Hvernig á að pirra

Hér eru nokkur góð ráð til að vera pirrandi

  • Stilltu sjónvarpið þannig að allir verði grænir í framan. Segðu að þetta eigi að vera svona.
  • Heftaðu öll blöð í miðjunni.
  • Hengdu þjófavarnarhnappa á föt fólks sem er að kaupa í matinn.
  • Fáðu lánaðar spennusögur og skrifaðu nafn morðingjanns á fyrstu síðu.
  • Kallaðu halló til bláókunnugs fólks sem er að labba hinu megin við götuna.
  • Vertu alltaf í appelsínugulum fötum.
  • Sestu við barborð og kláraðu allar smáveitingarnar (hnetur, snakk o.f.l.) sem á því eru.
  • Borgaðu allt með kínveskri smámynt.
  • Endurtaktu allt sem aðrir segja eins og spurningu.
  • Labbaðu á milli borða inni á veitingahúsum og biddu fólk að gefa þér grænmetið.
  • Talaðu við sjálfan þig í strætó.
  • Hafðu alltaf kveikt á stefnuljósunum á bílnum.
  • Láttu hundinn þinn heita Hundur.
  • Spurðu fólk af hvaða kyni það sé.
  • Eltu einhvern með hreinsilög og þurrkaðu af öllu sem hann/hún snertir.
  • Ljúgðu þegar fólk spyr þig hvað klukkan er.
  • Ekki taka jólaljósin niður fyrr en í október. Hafðu kveikt á þeim allan tímann.
  • Breyttu nafninu þínu í Jón Aaaaaaaaaaaason og segðu að faðir þinn hafi verið grænlenskur. Segðu fólki að það eigi að það eigi að bera fram öll a-in.
  • Stattu við umferðargötu og miðaðu hárblásara að öllum bílum sem aka framhjá.
  • Nagaðu alla penna og blýanta sem þú færð lánaða.
  • Syngdu með þegar þú ferð á óperu.
  • Biddu þjóninn um aukasæti fyrir "ósýnilega" vin þinn.
  • Spurðu skólafélaga þína dularfullra spurninga og skrifaðu eitthvað í vasabók.
  • Spilaðu sama lagið 50 sinnum.
  • Búðu til "dularfulla hringi" í grasið í görðum nágranna þinna.
  • Segðu upphátt einhverjar tölur þegar afgreiðsufólk er að telja peningana.
  • Bókaðu þig á fund 31. september.
  • Bjóddu fullt af fólki í veislu annara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

mig vantaði svo innilega þessi ráð!

nema þetta: Vertu alltaf í appelsínugulum fötum. Ég er komin mjög langt í því nú þegar.

halkatla, 23.5.2008 kl. 10:20

2 identicon

Sæll Kári.

 Á hvaða geðdeild á að spyrja um þig,eftir að þú hefur komið öllu þessu í verk.

Þetta er frábært innlegg í annars gráa tilveru þessa dagana hjá fólki.

Aðeins að hrista upp í því.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég hef þrisvar lennt í því að persónur hafi gert tilraun til að spila sama lagið 50 sinnum. Ég man glöggt að lögin voru; Sumarið er tíminn (Bubbi); Fire water burn (einnig þekkt sem The roof is on fire) með The Bloodhound gang og síðast en ekki síst lag með AC/DC, Thunderstruck. Þessi lög forðast ég eins og heitan eldinn í dag, sem er synd Ég get því vitnað um að þetta virkar vel til pirrings

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.5.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband