Hvenær á borgaraleg óhlýðni rétt á sér?

Pabbi minn hét Hörður Ólafsson og var hæstaréttarlögmaður. Árið 1989 þýddi hann á íslensku greinina "The justification of Civil Disobedience" sem var skrifuð 1969 af heimspekingnum John Rawls, sem fæddist 1921 (eins og pabbi) og kenndi stjórnmálaheimspeki við Harvard.

JohnRawls

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

John Rawls

Ég veit ekki hvort pabbi ætlaði að gefa þýðinguna út og fæ varla að vita það úr þessu því ég fékk þýðinguna í hendur þegar hann dó árið 1994.  Hún hefur verið uppí skáp hjá mér síðan.

Í tilefni af uppákomunni í ráðhúsinu hefur mikið verið rætt um hvort hróp og köll væru skrílslæti eða lögmæt borgaraleg óhlýðni.  Mér datt því í hug að efni greinarinnar sem pabbi þýddi ætti erindi við þá sem vilja kynnast fyrirbærinu betur.

Ég tölvuskannaði því handritið með von um að það nýtist einhverjum og vinna pabba fái notið sín.

 

Handritið er í viðhenginu að neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fróðleg grein og viðeigandi hugleiðing. (Þótt löng sé og ég hafi hraðlesið hana)  Ekki er ég viss um að þessi skilningur sé lagður að grunni við lagatúlkun hér og er ég viss um að þetta fer í taugarnar á mörgum.  Þetta harmónerar allavega algerlega við mína réttlætisvitund og hugmynd um lýðræði.  Niðurlagið segir raunar allt sem þarf:

  "Ef réttlát borgaraleg óhlýðni virðist ógna borgaralegri einingu, er ábyrgðin ekki þeirra sem mótmæla heldur þeirra sem misnota vald sitt og aðstöðu og réttlætt þannig mótmælin.  Því að nota lögreglu og dómsvald ríkisins til að viðhalda greinilega ranglátu ástandi, er í sjálfu sér ólögmæt valdbeiting, sem menn hafa rétt til að berjast á móti, þegar þar að kemur."

Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Hagbarður

Takk fyrir þetta merka innlegg. Hef ekki lesið þessa grein áður, en þýðingin er mjög lipur. Merkilegt fyrirbæri, "andstæðar skyldur"!

Hagbarður, 28.1.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég lastaði þessu á harða diskinn hjá mér til síðari tíma.. hef ekki tíma þegar ég er í vinnunni að lesa svona langar greinar. 

Óskar Þorkelsson, 28.1.2008 kl. 11:55

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Frábært, kærar þakkir. Ég gerði eins og Óskar, vistaði á harða diskinn. Má vitna í greinina ef til kemur, Kári?

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Kári Harðarson

Það hlýtur að vera í lagi að vitna í greinina enda sé heimilda getið,  sérstaklega Dr.Rawls.

Kári Harðarson, 28.1.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir að deila þessari þýðingu með okkur. Vistaði hana líka og er rétt byrjuð að glugga í greinina, lofar góðu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.1.2008 kl. 17:59

7 identicon

Tek undir með öllum hér. Þetta er þarfleg grein til birtingar, ekki aðeins í ljósi nýliðinna atburða í Ráðhúsinu, heldur einnig almennt.

Það hafa komið upp svipaðar aðstæður, t.d. þegar unglingar hafa mótmælt lögregluofbeldi - og það látið líta út af fjölmiðlum sem skrílslæti - og svo þegar Saving Iceland voru að mótmæla mjög svo friðsamlega í sumar - og þau handtekin fyrir sem ógnun við öryggi landsins (Miriam-dæmið)!

Þá má einnig nefna mótmælin vegna ungdómshússins í Kaupmannahöfnsem margir hér heima fylgdust með.

Rawls er auðvitað einn þekktasti heimspekingur 20. aldar og verður ekki afskrifaður sem einhver vitleysingur.

Aðeins eitt varðandi þýðinguna (eða tvennt!). Ef það á að birta hana, sem mér finnst meira en sjálfsagt, þá þyrfti að breyta orðinu "skírgreining". Í dag er alltaf talað um "skilgreiningu" og svo verður auðvitað að vera í þessu tilfelli einnig. Þá þyrfti að laga kommusetninguna en hún er mjög gamaldags (allt of mikið af kommum!).

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 18:09

8 identicon

Sælir.

Áhugaverð grein og ágæt þýðing hjá pabba þínum.

Umræður um borgaralega óhlýðni hafa staðið æði lengi í lýðræðisþjóðfélögum.

Almennt hafa menn í gegnum tíðina talið slíkar gerðir réttlætanlegar eftir að allar aðrar leiðir hafa verið farnar án árangurs.

Valdstjórnin er að sjálfsögðu ekki alltaf sammála.

Mótmæli við augljós ólög eða misrétti sem ekki fellur að almennum skoðunum íbúa ætti að mínu mati að festa í sessi og jafnvel með lagasetningu.

Fulltrúalýðræði er ófullkomið og meðan ekki er gerð breyting þar á með beinni aðkomu borgaranna í kosningum um umdeild mál má alltaf búast við núningsflötum.

Að því sögðu þá verða menn að sjálfsögðu að gera sér grein fyrir því að óhlýðni eða beint vald má ekki misnota því þá er samfélag manna í raun komið í hring um sjálft sig.

Ég tek þrjú íslensk dæmi um eitthvað sem menn hafa nefnt sem borgaralega óhlýðni.

1. Mótmæli á áhorfendapöllum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fólk mætir á staðinn og truflar fund borgarstjórnar, kjör í embætti og púar á einstaklinga sem kjörnir hafa verið í lýðræðislegum kosningum. Borgaraleg óhlýðni? Nei svo sannarlega ekki, hér er um að ræða múgæsingu og dónaskap af verstu gerð. Minnir svolítið á villta vestrið, finna sökudólg fyrir gremju og velta upp úr tjöru og fiðri.

2. Eftir áralöng mótmæli, greinarskrif, og illvígar deilur í þjóðfélaginu. Mótmæli við Kárahnúka, fólk hlekkjar sig við vinnuvélar og hengir upp borða. Borgarleg mótmæli, já svo sannarlega. En, þegar mótmælendur fóru að skemma eignir verktaka sem ekkert höfðu til saka unnið nema að vinna vinnuna sína þá breyttust mótmælin í skemmdarverk.

3. Eftir áralöng mótmæli, greinarskrif, hatrammar deilur, málaferli o.f.l., stífla Laxárvirkjunar í Miðkvísl sprengd með dínamíti. Borgarleg mótmæli? Svo sannarlega og í raun neyðarréttur almennings gagnavert aðila sem ekki bara braut á þeirra rétti, heldur gekk á svig við landslög og komst næstum upp með gjörninginn.

Eitt lítið dæmi enn og öllu sakleysislegra. Bílstjórar mótmæla hækkunum á eldsneyti með því að stöðva umferð og þeyta bílflautur. Ólöglegur verknaður, en afar smekklegt sýnishorn um borgaralega óhlýðni.

Í alvöru lýðræðislöndum kunna stjórnvöld að greina á milli þess sem fallið getur undir mótmæli og svo skrílslæti.

Það er von mín að almenningur á Íslandi hafa þann þroska að greina þar á milli líka.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 22:09

9 Smámynd: Ár & síð

Skemmtilegt dæmi um saklausa borgaralega óhlýðni er það líka þegar ungir sjálfstæðismenn hittast reglulega hjá Skattstjóra Reykjavíkur í ágúst ár hvert til að koma í veg fyrir að fólk geti nýtt sér lagalegan rétt til að skoða framlagðar skattskýrslur.
Matthías

Ár & síð, 28.1.2008 kl. 22:38

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flott þýðing hjá karlinum honum föður þínum og tek ég sérstaklega undir orð Jóns Steinars Ragnarssonar. Þörf áminning fyrir stjórnvöld og lögmenn þessa lands að kynna sér vel það sem þarna stendur.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.1.2008 kl. 06:22

11 identicon

Það er mikill fengur í öllum svona þýðingum og því væri óskandi að hún birtist einhvern tímann á prenti. Ef til vill væri ráð að senda greinina annaðhvort til ritstjóra Skírnis eða ritstjóra Hugar, tímarits félags áhugamanna um heimspeki. Ég kasta þessu bara fram sem tillögum en ég efast eiginlega ekki um að þar á bæjum yrði þýðingunni sýndur mikill áhugi (og um leið fengi þýðingin faglegan yfirlestur).

Geir Þórarinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 07:30

12 identicon

Sæll Kári

Að veittu leyfi, hefði ég fullan hug á að gefa út þýðingu pabba þíns á ritgerð Rawls í litlu og ódýru bókarformi. Gaf nýverið sjálfur út bók sem heitir "Beinar Aðgerðir og Borgaraleg óhlýðni". 

Láttu mig endilega vita hvað þér finnst.

kveðja

Sigurður 

sigurður harðarson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband