DVD eða Blue-Ray?

Hér er ljósmynd:

 1080linur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er sama mynd sem hefur verið minnkuð úr Blue Ray upplausn (1080 línur) í DVD upplausn (625 línur) og stækkuð upp aftur:

625linur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er um það bil munurinn á venjulegum DVD í upscaling spilara og Blue-Ray spilara...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'eg er með HD DVD spilara (já ég veit veðjaði á rangan hest) en það er mikill munur á    DVD  upscaling og HD/Blue-Ray, mér fynnst þessar tvær myndir ekki skýra þvílíkur munur er á þessu tvennu

arnbjörn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Kári Harðarson

Það er athyglisvert - af hverju ætli það sé?

Þarna er gott forrit að sjá um Upscaling, kannski er mjög mismunandi eftir spilurum hversu duglegir þeir eru að stækka DVD diskamynd svo hún passi á 1080 línu skjá.

Stækkun á PAL útsendingu er ekki eins góð og stækkun á mynd af DVD diski, veit ég...

Kári Harðarson, 20.2.2008 kl. 16:13

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

greinilegur munur á þessum tveimur myndum. sérstaklega hárið, andlitið og silfurskrautið.

hvort það skipti máli, sér í lagi þegar hreyfing er komin á myndina, veit ég ekki.

Brjánn Guðjónsson, 20.2.2008 kl. 16:23

4 Smámynd: Ómar Ingi

Og soundið er soldið MIKLU betra ef þú ert með græjur í það að hlusta gott sound og þessar myndir eru ekki marktækar.

En svo auðvitað er til fólk sem sér og finnur engan mun á 35 mm Printi í bíó eða Digital printi.

Ce La Vie

Ómar Ingi, 20.2.2008 kl. 16:35

5 identicon

Myndir með stórum, svo til einlitum, flötum eru eðlilega aldrei góðar til að sýna mun á skerpu.

Eðlilega er því lítill munur (en samt þónokkur) á húðinni í andlitinu og líkamanum sem er aðalatriðið á þessari mynd en ef maður skoðar til dæmis skrautið sést mikill munur.

Prófaðu að taka mynd sem er með meiri smáatriðateikningu - þá ættirðu að sjá umtalsvert meiri mun.

Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 17:28

6 identicon

Eini gallin enn sem komið er með HD/Blue-Ray er hljóðið, DVD er mun betra á DVD, en sennilega mun það verða jafngott eða betra síðar, annars.....
Vill einhver kaupa HD spilara ásamt sirka 20 myndum ? Mig vantar pening til að láta ganga upp í Blue-Ray

arnbjörn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 19:33

7 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Mér er ekki alveg ljóst hvernig þessar myndir eru búnar til, vefskoðarinn segir báðar myndirnar vera með ca. 550 línur. Þetta þýðir væntanlega að þetta er "crop" úr stærri mynd eða hvað. Ef allar 1080 línurnar eru minnkaðar niður í ca. 550 línur segja myndirnar okkur lítið.

Ath. einnig að PAL upplausn er 576 línur en ekki 625. PAL sendingarstaðallinn segir 625 línur en þar eru línur innifaldar með upplýsingum sem eru ekki birtar í myndinni. Bandaríska NTSC upplausnin er einnig 480 línur þannig að þeir ættu að sjá meiri mun.

Ég hef séð fótboltaleiki á Sýn í góðu 1080 línu sjónvarpi bæði í hefðbundinni upplausn og háskerpu (Sýn HD). Mér finnst munurinn mikill og augljós á myndgæðum.

Annars vegar erum við að tala um 1080 x 1920 = 2 megapixlar,

hins vegar 576 x 720 = 0,4 megapixlar eða nálægt fimmfaldur munur í upplausn á kyrri mynd.

Síðan ef myndin hreyfist eitthvað eykst munurinn vegna þess að 576 línurnar eru venjulega það sem kallað er "interlaced eða 576i" sem þýðir að önnur hver lína kemur í hverjum ramma sem gerir myndina óskýrari ef hreyfing er á henni. Blue-ray spilarar geta hins vegar skilað 1080p (progressive) sem þýðir að hver rammi felur í sér allar línur myndarinnar sem þýðir skýra mynd jafnvel þó að mikil hreyfing sé.

Finnur Hrafn Jónsson, 21.2.2008 kl. 00:49

8 identicon

Ef þessar tvær myndir eru dæmi um mun á Blue Ray og DVD þá er ég ekki lengur í vafa um að ég kem til með að velja Blue Ray.  Það var ótrúlega mikill munur :)

Ég verð að viðurkenna að ég er aftarlega á merinni þegar kemur að sjónvarpi og myndspilurum og hef ekki haft ánægjuna af að sjá myndir í HD.  Ég get greinilega farið að hlakka til að skifta út gamla sjónvarpinu og DVD spilaranum. 

Johann Olafsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 07:49

9 Smámynd: Kári Harðarson

Ég bjó myndirnar til þannig:

  • Ég "croppaði" mynd svo hún yrði 1080 á hæð.
  • Svo minkaði ég hana í 625 línur og vistaði.
  • Svo opnaði ég hana aftur og stækkaði í 1080 línur og vistaði.
  • Svo tók ég sýnishorn af henni og sambærilegt sýnishorn af originalnum.

Þess vegna eru myndirnar tvær hvorki 1080 á hæð né 625 á hæð.

Ég þarf að endurtaka tilraunina miðað við 576 línur.   Enn fremur væri sennilega gott að nota .PNG skrá en ekki .JPG skrá því þjöppunin í .JPG skemmir báðar myndirnar.

Kári Harðarson, 21.2.2008 kl. 10:48

10 identicon

Ég hef nokkrar athugasemdir við þessar aðferðir sumar hafa komið fram aðrar ekki.

1.Eins og komið hefur fram þá er 625 línur alls ekki rétt stærð þar sem dvd er 480(ntsc) - 576 PAL,

2. Forritið sem þú notar er væntanlega að nota fínt resampling þegar þú stækkar hana, og mjög ólíklegt að allt nema dýrustu spilarar hermi það eftir á 25-30 römmum á sekúntu.

3. Ef notað er scart eða önnur interlaced tækni úr dvd-spilaranum þá er bara helmingurinn af línunnum í hverjum ramma ( gæti reyndar verið að það sé alltaf þannig) , miðað fullan línufjölda blu-ray í hverjum ramma.   Sjónvörp og spilarar höndla þetta misvel en sést mjög greinilega í hreyfingu á nákvæmum senum.

Ég er alls ekki aðdáandi blu-ray spilara né DRM-inu sem fylgir því en ég downloada núna engu öðru en 720p sjónvarpsþáttum, sem líta strax mun betur út en þeir dvd-ar sem ég á þrátt fyrir fullkomna filtera til að laga þá mynd.  Eini gallinn við þessi miklu gæði er hvað þau taka mikið pláss.

Ég segji reyndar einnig fyrir mér að mér þykir upplausn talsvert mikilvægari heldur en skerpumunurinn á þokkalegu lcd sjónvarpi og góðum plasma.

Ég held að þú vanmetir muninn á þessari blu-ray/hd-dvd og dvd, en ég get ekki sagt að ég sé mjög hrifinn af mynddiskum yfir höfuð og vil helst geta downloadað öllu löglega, og best væri að maður myndi geta keypt myndir einusinni og svo þegar hún er endurgefinn í betri upplausn, þá fái maður að downloada henni í betri gæðum frítt, eða gegn vægu aukagjaldi. Ég held ég muni td ekki kaupa aftur þær myndir og þætti sem ég á dvd á blu-ray á fullu verði. 

Meðfylgjandi er skjákskot af full-size myndum blu-ray vs upscaled dvd, og dæmi hver fyrir sig, en þessi munur réttlætir blu-ray fyrir mér amk. 

http://www.avsforum.com/avs-vb/showthread.php?t=811102 

Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:26

11 identicon

Biðst velvirðingar á því að hafa brotið moggabloggs commentakerfið með of löngum línum :)

Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:29

12 Smámynd: Kári Harðarson

Sæll Ævar,

Sammála öllum púnktum hjá þér.   Myndadæmið sem ég tók sýnir eingöngu muninn á upplausn, ekki hvað dæmigerður Blue-Ray eða Upscaling spilari getur gert.

Evrópsku útsendingarnar nota 576 af 625 línum, ég vissi af því.

Ég er sjálfur með 100hz PAL tæki svo ég verð lítið var við Interlace og það höndlar hreyfingar í mynd mjög vel.

Ég sé muninn á upplausn milli 1080 og PAL vel sjálfur, hann er verulegur og ég er ekki í vafa um að ég vil hærri upplausn þegar hún býðst.

Þú  kemur sjálfur með aðalröksemdina sem ég var að reyna að koma með.  Það er orðið svo lítið mál að niðurhala hágæða skrá af netinu að það er óvíst að fólk muni borga fyrir Blue-Ray diska í neinum mæli.

Kári Harðarson, 23.2.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband