Hvers vegna lögreglan skráir ekki stellnúmer - svarið er komið

Ég velti fyrir mér hvers vegna lögreglan skráir ekki stellnúmer þeirra hjóla sem koma inn til þeirra og gat mér í kvikindisskap til að þeir héldu ágóðanum af þeim hjólum sem færu á uppboð.  Satt að segja datt mér ekki í hug að það væri reyndin.

Ég fékk svo þetta svar frá starfsmanni innan lögreglunnar sem vill ekki láta nafns síns getið: 

 

Jú, þetta er nefnilega spilling. Lögreglufélag Reykjavíkur fær hlut af óskilamunauppboðinu sem haldið er einu sinn á ári.  Síðan útdeilir Lögreglufélag Reykjavíkur þessum aurum í einhver mál skv. einhverjum reglum.

Það er fáránlegt að skrá ekki raðnúmer hjóls í LÖKE (lögreglukerfið) því það bíður svo sannarlega upp á það.

Þetta er ekki alvarlegasta spillingarmál sem ég hef heyrt um, en það ætti samt ekki að láta þetta líðast. 

Kveðja, Kári

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég legg til að þessu fyrirkomulagi verði breytt þannig að Fjallahjólaklúbburinn sjái um framkvæmd uppboðsins, en ágóði þess renni til Saving Iceland.

Elías Halldór Ágústsson, 20.5.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Já var það ekki!  Nú þarf að breyta þessu og það STRAX!

En ég man eftir því að löggan hefur bent fólki á að vera með númer á dýrum hlutum eins og sjónvörpum til taks ef brotist er inn og þeim stolið.

Til dæmis hefur fólk getað fengið hluti sína aftur þegar löggan hefur ná þjófahópum sem senda heilu gámana úr landi, sama á við um myndavélar og fleira sem síðan er reynt að selja í kolaportinu eða á netinu. Löggan er kannski eins og margir aðrir, aðeins strangheiðarleg þegar þeir annað hvort græða eða allavega tapa ekki á því. Þeir ættu bara að fá kleinuhringi með kaffinu þegar þeir hafa náð að skila t.d. 10 hjólum til eiganda sinna.

Hansína Hafsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: halkatla

jámm þetta er alveg spilling þó að það fari lítið fyrir henni

halkatla, 20.5.2008 kl. 11:44

4 identicon

Þurfum við, hjólreiðafólk, ekki bara að setja upp okkar eigin gagnagrunn sem lögreglan getur svo leitað ?

Sindri (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 11:54

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er GASalegt mál..   ekki bætti þetta virðingu gagnvart lögreglunni...

Óskar Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 15:04

6 Smámynd: Steini Thorst

Hluti af söluhagnaði hjóla sem lögreglan á EKKI fer semsagt í bjórsjóð lögreglunnar. Mér finnst nú bara hreinlega að þetta þurfi að rannsaka og þá í guðanna bænum látið ekki efnahagsbrotadeildina gera það jafnvel þó hérna sé um hugsanlegt efnahagsbrot að ræða.

Steini Thorst, 20.5.2008 kl. 15:07

7 identicon

Það er fleira en hjól sem týnist.  Lögreglan hefur væntanlega líka tekjur af uppboði á öðru dóti sem týnist og kemur í leitirnar. 

Er ekki bara spurning að taka þetta hlutverk af lögreglunni (það að taka á móti og varðveita óskilamunum), og koma hlutverkinu til tryggingafélagana sem sannarlega hafa hag af því að hlutum sé komið til réttra eigenda. 

Eftir á að hyggja er samstarf tryggingarfélaganna kannski ekki gott út frá samkeppnissjónarmiðum, og því væri sennilega ráðlegt að búa til nýja stofnun/fyrirtæki sem fengi rekstrarfé frá tryggingarfélögunum í formi skatts á tryggingar.  Tryggingafélögin sæju svo um að tryggingartakar skrái stell-númer, serial númer eða önnur auðkenni á tryggðu dóti.  Þeir sem tapa ótryggðum hlutum þyrftu þá að borga fundarlaun til stofnunarinnar til að fá sína óskilamuni til baka.  Uppboð á óskilamunun gæti svo runnið allt til góðgerðamála eða í ríkissjóð.  

Rekstrakostnaður sem sparast hjá Lögreglunni gæti farið í að hækka laun lögregluþjóna eða borga fyrir félagslíf þeirra. 

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:10

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Síðast þegar ég vissi fór ALLUR ágóði hins árlega uppboðs óskilamuna í vörslu lögreglunnar í Reykjavík, í skemmtanasjóð lögreglufélagsins í Reykjavík. Þannig hefur það verið hingað til.

Þóra Guðmundsdóttir, 20.5.2008 kl. 18:34

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Það hefur löngum verið e-ð bogið við þetta allt saman. Fyrir mörgum árum -- rúymum 20 -- varð sonur minn að skilja skellinöðru sína, með tilskildum skráningarnúmerum -- eftir vegna bilunar utan við þáverandi Bifreiðaeftirlit ríkisins. Þegar átti að sækja hana síðar um daginn var hún horfin. Tilkynnt til lögreglu, talin stolin.

Þetta var um hásumar. Þrátt fyrir eftirgrennslan fengust aldrei nein svör af hálfu lögreglunnar um hvort skellinaðran hefði fundist, eða eitthvað eftir henni leitað. Næsta vor var auglýst uppboð á óskilamunum hjá lögreglunni i Hafnarfirði. Þar fundu kunningjar sonar míns gripinn og þekktu hann. Lögreglan í Reykjavík hafði þá farið með skellinöðruna þangað af því hún var á G-númerum, en þrátt fyrir það og eftirleit lögreglunnar (í R-vík), af því þar hvarf hjólið þegar Rvíkurlögreglan fór með það til Hafnarfjarðar -- varð ekkert uppvíst um það fyrr.

En það má Hafnafjarðarlögreglan eiga að hún ók gripnum hingað heim í hlað í Mosó, þegar uppvíst var hvernig í málinu lá.

Sigurður Hreiðar, 20.5.2008 kl. 23:26

10 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Eftir þessa tilkynningu löggunnar verður gaman að sjá hvort hið árlega uppboð lögreglunar á óskilamunum sé ekki bara útdautt fyrirbrigði.

Hansína Hafsteinsdóttir, 21.5.2008 kl. 08:17

11 identicon

Núna getið þið keypt aftur hjólunum sem þið hafið týnt. Lögreglan var að auglýsa uppboðið sitt <a href="http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=1157&module_id=220&element_id=12059">http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=1157&module_id=220&element_id=12059a</a>

Baddi (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:57

12 identicon

baddi (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband