarf ég fyrst að labba yfir bílastæði Morggans, svo yfir fjórar akgreinar þar sem gönguljósin eru ekki stillt rétt, og síðast yfir bílastæði Háskólans í Reykjavík.

Sú gönguleið er vægast sagt nöturleg og minnir meira á strip mall en göngutúr í borg.

Þetta breytist ekki á einni nóttu því lögum samkvæmt þurfa allir sem byggja hús í Reykjavík að útvega ókeypis bílastæði.  Það er jafnt úrelt og að bjóða ókeypis sígarettur í fermingarveislu.

Kári Harðarson, 21.1.2008 kl. 12:15

8 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Gott blott enn og aftur. Gleymdir þó evrópsku borgunum á Bretlandseyjum, sem líka lentu í kleinuhringnum.

er etv lausnin að hvetja aðra bæi til að keppa við Reykjavík á þessu sviði?

Fyrir rest skammast þá Reykvíkingar kannski til að gera eitthvað og þá verður það af alvöru en ekki bara rétt nóg til að fá atkvæði?

Annars er stórskemmtilegt að fylgjast með bramboltinu í henni Reykjavík hér erlendis frá, stórskemmtilegt alveg :)

Baldvin Kristjánsson, 23.1.2008 kl. 10:49

9 identicon

Mig langar óstjórnlega ti að fá að vita hverjir eru ráðgjafar stjórnmálamanna í Reykjavík í umhverfis og skipulagsmálum. Ég hef hlýtt á erindi tveggja íslenskra arkitekta sem hafa borgarskipulagsmenntun og það var unaður að sjá myndir og hlusta á erindi þeirra. Hvorugur birtist með "ég hef rétt fyrir mér" einkennin heldur fjölluðu þeir faglega um málefnið og sýndu dæmi (ljósmyndir) frá öðrum borgum víða um heim hvernig svipaður vandi og Reykjavík á í hefur verið leystur. Grunntónn beggja arkitektanna var að hér skorti fegurðarskyn og heildarsýn. Mér sýnist á öllu að borgarfulltrúar sneiði framhjá fólki með slíka þekkingu og menntun. Fólki sem við þurfum svo mikið á að halda.     

Hörður Torfason (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband